Appelsínugul viðvörum er nú í gildi á Vestfjörðum. Þá er gul viðvörun nú í gildi á norðurlandi vestra, Ströndum, Vestfjörðum, Suðurlandi og Faxaflóa í gildi.
Á vef Veðurstofunnar segir að spáð sé talsverðri eða mikilli snjókomu og éljagangi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Búist sé við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 metra á sekúndu.
Í tilkynningu á Facebook síðu Almannavarna segir að samgöngutruflanir séu líklegar og ekkert ferðaveður meðan viðvörunin er í gildi.
Í gærkvöldi aðstoðaði björgunarsveit af Snæfellsnesi farþega tveggja rúta sem fuku út af Útnesvegi utarlega á Snæfellsnesi. Auk þess aðstoðuðu björgunarsveitir austan Hellisheiða fimm bílstjóra sem höfðu fest bíla sína á heiðinni.
Á vef Vegagerðarinnar má sjá að nær allir vegir á Vestfjörðum eru ófærir. Þá eru Holtavörðuheiði, Brattabrekka og Snæfellsvegur um Staðarsveit meðal annars lokaðir.