Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. desember 2023 11:37 Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina sem stendur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að halda veginum yfir heiðina opnum eins og hægt er. Vísir/Vilhelm Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi þessum mikla ferðadegi, og akstursskilyrði á svæðinu ekki með besta móti. Mjúk lokun er í gildi á Hellisheiði og fá eingöngu ökumenn á vetrarbúnum bílum að fara yfir heiðina. Viðvörunin tók gildi seint í gærkvöldi, þegar lítil lægð vestan við landið tók að fikra sig nær ströndum Íslands. „Þetta gerist gjarnan þegar það er svona kalt í loftinu. Hún er búin að vera að fikra sig nær landinu í nótt og kom hérna í morgunsárið. Það fylgir svona litlum lægðum, þær geta verið mjög rakar og það getur fylgt þeim talsverð úrkoma, en mjög staðbundið yfirleitt,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Ferðaveðrið á Suðurlandi er því ekki með besta móti. „Það er víða núna á Suðurlandinu orðin snjóþekja eða þæfingur á vegum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er mjúk lokun nú í gildi á Hellisheiði. Aðeins ökumenn á vetrarbúnum bílum fá að fara yfir heiðina og verið er að moka veginn. Reynt verður eftir fremsta megni að halda veginum opnum, en vera kann að veginum verði lokað síðar í dag. Mjúk lokun er einnig í gildi í Þrengslum. Á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is, má sjá upplýsingar um færð á vegum. Gæti komið í bæinn síðdegis Áhrifasvæði lægðarinnar er þó ekki bara bundið við Suðurland að sögn Eiríks. „Og svo svona heiðarnar hérna á Reykjanesinu. Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiðin. Það eru svona þessi helstu áhrifasvæði eins og staðan er núna. Mögulega kemur þetta aðeins hérna inn aftur á höfuðborgarsvæðið seinni partinn. Þá gæti snjóað svolítið hér, en líklegra er að þetta verði meira á Suðurlandinu.“ Búist er við því að áhrifa lægðarinnar gæti fram á kvöld. „Svo trosnar úr þessu og loftið þornar þegar líður á kvöldið. Þá verður einhver úrkoma kannski við og við ennþá, en ekki svona áköf,“ segir Eiríkur. Samkvæmt upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg hafa björgunarsveitir engin útköll fengið vegna snjóþyngslanna á Suðurlandi. Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Viðvörunin tók gildi seint í gærkvöldi, þegar lítil lægð vestan við landið tók að fikra sig nær ströndum Íslands. „Þetta gerist gjarnan þegar það er svona kalt í loftinu. Hún er búin að vera að fikra sig nær landinu í nótt og kom hérna í morgunsárið. Það fylgir svona litlum lægðum, þær geta verið mjög rakar og það getur fylgt þeim talsverð úrkoma, en mjög staðbundið yfirleitt,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Ferðaveðrið á Suðurlandi er því ekki með besta móti. „Það er víða núna á Suðurlandinu orðin snjóþekja eða þæfingur á vegum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er mjúk lokun nú í gildi á Hellisheiði. Aðeins ökumenn á vetrarbúnum bílum fá að fara yfir heiðina og verið er að moka veginn. Reynt verður eftir fremsta megni að halda veginum opnum, en vera kann að veginum verði lokað síðar í dag. Mjúk lokun er einnig í gildi í Þrengslum. Á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is, má sjá upplýsingar um færð á vegum. Gæti komið í bæinn síðdegis Áhrifasvæði lægðarinnar er þó ekki bara bundið við Suðurland að sögn Eiríks. „Og svo svona heiðarnar hérna á Reykjanesinu. Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiðin. Það eru svona þessi helstu áhrifasvæði eins og staðan er núna. Mögulega kemur þetta aðeins hérna inn aftur á höfuðborgarsvæðið seinni partinn. Þá gæti snjóað svolítið hér, en líklegra er að þetta verði meira á Suðurlandinu.“ Búist er við því að áhrifa lægðarinnar gæti fram á kvöld. „Svo trosnar úr þessu og loftið þornar þegar líður á kvöldið. Þá verður einhver úrkoma kannski við og við ennþá, en ekki svona áköf,“ segir Eiríkur. Samkvæmt upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg hafa björgunarsveitir engin útköll fengið vegna snjóþyngslanna á Suðurlandi.
Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira