Sést þú í umferðinni? Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 30. desember 2023 09:00 Nú hækkar sól á lofti og daginn fer að lengja. Þrátt fyrir það kallar okkar daglega líf á það að við þurfum að vera að aka í myrkri og slæmu skyggni. Ljóst er að akstur í myrkri er varasamari en akstur í dagsbirtu. Ökumönnum er mun hættara að yfirsjást í myrkri en í dagsbirtu. Sjálfsagt gerum við okkur flest grein fyrir því að erfiðara getur reynst að aka í myrkri með ökuljósin kveikt en við dagsbirtu. Ökumenn missa nánast alla hæfileika til að sjá smáhlutina í kringum sig við akstur í myrkri. Menn gleyma því sem leynist utan sjónsviðs ljósgeisla ökuljósanna. Þess vegna er svo mikilvægt að við vinnum að því í sameiningu að tryggja sem best öryggi allra í umferðinni, að við hjálpumst að. Gangandi, hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum þ.e. óvarðir vegfarendur geta auðveldað ökumönnum að sjá þá í myrkrinu, jafnvel þó þeir séu í jaðri ljósgeislans frá ökuljósunum. Það gera þeir með því að nota endurskinsmerki, hengja þau á sig þannig að ökumenn sjái þau og þeir sem fara um á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum noti ljós og glitaugu ásamt endurskini á þá sjálfa. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ef endurskinið er ekki til staðar, því er ljóst að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir slys. Skylda ökumanna liggur í því að halda ökuljósunum hreinum og aka eftir aðstæðum, fara varlega. Í námskrá ökunáms til almennra ökuréttinda kemur fram að ökunemi skuli fá kennslu og þjálfun í notkun skynfæra, læri að túlka vísbendingar úr umferðinni rétt, taki réttar ákvarðanir og bregðist rétt við. Einnig kemur fram í umræddri námskrá að neminn skuli vita að gangandi vegfarendur telji að ökumaður komi auga á sig mun fyrr en hann gerir. Að hann þekki raunveruleg vegsýn ökumanns í myrkri við lág ljós annars vegar og há ljós hins vegar, að hann þekki ljósfjarlægðir að gangandi vegfarendum eftir því hvort lágu ljósin eru notuð eða þau háu. Einnig kemur fram að neminn skuli skilja þýðingu þess að gangandi vegfarendur beri endurskinsmerki, æfi sig í akstri við ýmsar aðstæður í myrkri og læri að velja öruggan hraða með tilliti til aðstæðna. Umrædd atriði kallar á markvisst og gott ökunám og hæfni ökukennarans til að grípa þau tækifæri sem gefast til að þjálfa og útskýra sem best við fjölbreyttar aðstæður í ökunáminu. Í starfi mínu sem ökukennari eru því miður of mörg tilvik þar sem óvarðir vegfarendur eru án endurskins og sjást því mjög illa og jafnvel ekki fyrr en ekið er fram hjá þeim. Slík tilvik vekja jú undrun hjá ökunemanum, þ.e. hversu seint og illa hann sá óvarða vegfarendann og neminn áttar sig á hættunum og hversu óvænt atvik geta komið upp við akstur. Þrátt fyrir að ofangreind atriði séu tekin fyrir í ökunámi þá er mikilvægt að við vinnum öll að því í sameiningu að draga úr hættu á því að óvarðir vegfarendur verði fyrir slysi í umferðinni. Notum endurskin, ljósgjafa og ökum með ökuljósin í lagi. Á vef Samgöngustofu er mögulegt að afla sér upplýsinga hvar hægt er að nálgast endurskinsmerki og viljum við í Ökukennarafélagi Íslands hvetja alla óvarða vegfarendur til að verða sér úti um endurskinsmerki og ganga skínandi inn í nýtt ár. Með ósk um gleðilegt nýtt ár Þuríður B. Ægisdóttir Formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Samgönguslys Bílpróf Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú hækkar sól á lofti og daginn fer að lengja. Þrátt fyrir það kallar okkar daglega líf á það að við þurfum að vera að aka í myrkri og slæmu skyggni. Ljóst er að akstur í myrkri er varasamari en akstur í dagsbirtu. Ökumönnum er mun hættara að yfirsjást í myrkri en í dagsbirtu. Sjálfsagt gerum við okkur flest grein fyrir því að erfiðara getur reynst að aka í myrkri með ökuljósin kveikt en við dagsbirtu. Ökumenn missa nánast alla hæfileika til að sjá smáhlutina í kringum sig við akstur í myrkri. Menn gleyma því sem leynist utan sjónsviðs ljósgeisla ökuljósanna. Þess vegna er svo mikilvægt að við vinnum að því í sameiningu að tryggja sem best öryggi allra í umferðinni, að við hjálpumst að. Gangandi, hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum þ.e. óvarðir vegfarendur geta auðveldað ökumönnum að sjá þá í myrkrinu, jafnvel þó þeir séu í jaðri ljósgeislans frá ökuljósunum. Það gera þeir með því að nota endurskinsmerki, hengja þau á sig þannig að ökumenn sjái þau og þeir sem fara um á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum noti ljós og glitaugu ásamt endurskini á þá sjálfa. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ef endurskinið er ekki til staðar, því er ljóst að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir slys. Skylda ökumanna liggur í því að halda ökuljósunum hreinum og aka eftir aðstæðum, fara varlega. Í námskrá ökunáms til almennra ökuréttinda kemur fram að ökunemi skuli fá kennslu og þjálfun í notkun skynfæra, læri að túlka vísbendingar úr umferðinni rétt, taki réttar ákvarðanir og bregðist rétt við. Einnig kemur fram í umræddri námskrá að neminn skuli vita að gangandi vegfarendur telji að ökumaður komi auga á sig mun fyrr en hann gerir. Að hann þekki raunveruleg vegsýn ökumanns í myrkri við lág ljós annars vegar og há ljós hins vegar, að hann þekki ljósfjarlægðir að gangandi vegfarendum eftir því hvort lágu ljósin eru notuð eða þau háu. Einnig kemur fram að neminn skuli skilja þýðingu þess að gangandi vegfarendur beri endurskinsmerki, æfi sig í akstri við ýmsar aðstæður í myrkri og læri að velja öruggan hraða með tilliti til aðstæðna. Umrædd atriði kallar á markvisst og gott ökunám og hæfni ökukennarans til að grípa þau tækifæri sem gefast til að þjálfa og útskýra sem best við fjölbreyttar aðstæður í ökunáminu. Í starfi mínu sem ökukennari eru því miður of mörg tilvik þar sem óvarðir vegfarendur eru án endurskins og sjást því mjög illa og jafnvel ekki fyrr en ekið er fram hjá þeim. Slík tilvik vekja jú undrun hjá ökunemanum, þ.e. hversu seint og illa hann sá óvarða vegfarendann og neminn áttar sig á hættunum og hversu óvænt atvik geta komið upp við akstur. Þrátt fyrir að ofangreind atriði séu tekin fyrir í ökunámi þá er mikilvægt að við vinnum öll að því í sameiningu að draga úr hættu á því að óvarðir vegfarendur verði fyrir slysi í umferðinni. Notum endurskin, ljósgjafa og ökum með ökuljósin í lagi. Á vef Samgöngustofu er mögulegt að afla sér upplýsinga hvar hægt er að nálgast endurskinsmerki og viljum við í Ökukennarafélagi Íslands hvetja alla óvarða vegfarendur til að verða sér úti um endurskinsmerki og ganga skínandi inn í nýtt ár. Með ósk um gleðilegt nýtt ár Þuríður B. Ægisdóttir Formaður Ökukennarafélags Íslands.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun