Eurovision-stjörnur á Tenerife um áramótin Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. desember 2023 19:01 Páll Óskar virkar afar spenntur fyrir komandi dögum og nóttum á Tenerife. Farþegar með flugi Play til Tenerife í morgunsárið höfðu mögulega einhverjir áhyggjur af því að geta ekki dottað í vélinni enda miklir söngfuglar um borð. Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er á leiðinni í sólina á Tenerife að trylla lýðinn á árlegu gamlársballi. Hann segist ætla að bjóða upp á alvöru gleðisprengju eins og þær gerast bestar. Páll Óskar var strax kominn í gír á Keflavíkurflugvelli fyrir flugtak um níuleytið í morgun. Hann söng reyndar ekki fyrir farþega í fluginu heldur gluggaði aðeins í bókina sem hann keypti í flugstöðinni, ævisögu Britney Spears. Poppstjarna les um poppstjörnu. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Páll Óskar keppti fyrir Íslands hönd árið 1997 á Írlandi með laginu Minn hinsti dans. Flutningurinn var eftirminnilegur en lagið hafnaði í neðsta sæti. Tveimur árum síðar komst Ísland nærri sigri þegar Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið All out of luck eftir að hafa leitt stigagjöfina lengi vel. Selma keppti aftur í keppninni í Úkraínu 2005. Laginu If I had your Love var spáð góðu gengi en komst ekki í gegnum undanúrslitin. Selma Björns var einnig í morgunfluginu til Tenerife og ætlar greinilega að láta sólargeislana leika við kroppinn yfir áramótin ásamt stórvinkonu sinni, Regínu Ósk Óskarsdóttur, útvarpskonu á K100. Óhætt er að segja að um söngelskar Eurovison vinkonur sé að ræða. Regína Ósk keppti í Eurovision með Friðriki Ómari Hjörleifssyni árið 2008 með smellinum This is My Life sem hafnaði í ellefta sæti. Hvort Páll Óskar nái að semja við þær Selmu og Regínu um að syngja á áramótaballinu á Tenerife verður að koma í ljós. Mögulega nýta þær kærkomið tækifæri og hvíla röddina fyrir árið sem fram undan er. Eurovision Íslendingar erlendis Áramót Kanaríeyjar Tengdar fréttir Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01 Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. 21. desember 2023 14:28 Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni. 6. desember 2023 12:30 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er á leiðinni í sólina á Tenerife að trylla lýðinn á árlegu gamlársballi. Hann segist ætla að bjóða upp á alvöru gleðisprengju eins og þær gerast bestar. Páll Óskar var strax kominn í gír á Keflavíkurflugvelli fyrir flugtak um níuleytið í morgun. Hann söng reyndar ekki fyrir farþega í fluginu heldur gluggaði aðeins í bókina sem hann keypti í flugstöðinni, ævisögu Britney Spears. Poppstjarna les um poppstjörnu. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Páll Óskar keppti fyrir Íslands hönd árið 1997 á Írlandi með laginu Minn hinsti dans. Flutningurinn var eftirminnilegur en lagið hafnaði í neðsta sæti. Tveimur árum síðar komst Ísland nærri sigri þegar Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið All out of luck eftir að hafa leitt stigagjöfina lengi vel. Selma keppti aftur í keppninni í Úkraínu 2005. Laginu If I had your Love var spáð góðu gengi en komst ekki í gegnum undanúrslitin. Selma Björns var einnig í morgunfluginu til Tenerife og ætlar greinilega að láta sólargeislana leika við kroppinn yfir áramótin ásamt stórvinkonu sinni, Regínu Ósk Óskarsdóttur, útvarpskonu á K100. Óhætt er að segja að um söngelskar Eurovison vinkonur sé að ræða. Regína Ósk keppti í Eurovision með Friðriki Ómari Hjörleifssyni árið 2008 með smellinum This is My Life sem hafnaði í ellefta sæti. Hvort Páll Óskar nái að semja við þær Selmu og Regínu um að syngja á áramótaballinu á Tenerife verður að koma í ljós. Mögulega nýta þær kærkomið tækifæri og hvíla röddina fyrir árið sem fram undan er.
Eurovision Íslendingar erlendis Áramót Kanaríeyjar Tengdar fréttir Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01 Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. 21. desember 2023 14:28 Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni. 6. desember 2023 12:30 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01
Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. 21. desember 2023 14:28
Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni. 6. desember 2023 12:30