„Sagði Pavel að ég yrði örugglega síðastur til að snúast gegn honum í klefanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2023 08:00 Pavel Ermolinskij ræðir við Pétur Rúnar Birgisson og Sigtrygg Arnar Björnsson. vísir/bára Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var ekki tilbúinn að fá Pavel Ermolinskij sem þjálfara liðsins sumarið 2022. Hann hafði hins vegar skipt um skoðun um mitt tímabilið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þætti sem verður frumsýndur í kvöld, um Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta karla 2023. Þátturinn er sá fjórði og síðasti sem sýndur er á Stöð 2 Sport yfir jólin og fjalla um Íslandsmeistaralið karla og kvenna í fótbolta og körfubolta 2023. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar er rætt um ráðninguna á Pavel til Tindastóls. Það reyndist góð ákvörðun því Pavel varð fyrstur til að gera Stólana að Íslandsmeisturum. „Pavel kom fyrst upp í umræðuna um sumarið. Þá man ég að Helgi Freyr [Margeirsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls] kom og ræddi við mig. Ég man að ég sagði við hann að ég væri eiginlega ekki tilbúinn í það. Pavel væri ekki búinn að þjálfa og ég væri ekki tilbúinn að vera tilraunadýrið hans,“ sagði Pétur í þættinum um Tindastól. „Pavel hringdi svo í janúar og sagði að þetta væri komið langt á leið en hann vili ekki gera þetta nema hann hafi stuðning frá öllum. Hann vilji ekki - ég vona að það sé í lagi að ég segi þetta - taka við nema allir séu tilbúnir að fá hann. Ég sagði honum að ég hefði ekki verið tilbúinn að fá hann í sumar en aðstæðurnar væru allt aðrar núna og ég væri heldur betur tilbúinn að taka slaginn. Ég sagði honum að ég væri örugglega síðasti maðurinn til að snúast gegn honum í klefanum. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af mér.“ Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Tindastóll í Subway deild karla Sigtryggur Arnar Björnsson segir að Pavel hafi einfaldað hlutina hjá Tindastóli. „Við vorum kannski með þrjátíu kerfi áður en hann kom og vorum með 3-4 fjóra myndbandsfundi í viku og þeir voru í tvo tíma. Þetta var galið. Hann sagði bara: Finnum veikleika þeirra og nýtum okkur þá. Hann er ekkert að flækja þetta og vill hafa þetta frekar einfalt,“ sagði Sigtryggur. Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val í oddaleik á Hlíðarenda, 81-82, 18. maí 2023. Þátturinn um Íslandsmeistara Tindastóls verður frumsýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í þætti sem verður frumsýndur í kvöld, um Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta karla 2023. Þátturinn er sá fjórði og síðasti sem sýndur er á Stöð 2 Sport yfir jólin og fjalla um Íslandsmeistaralið karla og kvenna í fótbolta og körfubolta 2023. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar er rætt um ráðninguna á Pavel til Tindastóls. Það reyndist góð ákvörðun því Pavel varð fyrstur til að gera Stólana að Íslandsmeisturum. „Pavel kom fyrst upp í umræðuna um sumarið. Þá man ég að Helgi Freyr [Margeirsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls] kom og ræddi við mig. Ég man að ég sagði við hann að ég væri eiginlega ekki tilbúinn í það. Pavel væri ekki búinn að þjálfa og ég væri ekki tilbúinn að vera tilraunadýrið hans,“ sagði Pétur í þættinum um Tindastól. „Pavel hringdi svo í janúar og sagði að þetta væri komið langt á leið en hann vili ekki gera þetta nema hann hafi stuðning frá öllum. Hann vilji ekki - ég vona að það sé í lagi að ég segi þetta - taka við nema allir séu tilbúnir að fá hann. Ég sagði honum að ég hefði ekki verið tilbúinn að fá hann í sumar en aðstæðurnar væru allt aðrar núna og ég væri heldur betur tilbúinn að taka slaginn. Ég sagði honum að ég væri örugglega síðasti maðurinn til að snúast gegn honum í klefanum. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af mér.“ Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Tindastóll í Subway deild karla Sigtryggur Arnar Björnsson segir að Pavel hafi einfaldað hlutina hjá Tindastóli. „Við vorum kannski með þrjátíu kerfi áður en hann kom og vorum með 3-4 fjóra myndbandsfundi í viku og þeir voru í tvo tíma. Þetta var galið. Hann sagði bara: Finnum veikleika þeirra og nýtum okkur þá. Hann er ekkert að flækja þetta og vill hafa þetta frekar einfalt,“ sagði Sigtryggur. Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val í oddaleik á Hlíðarenda, 81-82, 18. maí 2023. Þátturinn um Íslandsmeistara Tindastóls verður frumsýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum