Þrumurnar höfðu betur í toppslag Vesturdeildar Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 09:30 Nikola Jokic sækir á nýliðann Chet Holmgren í leiknum í nótt. Vísir/Getty Shai Gilgeous-Alexander átti frábæran leik þegar Oklahoma City Thunder vann góðan sigur í mikilvægum leik í NBA-deildinni í nótt. Topplið Austurdeildar vann nauman sigur. Oklahoma City Thunder var í heimsókn hjá meisturum Denver Nuggets í uppgjöri liðanna sem sitja í öðru og þriðja sæti Vesturdeildarinnar. Shai Gilgeous-Alexander fór fyrir liði Þrumanna og var maðurinn á bakvið sigur gestanna 119-93. „Hann var bara á flugi. Hann lét leikinn koma til sín,“ sagði Mark Daigneault þjálfari liðs Oklahoma. „Hann var aldrei að þvinga neinu. Hann tók réttar ákvarðanir allan leikinn og gaf réttu sendingarnar. Þetta er orðinn vani en hann spilaði frábærlega,“ bætti hann við en Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig í leiknum. Nikola Jokic skoraði 19 stig og hitti úr níu af tíu skotum sínum. Hann fór hins vegar aldrei á vítalínuna í leiknum. In the East Celtics move to 16-0 at home and pick up win 25 pic.twitter.com/tu3isml895— NBA (@NBA) December 30, 2023 Boston Celtics er í efsta sæti Austurdeildar og vann góðan sigur á heimavelli gegn Toronto Raptors. Boston hefur unnið alla sextán heimaleiki sína á tímabilinu og er með besta sigurhlutfallið í deildinni til þessa. Jaylen Brown var stigahæstur í liði Boston með 31 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Tröllatvíeykið Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo var í stuði þegar Milwaukee Bucks vann 119-111 sigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Lið Bucks er í öðru sæti Austurdeildarinnar. West standings update Thunder pick up win no. 21For more, download the NBA App: https://t.co/oRfhdB9x5m pic.twitter.com/5iwIn5sT5o— NBA (@NBA) December 30, 2023 „Þegar þú setur boltann í hendurnar á tveimur bestu leikmönnunum þínum þá verður niðurstaðan góð. Ef þú vilt tvöfalda á Dame þá er ég laus og get skorað eða komið boltanum á liðsfélaga okkar,“ sagði Antetokounmpo sem skoraði 34 stig og tók 16 fráköst í leiknum. Lillard bætti 31 stigi við í sarpinn. Úrslit NBA í nótt Washington Wizards - Brooklyn Nets 110-104Orlando Magic - New York Knicks 117-108Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 111-119Boston Celtics - Toronto Raptors 120-118Atlanta Hawks - Sacramento Kings 110-117Houston Rockets - Philadelphia 76´ers 127-131Phoenix Suns - Charlotte Hornets 133-119Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 93-119Portland Trailblazers - San Antonio Spurs 134-128 NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Oklahoma City Thunder var í heimsókn hjá meisturum Denver Nuggets í uppgjöri liðanna sem sitja í öðru og þriðja sæti Vesturdeildarinnar. Shai Gilgeous-Alexander fór fyrir liði Þrumanna og var maðurinn á bakvið sigur gestanna 119-93. „Hann var bara á flugi. Hann lét leikinn koma til sín,“ sagði Mark Daigneault þjálfari liðs Oklahoma. „Hann var aldrei að þvinga neinu. Hann tók réttar ákvarðanir allan leikinn og gaf réttu sendingarnar. Þetta er orðinn vani en hann spilaði frábærlega,“ bætti hann við en Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig í leiknum. Nikola Jokic skoraði 19 stig og hitti úr níu af tíu skotum sínum. Hann fór hins vegar aldrei á vítalínuna í leiknum. In the East Celtics move to 16-0 at home and pick up win 25 pic.twitter.com/tu3isml895— NBA (@NBA) December 30, 2023 Boston Celtics er í efsta sæti Austurdeildar og vann góðan sigur á heimavelli gegn Toronto Raptors. Boston hefur unnið alla sextán heimaleiki sína á tímabilinu og er með besta sigurhlutfallið í deildinni til þessa. Jaylen Brown var stigahæstur í liði Boston með 31 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Tröllatvíeykið Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo var í stuði þegar Milwaukee Bucks vann 119-111 sigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Lið Bucks er í öðru sæti Austurdeildarinnar. West standings update Thunder pick up win no. 21For more, download the NBA App: https://t.co/oRfhdB9x5m pic.twitter.com/5iwIn5sT5o— NBA (@NBA) December 30, 2023 „Þegar þú setur boltann í hendurnar á tveimur bestu leikmönnunum þínum þá verður niðurstaðan góð. Ef þú vilt tvöfalda á Dame þá er ég laus og get skorað eða komið boltanum á liðsfélaga okkar,“ sagði Antetokounmpo sem skoraði 34 stig og tók 16 fráköst í leiknum. Lillard bætti 31 stigi við í sarpinn. Úrslit NBA í nótt Washington Wizards - Brooklyn Nets 110-104Orlando Magic - New York Knicks 117-108Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 111-119Boston Celtics - Toronto Raptors 120-118Atlanta Hawks - Sacramento Kings 110-117Houston Rockets - Philadelphia 76´ers 127-131Phoenix Suns - Charlotte Hornets 133-119Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 93-119Portland Trailblazers - San Antonio Spurs 134-128
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira