Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. desember 2023 17:45 Icelandair-vélin var á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum Vísir/Vilhelm Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. Icelandair bíður eftir heimild til að ferja flugvél sína á annan flugvöll í Indlandi þar sem á að ljúka viðgerðum á vélinni. Það segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, í svari til fréttastofu um málið. Greint var frá því í síðasta mánuði að afturhluti flugvélar Icelandair hafi strokist við flugbraut í lendingu á á Lal Bahadur Shastri flugvelli í Varanasi á Indlandi. Atvikið átt sér stað þann 10. nóvember síðastliðinn. Í svari Icelandair um málið kom fram að flugvirkjar hafi verið með í ferðinni sem hófust strax handa við að meta tjónið og skipuleggja viðgerð. „Skemmdir voru ekki miklar en bráðabirgðaviðgerð tók nokkurn tíma þar sem flugvöllurinn er lítill og ekki mikil aðstaða til þess að sinna viðgerðunum. Nú er beðið eftir heimild til þess að ferja flugvélina á annan flugvöll þar sem lokið verður við viðgerð,“ segir Guðni. Atvikið var strax tilkynnt bæði Samgöngustofu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA). „Flugrekandinn tilkynnti svokallað „tailstrike“ á B757-200 flugvél á Indlandi til RNSA föstudaginn 10. nóvember, sem er sami dagur og atvikið varð. Samkvæmt verklagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), þá tilkynnti RNSA atvikið til rannsóknarnefndar flugslysa í Indlandi sama dag,“ sagði í svari til fréttastofu frá RNSA fyrir um mánuði síðan. Málið er til rannsóknar hjá indverskum yfirvöldum en RNSA aðstoðar við rannsóknina. Fréttir af flugi Indland Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Icelandair bíður eftir heimild til að ferja flugvél sína á annan flugvöll í Indlandi þar sem á að ljúka viðgerðum á vélinni. Það segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, í svari til fréttastofu um málið. Greint var frá því í síðasta mánuði að afturhluti flugvélar Icelandair hafi strokist við flugbraut í lendingu á á Lal Bahadur Shastri flugvelli í Varanasi á Indlandi. Atvikið átt sér stað þann 10. nóvember síðastliðinn. Í svari Icelandair um málið kom fram að flugvirkjar hafi verið með í ferðinni sem hófust strax handa við að meta tjónið og skipuleggja viðgerð. „Skemmdir voru ekki miklar en bráðabirgðaviðgerð tók nokkurn tíma þar sem flugvöllurinn er lítill og ekki mikil aðstaða til þess að sinna viðgerðunum. Nú er beðið eftir heimild til þess að ferja flugvélina á annan flugvöll þar sem lokið verður við viðgerð,“ segir Guðni. Atvikið var strax tilkynnt bæði Samgöngustofu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA). „Flugrekandinn tilkynnti svokallað „tailstrike“ á B757-200 flugvél á Indlandi til RNSA föstudaginn 10. nóvember, sem er sami dagur og atvikið varð. Samkvæmt verklagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), þá tilkynnti RNSA atvikið til rannsóknarnefndar flugslysa í Indlandi sama dag,“ sagði í svari til fréttastofu frá RNSA fyrir um mánuði síðan. Málið er til rannsóknar hjá indverskum yfirvöldum en RNSA aðstoðar við rannsóknina.
Fréttir af flugi Indland Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira