Fótbolti

Pellegrini skaut Róm­verjum upp fyrir meistarana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lorenzo Pellegrini tryggði Roma mikilvægan sigur í kvöld.
Lorenzo Pellegrini tryggði Roma mikilvægan sigur í kvöld. Vísir/Getty

Ítalíumeistarar Napoli máttu þola 2-0 tap er liðið heimsótti Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Eftir atburðarmikinn fyrri hálfleik, þar sem sex gul spjöld fóru á loft, þar á meðal á þjálfarann Jose Mourinho, skriðu liðin inn til búningsherbrgja í stöðunni 0-0.

Gestirnir í Napoli komu sér svo í vesen eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Matteo Politano fékk að líta beint rautt spjald og meistararnir þurftu því að leika síðasta hálftíman manni færri.

Heimamenn nýttu sér liðsmuninn þegar Lorenzo Pellegrini kom Roma yfir á 76. mínútu áður en Victor Osimhen fékk að líta beint rautt spjald í liði Napoli tíu mínútum síðar og þar með voru úrslitin ráðin.

Romelu Lukaku bætti svo einu marki við fyrir Rómverja á sjöttu mínútu uppbótartíma til að gera endanlega út um leikinn og þar við sat.

Niðurstaðan því 2-0 sigur Roma sem nú situr í sjött sæti deildarinnar með 28 stig eftir 17 leiki, einu stigi meira en Napoli sem situr í sjöunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×