Hræðilegt og sorglegt morðmál skekur Danmörku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. desember 2023 17:39 Atvikið átti sér stað í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar. Getty/Athanasios Gioumpasis 81 árs gamall maður hefur verið handtekinn fyrir að myrða eiginkonu sína þremur mánuðum eftir að þau stigu fram í fjölmiðlum og lýstu yfir ósk sinni að deyja. DR greinir frá því að Ebbe Preisler hafi verið handtekinn á dögunum fyrir að myrða eiginkonu sína og reyndi í kjölfarið að fyrirfara sér með áttföldum eðlilegum skammti af sterka verkjalyfinu metadon á elliheimili í Frederiksberg þar sem hún bjó. Illa haldin af elliglöpum Mariann Preisler var áttatíu ára og illa haldinn af parkinsonsveiki eftir að hafa glímt við hana í meira en tvo áratugi. Hún gat ekki gengið, var með mikil elliglöp og haldin ofskynjunum. Hjónin stigu fram í viðtali við Politiken þar sem þau lýstu yfir ósk sinni að deyja saman með með hjálp svokallaðrar dánaraðstoðar. Ebbe gerði tilraun til að fyrirfara sér með sama hætti og hann drap eiginkonu sína. „Ég og kona mín myndum vilja fá í hendurnar banvænar pillur, svona eins og andspyrnufólk hafði í stríðinu, þannig að við getum, einhvern rólegan eftirmiðdag - með hana í hjólastólnum og mig í hægindastólnum við hennar hlið - horft hvort í annars augu og sagt: „Bless, ástin mín. Takk fyrir allt saman. Sofðu rótt,“ segir Ebbe í viðtali við Politiken fyrir þremur mánuðum síðan. Gift í meira en fimmtíu ár Lesið var upp úr kveðjubréfi sem Ebbe hafði skrifað í dómi sem starfsmaður elliheimilisins hafði fundið ásamt lífvana Mariann á miðvikudagsmorgun. Í bréfinu kemur fram að Mariann hafi upplifað sig þreytta, ófrjálsa og máttlausa samkvæmt eiginmanni sínum. Ebbe Preisler var ekki viðstaddur upplesturinn þar sem hann var enn rænulaus eftir sjálfsmorðstilraunina. Ákæruvaldið fór fram á að réttarhöldin yrðu haldin fyrir luktum dyrum en fjölskylda hinnar látnu óskaði eftir opnum réttarhöldum með vísan til greinarinnar sem birtist í Politiken varðandi málið fyrir fáeinum mánuðum síðan. Ebbe Preisler starfaði áður sem kvikmyndaframleiðandi og rithöfundur og Mariann Preisler sem listakona. Þau höfðu verið gift í fimmtíu ár. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
DR greinir frá því að Ebbe Preisler hafi verið handtekinn á dögunum fyrir að myrða eiginkonu sína og reyndi í kjölfarið að fyrirfara sér með áttföldum eðlilegum skammti af sterka verkjalyfinu metadon á elliheimili í Frederiksberg þar sem hún bjó. Illa haldin af elliglöpum Mariann Preisler var áttatíu ára og illa haldinn af parkinsonsveiki eftir að hafa glímt við hana í meira en tvo áratugi. Hún gat ekki gengið, var með mikil elliglöp og haldin ofskynjunum. Hjónin stigu fram í viðtali við Politiken þar sem þau lýstu yfir ósk sinni að deyja saman með með hjálp svokallaðrar dánaraðstoðar. Ebbe gerði tilraun til að fyrirfara sér með sama hætti og hann drap eiginkonu sína. „Ég og kona mín myndum vilja fá í hendurnar banvænar pillur, svona eins og andspyrnufólk hafði í stríðinu, þannig að við getum, einhvern rólegan eftirmiðdag - með hana í hjólastólnum og mig í hægindastólnum við hennar hlið - horft hvort í annars augu og sagt: „Bless, ástin mín. Takk fyrir allt saman. Sofðu rótt,“ segir Ebbe í viðtali við Politiken fyrir þremur mánuðum síðan. Gift í meira en fimmtíu ár Lesið var upp úr kveðjubréfi sem Ebbe hafði skrifað í dómi sem starfsmaður elliheimilisins hafði fundið ásamt lífvana Mariann á miðvikudagsmorgun. Í bréfinu kemur fram að Mariann hafi upplifað sig þreytta, ófrjálsa og máttlausa samkvæmt eiginmanni sínum. Ebbe Preisler var ekki viðstaddur upplesturinn þar sem hann var enn rænulaus eftir sjálfsmorðstilraunina. Ákæruvaldið fór fram á að réttarhöldin yrðu haldin fyrir luktum dyrum en fjölskylda hinnar látnu óskaði eftir opnum réttarhöldum með vísan til greinarinnar sem birtist í Politiken varðandi málið fyrir fáeinum mánuðum síðan. Ebbe Preisler starfaði áður sem kvikmyndaframleiðandi og rithöfundur og Mariann Preisler sem listakona. Þau höfðu verið gift í fimmtíu ár.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira