Anna og Jón algengust Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 11:12 Í nýju myndbandi Hagstofunnar er farið yfir þróun helstu hagtalna á árinu. Vísir/Vilhelm Algengustu nöfnin, meðalaldur þjóðarinnar, hagvöxtur og mannfjöldaþróun er meðal þess sem tekið er saman í jóla-og áramótamyndbandi Hagstofunnar. Í myndbandinu þar sem farið er yfir þróun helstu hagtalna á árinu kemur meðal annars fram að Anna sé vinsælasta kvenmannsnafn landsins. Líkt og greint var frá í byrjun árs er þetta í fyrsta sinn sem Guðrúnu er steypt af stóli sem vinsælasta kvenmannsnafninu. Þriðja vinsælasta kvenmannsnafnið er Kristín. Af karlmannsnöfnum er Jón vinsælasta karlmannsnafnið, Sigurður í öðru sæti og Guðmundur í því þriðja. 400 þúsunda múrinn nálgast óðfluga Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund, í september hafði þeim fjölgað um níu þúsund og voru þá tæplega 397 þúsund. Þar af bluggu 250 þúsund á höfuðborgarsvæðinu en 145 þúsund á landsbyggðinni. Tæplega 73 þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi í lok september, 18% landsmanna. Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund en nær 400 þúsund í lok árs. Hagstofan Í myndbandinu er einnig vikið að ævilengd landsmanna, en þar kemur fram að íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Þetta merkir að íslendingar eru einna langlífastir evrópuþjóða. Íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Hagstofan Dró úr atvinnuleysi annað árið í röð Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Hagstofan Verðbólgan hélst mikil en tók aðeins að hjaðna upp úr miðju ári. Á sama tíma hækkuðu helstu neysluvörur og vextir fóru hækkandi. Annað árið í röð dró úr atvinnuleysi á sama tíma og starfandi fólki fjölgaði. Hagvöxtur hefur verið mikill undanfarið tvö ár og á fyrri hluta þessa árs. Á seinni hluta ársins hægðist hins vegar á miklum vexti efnahagslífsins, einkum innlendri neyslu. Hér er hægt að sjá myndband Hagstofunnar í heild sinni: Mannfjöldi Mannanöfn Fréttir ársins 2023 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Í myndbandinu þar sem farið er yfir þróun helstu hagtalna á árinu kemur meðal annars fram að Anna sé vinsælasta kvenmannsnafn landsins. Líkt og greint var frá í byrjun árs er þetta í fyrsta sinn sem Guðrúnu er steypt af stóli sem vinsælasta kvenmannsnafninu. Þriðja vinsælasta kvenmannsnafnið er Kristín. Af karlmannsnöfnum er Jón vinsælasta karlmannsnafnið, Sigurður í öðru sæti og Guðmundur í því þriðja. 400 þúsunda múrinn nálgast óðfluga Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund, í september hafði þeim fjölgað um níu þúsund og voru þá tæplega 397 þúsund. Þar af bluggu 250 þúsund á höfuðborgarsvæðinu en 145 þúsund á landsbyggðinni. Tæplega 73 þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi í lok september, 18% landsmanna. Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund en nær 400 þúsund í lok árs. Hagstofan Í myndbandinu er einnig vikið að ævilengd landsmanna, en þar kemur fram að íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Þetta merkir að íslendingar eru einna langlífastir evrópuþjóða. Íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Hagstofan Dró úr atvinnuleysi annað árið í röð Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Hagstofan Verðbólgan hélst mikil en tók aðeins að hjaðna upp úr miðju ári. Á sama tíma hækkuðu helstu neysluvörur og vextir fóru hækkandi. Annað árið í röð dró úr atvinnuleysi á sama tíma og starfandi fólki fjölgaði. Hagvöxtur hefur verið mikill undanfarið tvö ár og á fyrri hluta þessa árs. Á seinni hluta ársins hægðist hins vegar á miklum vexti efnahagslífsins, einkum innlendri neyslu. Hér er hægt að sjá myndband Hagstofunnar í heild sinni:
Mannfjöldi Mannanöfn Fréttir ársins 2023 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira