Þrumurnar höfðu betur í toppslag Vesturdeildar Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 09:30 Nikola Jokic sækir á nýliðann Chet Holmgren í leiknum í nótt. Vísir/Getty Shai Gilgeous-Alexander átti frábæran leik þegar Oklahoma City Thunder vann góðan sigur í mikilvægum leik í NBA-deildinni í nótt. Topplið Austurdeildar vann nauman sigur. Oklahoma City Thunder var í heimsókn hjá meisturum Denver Nuggets í uppgjöri liðanna sem sitja í öðru og þriðja sæti Vesturdeildarinnar. Shai Gilgeous-Alexander fór fyrir liði Þrumanna og var maðurinn á bakvið sigur gestanna 119-93. „Hann var bara á flugi. Hann lét leikinn koma til sín,“ sagði Mark Daigneault þjálfari liðs Oklahoma. „Hann var aldrei að þvinga neinu. Hann tók réttar ákvarðanir allan leikinn og gaf réttu sendingarnar. Þetta er orðinn vani en hann spilaði frábærlega,“ bætti hann við en Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig í leiknum. Nikola Jokic skoraði 19 stig og hitti úr níu af tíu skotum sínum. Hann fór hins vegar aldrei á vítalínuna í leiknum. In the East Celtics move to 16-0 at home and pick up win 25 pic.twitter.com/tu3isml895— NBA (@NBA) December 30, 2023 Boston Celtics er í efsta sæti Austurdeildar og vann góðan sigur á heimavelli gegn Toronto Raptors. Boston hefur unnið alla sextán heimaleiki sína á tímabilinu og er með besta sigurhlutfallið í deildinni til þessa. Jaylen Brown var stigahæstur í liði Boston með 31 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Tröllatvíeykið Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo var í stuði þegar Milwaukee Bucks vann 119-111 sigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Lið Bucks er í öðru sæti Austurdeildarinnar. West standings update Thunder pick up win no. 21For more, download the NBA App: https://t.co/oRfhdB9x5m pic.twitter.com/5iwIn5sT5o— NBA (@NBA) December 30, 2023 „Þegar þú setur boltann í hendurnar á tveimur bestu leikmönnunum þínum þá verður niðurstaðan góð. Ef þú vilt tvöfalda á Dame þá er ég laus og get skorað eða komið boltanum á liðsfélaga okkar,“ sagði Antetokounmpo sem skoraði 34 stig og tók 16 fráköst í leiknum. Lillard bætti 31 stigi við í sarpinn. Úrslit NBA í nótt Washington Wizards - Brooklyn Nets 110-104Orlando Magic - New York Knicks 117-108Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 111-119Boston Celtics - Toronto Raptors 120-118Atlanta Hawks - Sacramento Kings 110-117Houston Rockets - Philadelphia 76´ers 127-131Phoenix Suns - Charlotte Hornets 133-119Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 93-119Portland Trailblazers - San Antonio Spurs 134-128 NBA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Oklahoma City Thunder var í heimsókn hjá meisturum Denver Nuggets í uppgjöri liðanna sem sitja í öðru og þriðja sæti Vesturdeildarinnar. Shai Gilgeous-Alexander fór fyrir liði Þrumanna og var maðurinn á bakvið sigur gestanna 119-93. „Hann var bara á flugi. Hann lét leikinn koma til sín,“ sagði Mark Daigneault þjálfari liðs Oklahoma. „Hann var aldrei að þvinga neinu. Hann tók réttar ákvarðanir allan leikinn og gaf réttu sendingarnar. Þetta er orðinn vani en hann spilaði frábærlega,“ bætti hann við en Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig í leiknum. Nikola Jokic skoraði 19 stig og hitti úr níu af tíu skotum sínum. Hann fór hins vegar aldrei á vítalínuna í leiknum. In the East Celtics move to 16-0 at home and pick up win 25 pic.twitter.com/tu3isml895— NBA (@NBA) December 30, 2023 Boston Celtics er í efsta sæti Austurdeildar og vann góðan sigur á heimavelli gegn Toronto Raptors. Boston hefur unnið alla sextán heimaleiki sína á tímabilinu og er með besta sigurhlutfallið í deildinni til þessa. Jaylen Brown var stigahæstur í liði Boston með 31 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Tröllatvíeykið Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo var í stuði þegar Milwaukee Bucks vann 119-111 sigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Lið Bucks er í öðru sæti Austurdeildarinnar. West standings update Thunder pick up win no. 21For more, download the NBA App: https://t.co/oRfhdB9x5m pic.twitter.com/5iwIn5sT5o— NBA (@NBA) December 30, 2023 „Þegar þú setur boltann í hendurnar á tveimur bestu leikmönnunum þínum þá verður niðurstaðan góð. Ef þú vilt tvöfalda á Dame þá er ég laus og get skorað eða komið boltanum á liðsfélaga okkar,“ sagði Antetokounmpo sem skoraði 34 stig og tók 16 fráköst í leiknum. Lillard bætti 31 stigi við í sarpinn. Úrslit NBA í nótt Washington Wizards - Brooklyn Nets 110-104Orlando Magic - New York Knicks 117-108Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 111-119Boston Celtics - Toronto Raptors 120-118Atlanta Hawks - Sacramento Kings 110-117Houston Rockets - Philadelphia 76´ers 127-131Phoenix Suns - Charlotte Hornets 133-119Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 93-119Portland Trailblazers - San Antonio Spurs 134-128
NBA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira