Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. desember 2023 11:37 Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina sem stendur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að halda veginum yfir heiðina opnum eins og hægt er. Vísir/Vilhelm Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi þessum mikla ferðadegi, og akstursskilyrði á svæðinu ekki með besta móti. Mjúk lokun er í gildi á Hellisheiði og fá eingöngu ökumenn á vetrarbúnum bílum að fara yfir heiðina. Viðvörunin tók gildi seint í gærkvöldi, þegar lítil lægð vestan við landið tók að fikra sig nær ströndum Íslands. „Þetta gerist gjarnan þegar það er svona kalt í loftinu. Hún er búin að vera að fikra sig nær landinu í nótt og kom hérna í morgunsárið. Það fylgir svona litlum lægðum, þær geta verið mjög rakar og það getur fylgt þeim talsverð úrkoma, en mjög staðbundið yfirleitt,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Ferðaveðrið á Suðurlandi er því ekki með besta móti. „Það er víða núna á Suðurlandinu orðin snjóþekja eða þæfingur á vegum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er mjúk lokun nú í gildi á Hellisheiði. Aðeins ökumenn á vetrarbúnum bílum fá að fara yfir heiðina og verið er að moka veginn. Reynt verður eftir fremsta megni að halda veginum opnum, en vera kann að veginum verði lokað síðar í dag. Mjúk lokun er einnig í gildi í Þrengslum. Á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is, má sjá upplýsingar um færð á vegum. Gæti komið í bæinn síðdegis Áhrifasvæði lægðarinnar er þó ekki bara bundið við Suðurland að sögn Eiríks. „Og svo svona heiðarnar hérna á Reykjanesinu. Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiðin. Það eru svona þessi helstu áhrifasvæði eins og staðan er núna. Mögulega kemur þetta aðeins hérna inn aftur á höfuðborgarsvæðið seinni partinn. Þá gæti snjóað svolítið hér, en líklegra er að þetta verði meira á Suðurlandinu.“ Búist er við því að áhrifa lægðarinnar gæti fram á kvöld. „Svo trosnar úr þessu og loftið þornar þegar líður á kvöldið. Þá verður einhver úrkoma kannski við og við ennþá, en ekki svona áköf,“ segir Eiríkur. Samkvæmt upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg hafa björgunarsveitir engin útköll fengið vegna snjóþyngslanna á Suðurlandi. Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Viðvörunin tók gildi seint í gærkvöldi, þegar lítil lægð vestan við landið tók að fikra sig nær ströndum Íslands. „Þetta gerist gjarnan þegar það er svona kalt í loftinu. Hún er búin að vera að fikra sig nær landinu í nótt og kom hérna í morgunsárið. Það fylgir svona litlum lægðum, þær geta verið mjög rakar og það getur fylgt þeim talsverð úrkoma, en mjög staðbundið yfirleitt,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Ferðaveðrið á Suðurlandi er því ekki með besta móti. „Það er víða núna á Suðurlandinu orðin snjóþekja eða þæfingur á vegum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er mjúk lokun nú í gildi á Hellisheiði. Aðeins ökumenn á vetrarbúnum bílum fá að fara yfir heiðina og verið er að moka veginn. Reynt verður eftir fremsta megni að halda veginum opnum, en vera kann að veginum verði lokað síðar í dag. Mjúk lokun er einnig í gildi í Þrengslum. Á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is, má sjá upplýsingar um færð á vegum. Gæti komið í bæinn síðdegis Áhrifasvæði lægðarinnar er þó ekki bara bundið við Suðurland að sögn Eiríks. „Og svo svona heiðarnar hérna á Reykjanesinu. Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiðin. Það eru svona þessi helstu áhrifasvæði eins og staðan er núna. Mögulega kemur þetta aðeins hérna inn aftur á höfuðborgarsvæðið seinni partinn. Þá gæti snjóað svolítið hér, en líklegra er að þetta verði meira á Suðurlandinu.“ Búist er við því að áhrifa lægðarinnar gæti fram á kvöld. „Svo trosnar úr þessu og loftið þornar þegar líður á kvöldið. Þá verður einhver úrkoma kannski við og við ennþá, en ekki svona áköf,“ segir Eiríkur. Samkvæmt upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg hafa björgunarsveitir engin útköll fengið vegna snjóþyngslanna á Suðurlandi.
Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira