Fá ekki að leigja eitt frægasta brauðbaksturssvæði landsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. desember 2023 07:01 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir hugmyndina ekki hafa þótt framkvæmanlega. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur hafnað erindi heilsulindarinnar Laugarvatn Fontana um gerð leigusamnings um hverasvæðið við Laugarvatn. Sveitarstjóri segir hugmyndina ekki hafa þótt framkvæmanlega. Erindi heilsulindarinnar var borið upp á síðasta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar fyrir jól, þann 21. desember. Félagið lýsti yfir vilja til viðræðna við sveitarstjórnina um gerð leigusamnings milli Bláskógabyggðar og félagsins um hverasvæðið svo auka megi upplifun gesta, trygggja öryggi þeirra og stuðla að verndun svæðisins. Löng hefð er fyrir brauðbakstri á hverasvæðinu. Grafið er í sandinn niður á sjóðandi vatn, pottur með brauðdeigi settur niður og mokað yfir. Brauðið svo gjarnan bakað í hverahitanum í sólarhring. Meðal þeirra sem þetta hafa gert er Hollywood stjarnan Zac Efron. Hann gerði hverasvæðinu skil í sjónvarpsþáttum sínum árið 2018. Í erindi sínu til Bláskógabyggðar árétta stjórnendur Laugarvatn Fontana að hverasvæðið yrði enn sem fyrr til notkunar fyrir íbúa sem nýti hverasvæðið til baksturs. Ekki um að ræða stórt svæði Ekki hefur náðst í stjórnendur heilsulindarinnar vegna málsins. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir í samtali við Vísi að hverasvæðið sé inni á landi sveitarfélagsins. „Sveitarstjórn sá sér ekki fært um að gera samning um einkaafnot af þessu. Þetta er inni á landi sveitarfélagsins, er ekki afgirt og það geta allir farið þarna um. Þannig að það þótti erfitt að útfæra þetta þannig að þetta væri framkvæmanlegt,“ segir Ásta. „Það geta allir bakað þarna í dag, svo lengi sem plássið leyfir. Þetta er náttúrulega ekki stórt svæði.“ Bláskógabyggð Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Erindi heilsulindarinnar var borið upp á síðasta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar fyrir jól, þann 21. desember. Félagið lýsti yfir vilja til viðræðna við sveitarstjórnina um gerð leigusamnings milli Bláskógabyggðar og félagsins um hverasvæðið svo auka megi upplifun gesta, trygggja öryggi þeirra og stuðla að verndun svæðisins. Löng hefð er fyrir brauðbakstri á hverasvæðinu. Grafið er í sandinn niður á sjóðandi vatn, pottur með brauðdeigi settur niður og mokað yfir. Brauðið svo gjarnan bakað í hverahitanum í sólarhring. Meðal þeirra sem þetta hafa gert er Hollywood stjarnan Zac Efron. Hann gerði hverasvæðinu skil í sjónvarpsþáttum sínum árið 2018. Í erindi sínu til Bláskógabyggðar árétta stjórnendur Laugarvatn Fontana að hverasvæðið yrði enn sem fyrr til notkunar fyrir íbúa sem nýti hverasvæðið til baksturs. Ekki um að ræða stórt svæði Ekki hefur náðst í stjórnendur heilsulindarinnar vegna málsins. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir í samtali við Vísi að hverasvæðið sé inni á landi sveitarfélagsins. „Sveitarstjórn sá sér ekki fært um að gera samning um einkaafnot af þessu. Þetta er inni á landi sveitarfélagsins, er ekki afgirt og það geta allir farið þarna um. Þannig að það þótti erfitt að útfæra þetta þannig að þetta væri framkvæmanlegt,“ segir Ásta. „Það geta allir bakað þarna í dag, svo lengi sem plássið leyfir. Þetta er náttúrulega ekki stórt svæði.“
Bláskógabyggð Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira