Slysið átti sér stað fyrir utan skautahöllina á Akureyri þann 1. júlí 2021 þegar stór hoppukastali tókst á loft en í honum voru tugir barna. Fjögur börn slösuðust í slysinu, þar af ein sex ára stúlka, Klara. Hún hlaut alvarlega heilaáverka og var flutt á gjörgæslu.
Klara er nú níu ára og hefur verið í mikilli endurhæfingu frá slysinu en hún mun aldrei ná fullum bata.
Stuttu eftir slysið stofnuðu aðstandendur Klöru og fjölskyldu hennar stuðningshópinn Áfram Klara. Hreyfing hefur verið hópnum mikilvæg og hefur hann verið duglegur að safna áheitum til styrktar Klöru.
Ásthildur Björnsdóttir, frænka Klöru og ein stofnenda hópsins, fór í kvöld í hundraðAsta sinn upp Esjuna í fjölmennum hópi til styrkar Klöru. Meðal þeirra sem fóru með hópnum var Guðni Th. Jóhannesson forseti. Að sögn Ásthildar hefur áheitasöfnun fyrir Klöru gengið mjög vel en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.