Innflutt menningarstríð Hamassamtakanna Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. desember 2023 12:30 Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október. Þeir vissu að viðbrögð Ísraels myndu framkalla bitastætt myndefni fyrir fjölmiðla. Þeir vissu að viðbrögðin myndu skjóta loku fyrir áframhaldandi viðræður um stjórnmálasamband milli Ísraels og Sádi-Arabíu. Frá upphafi stríðins hafa efnistök flestra fjölmiðla endurspeglað áherslur Hamas. Auk heldur hafa almennir fjölmiðlar kosið að fjalla nær eingöngu um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs á kostnað umfjöllunar um þau fjölmörgu stríðsátök sem geisa um allan heim. Áherslan er lögð á að koma höggi á Ísrael frekar en að flytja fréttir frá öllum átakasvæðum heimsins. Óhjákvæmilega gefur það fólki tilfinninguna að ef ekki væri fyrir stríðið milli Ísraels og Hamas væri heimurinn nokkuð friðsamur, sem er vitanlega alrangt. Hluti íslensku þjóðarinnar endurspeglar þessa afstöðu fjölmiðla. Þessi litli en háværi hópur hefur skipulagt kröfugöngur og safnað undirskriftum við áköll um sniðgöngu gegn Ísrael. Þannig hafa hundruð starfsmanna Háskóla Íslands fengist til að skrifa undir yfirlýsingu (að frumkvæði háskóla í palestínsku borginni Ramallah) um sniðgöngu gagnvart ísraelskum menntastofnunum. Einnig hefur undirskriftalisti gengið manna á milli sem hvetur til sniðgöngu á Eurovision-keppninni vegna þátttöku Ísraels. Vitanlega vantar á alla þessa lista einu kröfuna sem myndi tryggja langvarandi vopnahlé: að Hamas láti ísraelsku gíslana tafarlaust lausa og leggi niður vopn sín. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að Hamas sleppi gíslunum og leggi niður vopn sín? Hvers vegna er ekki minnst á það eina sem getur mögulega stöðvað átökin? Rökréttasta skýringin er að þeir sem standa á bak við þessa undirskriftalista hafi í raun og veru samúð með Hamassamtökunum og hryðjuverkum þeirra. Rökréttasta skýringin er að þeir vilja ekki að Hamas skili gíslunum til fjölskyldna sinna í Ísrael og láti af hryðjuverkum. Helsta áherslumál þessara einstaklinga er því augljóslega ekki að stríðinu ljúki heldur að þeirra hlið „vinni“, eins ómöguleg og sú útkoma er. Þeir eru því ekki raunverulegir talsmenn friðar heldur fótgönguliðar Hamassamtakanna í eins konar innfluttu menningarstríði. Afleiðingin er sú að þeir mæla einungis fyrir aðgerðum sem munu reynast algjörlega marklausar. Mun einhver í ísraelskum háskólum sakna mögulegs samstarfs við Háskóla Íslands? Myndi sniðganga á Eurovision hafa nokkur áhrif út fyrir landsteinana? Það er í hæsta máta ólíklegt. Verði sniðgangan gegn Eurovision að veruleika mun hún hins vegar vekja reiði fjölmargra Íslendinga sem væru sviknir um þátttöku í vinsælasta sjónvarpsviðburði ársins. Er það eitthvað sem samfélag okkar þarf, meiri reiði? Það er viðbúið að þessari reiði yrði að lokum beint að minnihlutahópi Gyðinga á Íslandi. Staðreyndin er sú að hatursglæpir gegn Gyðingum hafa sums staðar aukist þúsundfalt í kjölfar stríðsins í Ísrael, og Ísland er ekkert ónæmara fyrir hatursglæpum en önnur ríki. Það segir sig sjálft að það er stórvarasamt að haga fjölmiðlaumfjöllun og aktívisma í samræmi við hagsmuni Hamas, sem í stofnsáttmála sínum mæla fyrir algjörri útrýmingu Gyðinga. Af þeim sökum er nauðsynlegt að hafna innfluttu menningarstríði Hamassamtakanna á afgerandi hátt. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október. Þeir vissu að viðbrögð Ísraels myndu framkalla bitastætt myndefni fyrir fjölmiðla. Þeir vissu að viðbrögðin myndu skjóta loku fyrir áframhaldandi viðræður um stjórnmálasamband milli Ísraels og Sádi-Arabíu. Frá upphafi stríðins hafa efnistök flestra fjölmiðla endurspeglað áherslur Hamas. Auk heldur hafa almennir fjölmiðlar kosið að fjalla nær eingöngu um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs á kostnað umfjöllunar um þau fjölmörgu stríðsátök sem geisa um allan heim. Áherslan er lögð á að koma höggi á Ísrael frekar en að flytja fréttir frá öllum átakasvæðum heimsins. Óhjákvæmilega gefur það fólki tilfinninguna að ef ekki væri fyrir stríðið milli Ísraels og Hamas væri heimurinn nokkuð friðsamur, sem er vitanlega alrangt. Hluti íslensku þjóðarinnar endurspeglar þessa afstöðu fjölmiðla. Þessi litli en háværi hópur hefur skipulagt kröfugöngur og safnað undirskriftum við áköll um sniðgöngu gegn Ísrael. Þannig hafa hundruð starfsmanna Háskóla Íslands fengist til að skrifa undir yfirlýsingu (að frumkvæði háskóla í palestínsku borginni Ramallah) um sniðgöngu gagnvart ísraelskum menntastofnunum. Einnig hefur undirskriftalisti gengið manna á milli sem hvetur til sniðgöngu á Eurovision-keppninni vegna þátttöku Ísraels. Vitanlega vantar á alla þessa lista einu kröfuna sem myndi tryggja langvarandi vopnahlé: að Hamas láti ísraelsku gíslana tafarlaust lausa og leggi niður vopn sín. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að Hamas sleppi gíslunum og leggi niður vopn sín? Hvers vegna er ekki minnst á það eina sem getur mögulega stöðvað átökin? Rökréttasta skýringin er að þeir sem standa á bak við þessa undirskriftalista hafi í raun og veru samúð með Hamassamtökunum og hryðjuverkum þeirra. Rökréttasta skýringin er að þeir vilja ekki að Hamas skili gíslunum til fjölskyldna sinna í Ísrael og láti af hryðjuverkum. Helsta áherslumál þessara einstaklinga er því augljóslega ekki að stríðinu ljúki heldur að þeirra hlið „vinni“, eins ómöguleg og sú útkoma er. Þeir eru því ekki raunverulegir talsmenn friðar heldur fótgönguliðar Hamassamtakanna í eins konar innfluttu menningarstríði. Afleiðingin er sú að þeir mæla einungis fyrir aðgerðum sem munu reynast algjörlega marklausar. Mun einhver í ísraelskum háskólum sakna mögulegs samstarfs við Háskóla Íslands? Myndi sniðganga á Eurovision hafa nokkur áhrif út fyrir landsteinana? Það er í hæsta máta ólíklegt. Verði sniðgangan gegn Eurovision að veruleika mun hún hins vegar vekja reiði fjölmargra Íslendinga sem væru sviknir um þátttöku í vinsælasta sjónvarpsviðburði ársins. Er það eitthvað sem samfélag okkar þarf, meiri reiði? Það er viðbúið að þessari reiði yrði að lokum beint að minnihlutahópi Gyðinga á Íslandi. Staðreyndin er sú að hatursglæpir gegn Gyðingum hafa sums staðar aukist þúsundfalt í kjölfar stríðsins í Ísrael, og Ísland er ekkert ónæmara fyrir hatursglæpum en önnur ríki. Það segir sig sjálft að það er stórvarasamt að haga fjölmiðlaumfjöllun og aktívisma í samræmi við hagsmuni Hamas, sem í stofnsáttmála sínum mæla fyrir algjörri útrýmingu Gyðinga. Af þeim sökum er nauðsynlegt að hafna innfluttu menningarstríði Hamassamtakanna á afgerandi hátt. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun