Sjá til hve margir koma fram undir nafni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 15:01 Einar Þór var tilnefndur fyrir handrit ársins á Eddunni í fyrra. Tilnefningin var vegna handritsins að Korter yfir sjö sem fjallaði um verkfallið 1955 í Reykjavík. Eddan Heimildarmyndagerðarmaður segir umræða um forsjár- og umgengnismál fasta í kynjafræðivinkli hér á landi. Heimildarmynd er í fjármögnun en ekki tímabært að greina frá því hverjir standi að baki myndinni enda sé umfjöllunarefnið sérstaklega viðkvæmt. Klemma - Heimildarmynd um foreldraútilokun og forsjár- og umgengnismál á Íslandi er komin í fjármögnunarferli á Karolinafund.com. Þar stendur til að safna tíu þúsund evrum, um einni og hálfri milljón. Viðkvæm mál „Myndin hefur verið í popparanum í nokkurn tíma. Handrita- og hugmyndavinna er langt komin. Mesta púðrið fer í það,“ segir Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður. Stefnt sé á að fara á fullt í framleiðslu eftir áramót. Aðspurður hverjir séu á bak við myndina segir Einar Þór ekki tímabært að greina frá því. „Ekki eins og stendur því það eru svo margir sem eru tengdir þessu með mál í gangi í kerfinu,“ segir Einar Þór. Málni séu eðli máls samkvæmt viðkvæm, þau tengist fjölskyldum og börnum svo stefnt sé á að stíga varlega til jarðar. „Þetta er um tíu manna hópur. Við sjáum til hve margir koma fram undir nafni.“ Forsjár- og umgengnismál hafa verið nokkuð til umfjöllunar undanfarnar vikur ekki síst vegna máls yfir landamæri þar sem íslenskir foreldrar í Noregi og Íslandi deila um börnin sín fyrir dómstólum. Einar Þór segir tilviljun að vinnsla myndarinnar vekji athygli á sama tíma og slík mál séu fyrir augum landsmanna. Einar Þór finnur fyrir töluverðum viðbrögðum vegna myndarinnar sem sé í smíðum. „Það virðist vera mikil undiralda í þessum málaflokki.“ Fyrst og fremst fræðslumynd Hann leggur áherslu á að um fræðslumynd sé að ræða. Málefnið sé mjög flókið og viðkvæmt að svo mörgu leyti. Reynt hafi verið að sækja um styrk fyrir heimildarmynd fyrir tveimur árum en það gengið frekar treglega. Nú sé lagt upp með meiri fræðilega áherslu á umfjöllunarefnið. Ýmislegt flæki málin og þá sérstaklega hve kynjapólitískt umfjöllunarefnið sé. „Þetta er dálítið fast í kynjafræðivinkli, sem er ekki gott að mínu mati.“ Einar Þór er nokkuð reynslumikill þegar kemur að heimildarmyndagerð. Fyrsta myndin var um leitarhunda árði 1997 og tengdist snjóflóðunum á Flateyri. „Vinir mínir voru í leitarhundabransanum,“ segir Einar Þór sem rekur ættir sínar til Flateyrar og Önundarfjarðar á Vestfjörðum. Síðan hefur hann gert nokkrar heimildarmyndir, síðustu tvær um verkföll hér á landi. Nú sé komið að umgengnismálum. „Ég þekki fullt af fólki sem hefur lent í tálmun á síðustu árum,“ segir Einar Þór aðspurður hvernig efnið hafi orðið fyrir valinu. Hann segist líklega hafa reynt að hætta kvikmyndagerð jafnoft og hann hefur reynt að hætta að reykja. Þetta sé samt fíkn, hann sogist alltaf aftur inn. Tvær kynningarstiklur úr myndinni má sjá hér að ofan. Söfnunin hófst í fyrradag og hafa 260 evrur safnast þegar fréttin er skrifuð. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Kvikmyndagerð á Íslandi Fjölskyldumál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Klemma - Heimildarmynd um foreldraútilokun og forsjár- og umgengnismál á Íslandi er komin í fjármögnunarferli á Karolinafund.com. Þar stendur til að safna tíu þúsund evrum, um einni og hálfri milljón. Viðkvæm mál „Myndin hefur verið í popparanum í nokkurn tíma. Handrita- og hugmyndavinna er langt komin. Mesta púðrið fer í það,“ segir Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður. Stefnt sé á að fara á fullt í framleiðslu eftir áramót. Aðspurður hverjir séu á bak við myndina segir Einar Þór ekki tímabært að greina frá því. „Ekki eins og stendur því það eru svo margir sem eru tengdir þessu með mál í gangi í kerfinu,“ segir Einar Þór. Málni séu eðli máls samkvæmt viðkvæm, þau tengist fjölskyldum og börnum svo stefnt sé á að stíga varlega til jarðar. „Þetta er um tíu manna hópur. Við sjáum til hve margir koma fram undir nafni.“ Forsjár- og umgengnismál hafa verið nokkuð til umfjöllunar undanfarnar vikur ekki síst vegna máls yfir landamæri þar sem íslenskir foreldrar í Noregi og Íslandi deila um börnin sín fyrir dómstólum. Einar Þór segir tilviljun að vinnsla myndarinnar vekji athygli á sama tíma og slík mál séu fyrir augum landsmanna. Einar Þór finnur fyrir töluverðum viðbrögðum vegna myndarinnar sem sé í smíðum. „Það virðist vera mikil undiralda í þessum málaflokki.“ Fyrst og fremst fræðslumynd Hann leggur áherslu á að um fræðslumynd sé að ræða. Málefnið sé mjög flókið og viðkvæmt að svo mörgu leyti. Reynt hafi verið að sækja um styrk fyrir heimildarmynd fyrir tveimur árum en það gengið frekar treglega. Nú sé lagt upp með meiri fræðilega áherslu á umfjöllunarefnið. Ýmislegt flæki málin og þá sérstaklega hve kynjapólitískt umfjöllunarefnið sé. „Þetta er dálítið fast í kynjafræðivinkli, sem er ekki gott að mínu mati.“ Einar Þór er nokkuð reynslumikill þegar kemur að heimildarmyndagerð. Fyrsta myndin var um leitarhunda árði 1997 og tengdist snjóflóðunum á Flateyri. „Vinir mínir voru í leitarhundabransanum,“ segir Einar Þór sem rekur ættir sínar til Flateyrar og Önundarfjarðar á Vestfjörðum. Síðan hefur hann gert nokkrar heimildarmyndir, síðustu tvær um verkföll hér á landi. Nú sé komið að umgengnismálum. „Ég þekki fullt af fólki sem hefur lent í tálmun á síðustu árum,“ segir Einar Þór aðspurður hvernig efnið hafi orðið fyrir valinu. Hann segist líklega hafa reynt að hætta kvikmyndagerð jafnoft og hann hefur reynt að hætta að reykja. Þetta sé samt fíkn, hann sogist alltaf aftur inn. Tvær kynningarstiklur úr myndinni má sjá hér að ofan. Söfnunin hófst í fyrradag og hafa 260 evrur safnast þegar fréttin er skrifuð.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Kvikmyndagerð á Íslandi Fjölskyldumál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira