Sjá til hve margir koma fram undir nafni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 15:01 Einar Þór var tilnefndur fyrir handrit ársins á Eddunni í fyrra. Tilnefningin var vegna handritsins að Korter yfir sjö sem fjallaði um verkfallið 1955 í Reykjavík. Eddan Heimildarmyndagerðarmaður segir umræða um forsjár- og umgengnismál fasta í kynjafræðivinkli hér á landi. Heimildarmynd er í fjármögnun en ekki tímabært að greina frá því hverjir standi að baki myndinni enda sé umfjöllunarefnið sérstaklega viðkvæmt. Klemma - Heimildarmynd um foreldraútilokun og forsjár- og umgengnismál á Íslandi er komin í fjármögnunarferli á Karolinafund.com. Þar stendur til að safna tíu þúsund evrum, um einni og hálfri milljón. Viðkvæm mál „Myndin hefur verið í popparanum í nokkurn tíma. Handrita- og hugmyndavinna er langt komin. Mesta púðrið fer í það,“ segir Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður. Stefnt sé á að fara á fullt í framleiðslu eftir áramót. Aðspurður hverjir séu á bak við myndina segir Einar Þór ekki tímabært að greina frá því. „Ekki eins og stendur því það eru svo margir sem eru tengdir þessu með mál í gangi í kerfinu,“ segir Einar Þór. Málni séu eðli máls samkvæmt viðkvæm, þau tengist fjölskyldum og börnum svo stefnt sé á að stíga varlega til jarðar. „Þetta er um tíu manna hópur. Við sjáum til hve margir koma fram undir nafni.“ Forsjár- og umgengnismál hafa verið nokkuð til umfjöllunar undanfarnar vikur ekki síst vegna máls yfir landamæri þar sem íslenskir foreldrar í Noregi og Íslandi deila um börnin sín fyrir dómstólum. Einar Þór segir tilviljun að vinnsla myndarinnar vekji athygli á sama tíma og slík mál séu fyrir augum landsmanna. Einar Þór finnur fyrir töluverðum viðbrögðum vegna myndarinnar sem sé í smíðum. „Það virðist vera mikil undiralda í þessum málaflokki.“ Fyrst og fremst fræðslumynd Hann leggur áherslu á að um fræðslumynd sé að ræða. Málefnið sé mjög flókið og viðkvæmt að svo mörgu leyti. Reynt hafi verið að sækja um styrk fyrir heimildarmynd fyrir tveimur árum en það gengið frekar treglega. Nú sé lagt upp með meiri fræðilega áherslu á umfjöllunarefnið. Ýmislegt flæki málin og þá sérstaklega hve kynjapólitískt umfjöllunarefnið sé. „Þetta er dálítið fast í kynjafræðivinkli, sem er ekki gott að mínu mati.“ Einar Þór er nokkuð reynslumikill þegar kemur að heimildarmyndagerð. Fyrsta myndin var um leitarhunda árði 1997 og tengdist snjóflóðunum á Flateyri. „Vinir mínir voru í leitarhundabransanum,“ segir Einar Þór sem rekur ættir sínar til Flateyrar og Önundarfjarðar á Vestfjörðum. Síðan hefur hann gert nokkrar heimildarmyndir, síðustu tvær um verkföll hér á landi. Nú sé komið að umgengnismálum. „Ég þekki fullt af fólki sem hefur lent í tálmun á síðustu árum,“ segir Einar Þór aðspurður hvernig efnið hafi orðið fyrir valinu. Hann segist líklega hafa reynt að hætta kvikmyndagerð jafnoft og hann hefur reynt að hætta að reykja. Þetta sé samt fíkn, hann sogist alltaf aftur inn. Tvær kynningarstiklur úr myndinni má sjá hér að ofan. Söfnunin hófst í fyrradag og hafa 260 evrur safnast þegar fréttin er skrifuð. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Kvikmyndagerð á Íslandi Fjölskyldumál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Klemma - Heimildarmynd um foreldraútilokun og forsjár- og umgengnismál á Íslandi er komin í fjármögnunarferli á Karolinafund.com. Þar stendur til að safna tíu þúsund evrum, um einni og hálfri milljón. Viðkvæm mál „Myndin hefur verið í popparanum í nokkurn tíma. Handrita- og hugmyndavinna er langt komin. Mesta púðrið fer í það,“ segir Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður. Stefnt sé á að fara á fullt í framleiðslu eftir áramót. Aðspurður hverjir séu á bak við myndina segir Einar Þór ekki tímabært að greina frá því. „Ekki eins og stendur því það eru svo margir sem eru tengdir þessu með mál í gangi í kerfinu,“ segir Einar Þór. Málni séu eðli máls samkvæmt viðkvæm, þau tengist fjölskyldum og börnum svo stefnt sé á að stíga varlega til jarðar. „Þetta er um tíu manna hópur. Við sjáum til hve margir koma fram undir nafni.“ Forsjár- og umgengnismál hafa verið nokkuð til umfjöllunar undanfarnar vikur ekki síst vegna máls yfir landamæri þar sem íslenskir foreldrar í Noregi og Íslandi deila um börnin sín fyrir dómstólum. Einar Þór segir tilviljun að vinnsla myndarinnar vekji athygli á sama tíma og slík mál séu fyrir augum landsmanna. Einar Þór finnur fyrir töluverðum viðbrögðum vegna myndarinnar sem sé í smíðum. „Það virðist vera mikil undiralda í þessum málaflokki.“ Fyrst og fremst fræðslumynd Hann leggur áherslu á að um fræðslumynd sé að ræða. Málefnið sé mjög flókið og viðkvæmt að svo mörgu leyti. Reynt hafi verið að sækja um styrk fyrir heimildarmynd fyrir tveimur árum en það gengið frekar treglega. Nú sé lagt upp með meiri fræðilega áherslu á umfjöllunarefnið. Ýmislegt flæki málin og þá sérstaklega hve kynjapólitískt umfjöllunarefnið sé. „Þetta er dálítið fast í kynjafræðivinkli, sem er ekki gott að mínu mati.“ Einar Þór er nokkuð reynslumikill þegar kemur að heimildarmyndagerð. Fyrsta myndin var um leitarhunda árði 1997 og tengdist snjóflóðunum á Flateyri. „Vinir mínir voru í leitarhundabransanum,“ segir Einar Þór sem rekur ættir sínar til Flateyrar og Önundarfjarðar á Vestfjörðum. Síðan hefur hann gert nokkrar heimildarmyndir, síðustu tvær um verkföll hér á landi. Nú sé komið að umgengnismálum. „Ég þekki fullt af fólki sem hefur lent í tálmun á síðustu árum,“ segir Einar Þór aðspurður hvernig efnið hafi orðið fyrir valinu. Hann segist líklega hafa reynt að hætta kvikmyndagerð jafnoft og hann hefur reynt að hætta að reykja. Þetta sé samt fíkn, hann sogist alltaf aftur inn. Tvær kynningarstiklur úr myndinni má sjá hér að ofan. Söfnunin hófst í fyrradag og hafa 260 evrur safnast þegar fréttin er skrifuð.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Kvikmyndagerð á Íslandi Fjölskyldumál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira