„Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2023 18:01 Janus Daði Smárason segir að það sé undir honum sjálfum komið hversu mikið hann fær að spila hjá Pick Szeged. Vísir/Getty Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. Janus gengur til liðs við Pick Szeged frá Evrópumeisturum Magdeburg að yfirstandandi tímabili loknu og segir hann að markmið liðsins sé að komast í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu á næstu árum. Fimm sinnum hefur liðið komist í átta liða úrslit, en aldrei hefur því tekist að koma sér í sjálfa úrslitahelgina. „Ég held að þeir hafi ekki komist þangað lengi, eða bara hvort þeir hafi verið þar yfir höfuð. Mig minnir ekki. En þeir hafa verið nálægt því og eiga að vera þar,“ sagði Janus. „Þetta er búið að vera kannski aðeins erfitt tímabil hjá þeim í ár, en þeir hafa verið alltaf við toppinn í riðlunum í Meistaradeildinni og hafa af og til verið að taka titla heima fyrir í Ungverjalandi af Veszprém, bæði bikar og deild. Þannig að þetta er lið sem á heima í toppbaráttunni í Evrópu.“ „En Meistaradeildin hefur oft sýnt það að það er bara erfitt að komast í Final 4, og hvað þá að vinna. PSG með allan sinn pening og allt það batterí hefur aldrei unnið þó þeir séu búnir að vera að reyna í tíu ár.“ „Planið er að vera mikilvægur“ Næstu mánuði mun Janus vera í mikilli samkeppni um mínútur á vellinum við þá Gísla Þorgeir Kristjánsson og sænska landsliðsmanninn Felix Claar. Aðspurður að því hvernig samkeppnin um stöðuna hjá Pick Szeged mun koma til með að vera segir Janus að stór og öflufgur hópur sé forsenda þess að gera vel á stærsta sviðinu. „Þú þarft auðvitað að hafa marga góða leikmenn til að vera á toppnum í þessu og um leið að einhver meisli detta inn þá þarftu að vera með breiðan hóp.“ „En ég er sóttur þangað til að spila stóra rullu, vera með og reyna að skipta einhverju máli. Hvort ég spili svo vel eða ekki er svo bara undir mér komið. Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum. En planið er að vera mikilvægur.“ Hefur verið heppinn á sínum ferli En hvað er það sem Janus sjálfur telur að hann komið með að borðinu inn í lið eins og Pick Szeged? „Ég er að spila vel núna allavega og núna er verið að sækja náunga sem eru vanir því að vinna. Eru vanir því að vera í klúbbum sem eru að vinna mikið og eru að keppast um þessa mikilvægu leiki.“ „Þar snýst þetta svolítið um svona „mentality“ og ég tel mig geta komið með það að borðinu að ég hef verið heppinn með það á mínum ferli að yfirleitt hef ég verið að keppa um marga titla. Svo er maður líka bara búinn að vera núna í mörg ár að spila á hæsta stigi alþjóðahandboltans.“ „Svo snýst þetta bara um að spila vel og hafa tilfinningu fyrir leiknum. Mér finnst ég góður þar og þá er þetta bara spurning um að koma því frá sér í góðri frammistöðu.“ Getur lengt ferilinn að koma sér frá Þýskalandi Þrátt fyrir að vera ekki búinn að kynna sér ungversku deildina í þaula gerir Janus sér þó grein fyrir því að hún er ekki jafn sterk og sú þýska þar sem hann leikur nú. „Ég skal bara vera alveg hreinskilinn með það að ég er ekki alveg með það á hreinu,“ sagði Janus aðspurður út í styrk ungversku deildarinnar. „Þetta er náttúrulega ekki þýska deildin, langt frá því, og það verða pottþétt margir leikir sem verða ekkert sérstaklega skemmtilegir. En á sama tíma fer þetta töluvert betur með líkamann á manni, líka í þessum leikstíl sem ég spila þar sem maður er mikið að fara í kontakt og fæ alveg að finna fyrir því.“ „Þannig að bara upp á að halda líkamanum heilum og vera ferskur með landsliðinu þá ætti þetta að geta leyft manni að spila auka ár sem atvinnumaður. Ég tek það inn sem stóran plús.“ Janus Daði í leik með íslenska landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Þetta er kannski búið að vera aðeins annað batterí núna þar sem eru nokkur meiðsli að hrjá liðið og það mæðir mikið á. Við erum að spila mjög marga leiki og maður hefur svo sem gott af því að standa aðeins í því og vera að pönkast og það er hellingur sem er hægt að taka út úr því, en til lengri tíma litið þá held ég að það sé nokkuð augljóst að hitt fer betur með líkamann. Þannig að ég spila þangað til ég verð 45 ára,“ grínaðist Janus. Svipað verkefni og hjá Kolstad Þá segir Janus að hann sé að fara í nokkuð svipað verkefni og þegar hann var hjá Kolstad á síðasta tímabili. Þar var lítil fyrirstaða heimafyrir og liðið ætlaði að setja allt sitt púður í að komast langt í Evrópukeppni, þó það hafi að lokum ekki gengið sem skyldi á meðan Janus var á mála hjá liðinu. Janus Daði spilaði fyrir Kolstad á síðasta tímabili. Kolstad Á næsta tímabili verður svo líklega barist við Veszprém um ungverska titilinn, en aðalmarkmiðið verður að gera það gott á stóra sviðinu í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé klúbbur sem þráir að ná árangri í Evrópu. Þeir hafa oft verið með hörkugott lið og tímabilið 2018-2019 þegar ég var í Álaborg fannst mér þeir spila sinn besta bolta.“ „Þeir hafa verið rosa prófíll, en þeim hefur ekki tekist að taka þessi seinustu skref í Meistaradeildinni,“ sagði Janus að lokum. Þýski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Janus gengur til liðs við Pick Szeged frá Evrópumeisturum Magdeburg að yfirstandandi tímabili loknu og segir hann að markmið liðsins sé að komast í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu á næstu árum. Fimm sinnum hefur liðið komist í átta liða úrslit, en aldrei hefur því tekist að koma sér í sjálfa úrslitahelgina. „Ég held að þeir hafi ekki komist þangað lengi, eða bara hvort þeir hafi verið þar yfir höfuð. Mig minnir ekki. En þeir hafa verið nálægt því og eiga að vera þar,“ sagði Janus. „Þetta er búið að vera kannski aðeins erfitt tímabil hjá þeim í ár, en þeir hafa verið alltaf við toppinn í riðlunum í Meistaradeildinni og hafa af og til verið að taka titla heima fyrir í Ungverjalandi af Veszprém, bæði bikar og deild. Þannig að þetta er lið sem á heima í toppbaráttunni í Evrópu.“ „En Meistaradeildin hefur oft sýnt það að það er bara erfitt að komast í Final 4, og hvað þá að vinna. PSG með allan sinn pening og allt það batterí hefur aldrei unnið þó þeir séu búnir að vera að reyna í tíu ár.“ „Planið er að vera mikilvægur“ Næstu mánuði mun Janus vera í mikilli samkeppni um mínútur á vellinum við þá Gísla Þorgeir Kristjánsson og sænska landsliðsmanninn Felix Claar. Aðspurður að því hvernig samkeppnin um stöðuna hjá Pick Szeged mun koma til með að vera segir Janus að stór og öflufgur hópur sé forsenda þess að gera vel á stærsta sviðinu. „Þú þarft auðvitað að hafa marga góða leikmenn til að vera á toppnum í þessu og um leið að einhver meisli detta inn þá þarftu að vera með breiðan hóp.“ „En ég er sóttur þangað til að spila stóra rullu, vera með og reyna að skipta einhverju máli. Hvort ég spili svo vel eða ekki er svo bara undir mér komið. Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum. En planið er að vera mikilvægur.“ Hefur verið heppinn á sínum ferli En hvað er það sem Janus sjálfur telur að hann komið með að borðinu inn í lið eins og Pick Szeged? „Ég er að spila vel núna allavega og núna er verið að sækja náunga sem eru vanir því að vinna. Eru vanir því að vera í klúbbum sem eru að vinna mikið og eru að keppast um þessa mikilvægu leiki.“ „Þar snýst þetta svolítið um svona „mentality“ og ég tel mig geta komið með það að borðinu að ég hef verið heppinn með það á mínum ferli að yfirleitt hef ég verið að keppa um marga titla. Svo er maður líka bara búinn að vera núna í mörg ár að spila á hæsta stigi alþjóðahandboltans.“ „Svo snýst þetta bara um að spila vel og hafa tilfinningu fyrir leiknum. Mér finnst ég góður þar og þá er þetta bara spurning um að koma því frá sér í góðri frammistöðu.“ Getur lengt ferilinn að koma sér frá Þýskalandi Þrátt fyrir að vera ekki búinn að kynna sér ungversku deildina í þaula gerir Janus sér þó grein fyrir því að hún er ekki jafn sterk og sú þýska þar sem hann leikur nú. „Ég skal bara vera alveg hreinskilinn með það að ég er ekki alveg með það á hreinu,“ sagði Janus aðspurður út í styrk ungversku deildarinnar. „Þetta er náttúrulega ekki þýska deildin, langt frá því, og það verða pottþétt margir leikir sem verða ekkert sérstaklega skemmtilegir. En á sama tíma fer þetta töluvert betur með líkamann á manni, líka í þessum leikstíl sem ég spila þar sem maður er mikið að fara í kontakt og fæ alveg að finna fyrir því.“ „Þannig að bara upp á að halda líkamanum heilum og vera ferskur með landsliðinu þá ætti þetta að geta leyft manni að spila auka ár sem atvinnumaður. Ég tek það inn sem stóran plús.“ Janus Daði í leik með íslenska landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Þetta er kannski búið að vera aðeins annað batterí núna þar sem eru nokkur meiðsli að hrjá liðið og það mæðir mikið á. Við erum að spila mjög marga leiki og maður hefur svo sem gott af því að standa aðeins í því og vera að pönkast og það er hellingur sem er hægt að taka út úr því, en til lengri tíma litið þá held ég að það sé nokkuð augljóst að hitt fer betur með líkamann. Þannig að ég spila þangað til ég verð 45 ára,“ grínaðist Janus. Svipað verkefni og hjá Kolstad Þá segir Janus að hann sé að fara í nokkuð svipað verkefni og þegar hann var hjá Kolstad á síðasta tímabili. Þar var lítil fyrirstaða heimafyrir og liðið ætlaði að setja allt sitt púður í að komast langt í Evrópukeppni, þó það hafi að lokum ekki gengið sem skyldi á meðan Janus var á mála hjá liðinu. Janus Daði spilaði fyrir Kolstad á síðasta tímabili. Kolstad Á næsta tímabili verður svo líklega barist við Veszprém um ungverska titilinn, en aðalmarkmiðið verður að gera það gott á stóra sviðinu í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé klúbbur sem þráir að ná árangri í Evrópu. Þeir hafa oft verið með hörkugott lið og tímabilið 2018-2019 þegar ég var í Álaborg fannst mér þeir spila sinn besta bolta.“ „Þeir hafa verið rosa prófíll, en þeim hefur ekki tekist að taka þessi seinustu skref í Meistaradeildinni,“ sagði Janus að lokum.
Þýski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira