Byrjar sitt 36. tímabil í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 14:15 Jaromir Jagr átti langan og stórmerkilegan feril í NHL deildinni en hann er hvergi nærri hættur. Getty/Gerry Thomas Tékkneski íshokkímaðurinn Jaromir Jagr spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í vikunni. Það er stórmerkilegur áfangi enda kappinn orðinn 51 árs gamall. Jagr er að spila með heimaliði sínu Kladno Knights í tékknesku deildinni. Hann átti eina stoðsendingu í 4-3 tapi þar sem liðið hans náði að jafna í 3-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. NHL legend and ex-Rangers star Jaromir Jagr begins 36th pro season at age 51 https://t.co/YbJoM1ZjyV pic.twitter.com/nAclIClavB— New York Post (@nypost) December 21, 2023 Þetta er hans 36. tímabil í atvinnumennsku og hann spilaði í þrettán mínútur og 44 sekúndur. Þetta er reyndar 26. leikur Kladno Knights á tímabilinu en Jagr er þekktur fyrir að byrja seint að spila. Hann byrjaði í 27. leik í fyrra. Jagr er þekktastur fyrir feril sinn í bandarísku NHL-deildinni enda einn sá besti sem hefur spilað í henni. Hann hóf sinn atvinnumannaferil með Kladno Knights sem táningur og snéri aftur til félagsins árið 2018. Hann er síðan eigandi tékkneska félagsins í dag. Ferill hans í NHL-deildinni var stórmerkilegur en hann er í öðru sæti yfir þá sem hafa búið til flest mörk í deildinni. Enginn hefur skorað fleiri sigurmörk og hann er sá elsti til að skora þrennu í deildinni. Hann spilaði í NHL frá 1990 til 2018 og náði tvisvar sinum að verða Stanley meistari. Hann var alls með 766 mörk og 1155 stoðsendingar í 1733 leikjum í deildinni. Jagr varð einnig tvisvar heimsmeistari með Tékkum, 2005 og 2010 og vann líka Ólympíugull í Nagano 1998. Jaromir Jagr out here putting up points at 51 years old. Unreal (via @telhcz) pic.twitter.com/vHDiEYqwEf— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) December 20, 2023 Íshokkí Tékkland Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira
Jagr er að spila með heimaliði sínu Kladno Knights í tékknesku deildinni. Hann átti eina stoðsendingu í 4-3 tapi þar sem liðið hans náði að jafna í 3-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. NHL legend and ex-Rangers star Jaromir Jagr begins 36th pro season at age 51 https://t.co/YbJoM1ZjyV pic.twitter.com/nAclIClavB— New York Post (@nypost) December 21, 2023 Þetta er hans 36. tímabil í atvinnumennsku og hann spilaði í þrettán mínútur og 44 sekúndur. Þetta er reyndar 26. leikur Kladno Knights á tímabilinu en Jagr er þekktur fyrir að byrja seint að spila. Hann byrjaði í 27. leik í fyrra. Jagr er þekktastur fyrir feril sinn í bandarísku NHL-deildinni enda einn sá besti sem hefur spilað í henni. Hann hóf sinn atvinnumannaferil með Kladno Knights sem táningur og snéri aftur til félagsins árið 2018. Hann er síðan eigandi tékkneska félagsins í dag. Ferill hans í NHL-deildinni var stórmerkilegur en hann er í öðru sæti yfir þá sem hafa búið til flest mörk í deildinni. Enginn hefur skorað fleiri sigurmörk og hann er sá elsti til að skora þrennu í deildinni. Hann spilaði í NHL frá 1990 til 2018 og náði tvisvar sinum að verða Stanley meistari. Hann var alls með 766 mörk og 1155 stoðsendingar í 1733 leikjum í deildinni. Jagr varð einnig tvisvar heimsmeistari með Tékkum, 2005 og 2010 og vann líka Ólympíugull í Nagano 1998. Jaromir Jagr out here putting up points at 51 years old. Unreal (via @telhcz) pic.twitter.com/vHDiEYqwEf— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) December 20, 2023
Íshokkí Tékkland Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira