Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 19:31 Leifur Runólfsson er lögmaður föður drengjanna. Vísir Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. Drengirnir flugu til Noregs ásamt föður sínum, sem er íslenskur, í gærkvöldi. Lögmaður föðurins segir að um fagnaðarfundi hafi verið að ræða þegar drengirnir hittu föður sinn. „Ég var ekki vitni að því sjálfur, en miðað við það sem ég heyri þá voru þetta fagnaðarfundir,“ segir lögmaðurinn Leifur Runólfsson. Málinu sé nú lokið, hvað drengina sjálfa varðar. „Þeir eru komnir heim til sín. Faðir þeirra fer einn með forsjá og hefur gert í svolítinn tíma. Hvað það varðar er málinu lokið, en Edda bíður náttúrulega dóms í Noregi,“ segir Leifur. Edda Björk var handtekin á Íslandi í lok síðasta mánaðar. Hún kom með drengina þrjá hingað til lands frá Noregi með einkaflugvél í mars á síðasta ári, en föður þeirra hafði verið dæmd forsjá þeirra í Noregi. Edda var framseld til Noregs í upphafi þessa mánaðar, eftir að fallist var á framsal hennar á tveimur dómstigum. Réttarhöldum yfir Eddu er lokið en hún bíður nú dóms, þar sem saksóknarar fara fram á sautján mánaða fangelsisdóm yfir henni. Edda ásamt tveimur drengjanna. Sambýlismaður Eddu og sálfræðingur meðal kærðra Leifur segir að kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem að málinu komu hér á landi. Það er að segja, þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina meðan lögregla freistaði þess að finna þá og koma þeim til föður síns. „Ég mun væntanlega leggja fram bótakröfur í því máli, en ég á eftir að skoða það nánar, svo það sé sagt. En það sé sagt,“ segir Leifur. Þær kröfur muni beinast að þeim sem kunni að vera með stöðu sakbornings í málinu. Sambýlismaður Eddu hafi verið sérstaklega kærður, þar sem barnsfaðirinn telji hann hafa fjármagnað ferð Eddu frá Noregi til Íslands með drengina. „En það er lögreglunnar að sanna það, það er ekki okkar. Og svo var tiltekinn sálfræðingur kærður,“ segir Leifur. Leifur segir kæru ekki hafa verið lagða fram á hendur Hildi Sólveigu Pétursdóttur, lögmanni Eddu Bjarkar, sem var handtekin í gærkvöldi ásamt systur Eddu eftir að synir Eddu fundust. Leifur segist ekki hafa upplýsingar um af hverju Hildur var handtekin. Handtaka Hildar var harðlega gagnrýnd af lögmönnum lögmannstofunnar sem Hildur starfar á. Í yfirlýsingu sem stofan sendi frá sér í dag sagði engan vafa leika á því að lögreglan hefði farið yfir eðlileg og málefnaleg mörk með handtökunni, og hugsanlega gerst brotleg við lög. Sá yngsti hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Leifur segist hafa upplýsingar um að tveir drengjanna, sem eru tvíburar, hafi verið á einum stað en yngri bróðir þeirra á öðrum síðastliðnar tvær vikur. „Þannig að hann hafði ekki séð bræður sína í tvær vikur. Og þeir voru ekki vel hirtir þegar þeir fundust loksins. Voru í hálfónýtum fötum og það hafði ekki verið hugsað vel um þá virðist vera. Ekki að mati míns skjólstæðings, að minnsta kosti.“ Leifur segist þakklátur yfirvöldum fyrir að málinu sé loksins lokið. „Ég vona bara að það komi aldrei svona mál upp aftur.“ Mál Eddu Bjarkar Lögreglumál Noregur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira
Drengirnir flugu til Noregs ásamt föður sínum, sem er íslenskur, í gærkvöldi. Lögmaður föðurins segir að um fagnaðarfundi hafi verið að ræða þegar drengirnir hittu föður sinn. „Ég var ekki vitni að því sjálfur, en miðað við það sem ég heyri þá voru þetta fagnaðarfundir,“ segir lögmaðurinn Leifur Runólfsson. Málinu sé nú lokið, hvað drengina sjálfa varðar. „Þeir eru komnir heim til sín. Faðir þeirra fer einn með forsjá og hefur gert í svolítinn tíma. Hvað það varðar er málinu lokið, en Edda bíður náttúrulega dóms í Noregi,“ segir Leifur. Edda Björk var handtekin á Íslandi í lok síðasta mánaðar. Hún kom með drengina þrjá hingað til lands frá Noregi með einkaflugvél í mars á síðasta ári, en föður þeirra hafði verið dæmd forsjá þeirra í Noregi. Edda var framseld til Noregs í upphafi þessa mánaðar, eftir að fallist var á framsal hennar á tveimur dómstigum. Réttarhöldum yfir Eddu er lokið en hún bíður nú dóms, þar sem saksóknarar fara fram á sautján mánaða fangelsisdóm yfir henni. Edda ásamt tveimur drengjanna. Sambýlismaður Eddu og sálfræðingur meðal kærðra Leifur segir að kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem að málinu komu hér á landi. Það er að segja, þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina meðan lögregla freistaði þess að finna þá og koma þeim til föður síns. „Ég mun væntanlega leggja fram bótakröfur í því máli, en ég á eftir að skoða það nánar, svo það sé sagt. En það sé sagt,“ segir Leifur. Þær kröfur muni beinast að þeim sem kunni að vera með stöðu sakbornings í málinu. Sambýlismaður Eddu hafi verið sérstaklega kærður, þar sem barnsfaðirinn telji hann hafa fjármagnað ferð Eddu frá Noregi til Íslands með drengina. „En það er lögreglunnar að sanna það, það er ekki okkar. Og svo var tiltekinn sálfræðingur kærður,“ segir Leifur. Leifur segir kæru ekki hafa verið lagða fram á hendur Hildi Sólveigu Pétursdóttur, lögmanni Eddu Bjarkar, sem var handtekin í gærkvöldi ásamt systur Eddu eftir að synir Eddu fundust. Leifur segist ekki hafa upplýsingar um af hverju Hildur var handtekin. Handtaka Hildar var harðlega gagnrýnd af lögmönnum lögmannstofunnar sem Hildur starfar á. Í yfirlýsingu sem stofan sendi frá sér í dag sagði engan vafa leika á því að lögreglan hefði farið yfir eðlileg og málefnaleg mörk með handtökunni, og hugsanlega gerst brotleg við lög. Sá yngsti hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Leifur segist hafa upplýsingar um að tveir drengjanna, sem eru tvíburar, hafi verið á einum stað en yngri bróðir þeirra á öðrum síðastliðnar tvær vikur. „Þannig að hann hafði ekki séð bræður sína í tvær vikur. Og þeir voru ekki vel hirtir þegar þeir fundust loksins. Voru í hálfónýtum fötum og það hafði ekki verið hugsað vel um þá virðist vera. Ekki að mati míns skjólstæðings, að minnsta kosti.“ Leifur segist þakklátur yfirvöldum fyrir að málinu sé loksins lokið. „Ég vona bara að það komi aldrei svona mál upp aftur.“
Mál Eddu Bjarkar Lögreglumál Noregur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira