Mátti svipta bræðurna að Brimnesi öllum nautgripum Árni Sæberg skrifar 21. desember 2023 13:11 Þessi mynd er frá árinu 2017, þegar bræðurnir voru einnig sviptir nautgripum. Vísir/Sveinn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af öllum kröfum tveggja bænda, sem Matvælastofnun svipti vörslum allra 137 nautgripa þeirra árin 2021 og 2022. Þetta segir í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í gær. Þar segir að þeir Arnar og Kjartan Gústafssynir, sem hafa um áratugaskeið, haldið bú að Brimnesi í Dalvíkurbyggð, hafi höfðað mál á hendur ríkinu til viðurkenningar skaðabótaskylda þess vegna fjárhagstjóns þeirra af ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu allra nautgripa stefnenda á búi þeirra 9. september 2021 og 28. janúar 2022 og af framkvæmd vörslusviptingarinnar og vegna missis þess hagnaðar sem þeir hefðu notið ef ekki hefði komið til þeirrar vörslusviptingar. Þá hafi þeir einnig krafist miskabóta úr hendi ríkissins vegna aðgerða Matvælastofnunar. Ekki í fyrsta sinn sem bræðurnir eru sviptir búfénaði Matvælastofnun hefur áður haft afskipti af bræðrunum í Brimnesi vegna aðbúnað dýra á bænum. Árið 2017 lagði MAST til að mynda hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Bræðurnir sögðu þá að þeir væru ósáttir við aðferðir MAST og að stofnunin hafi gengið of langt. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Arnar Gústafsson á sínum tíma. Lengi verið undir smásjá Í tilkynningu á vef MAST segir að málið nú hafi átt sér langan aðdraganda og stofnunin hefði árum saman sett út á meðferð gripanna, aðbúnað þeirra, byggingar og búnað og ekki síst skort á eigin eftirliti bændanna og stöðugt krafist úrbóta. Búið að Brimnesi.Vísir/Sveinn Stofnunin hefði loks komist að þeirri niðurstöðu að verulega skorti á getu, hæfni og ábyrgð bændanna til að tryggja velferð dýranna. Bændurnir hafi kært hina fyrirhuguðu vörslusviptingu til matvælaráðuneytis sem hafi staðfest hana nokkrum dögum áður áður en hún var framkvæmd. Tókst ekki að sanna tjón sitt Þá segir að öllum kröfum bændanna hafi verið hafnað og í dóminum segi að þeim hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir fullyrðingum sínum um ólögmæta og saknæma háttsemi starfsmanna Matvælastofnunar sem hafi valdið þeim tjóni og bakað þar með íslenska ríkinu skaðabótaskyldu. Hafi bændurnir orðið fyrir slíku tjóni verði að telja orsök þess vera þá að þeir sinntu ekki lögmætum úrbótakröfum sem leiddi til þess að þeir voru sviptir vörslum dýranna. Á slíku tjóni geti ekki aðrir en þeir sjálfir borið ábyrgð. Ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu á 137 nautgripum og framkvæmd hennar hafi verið í fullu samræmi við lög um velferð dýra, stjórnsýslulög og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Dalvíkurbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dómsmál Tengdar fréttir Lambalát greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð Matvælastofnun segir að ekki hafi enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. 10. apríl 2015 16:19 Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þetta segir í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í gær. Þar segir að þeir Arnar og Kjartan Gústafssynir, sem hafa um áratugaskeið, haldið bú að Brimnesi í Dalvíkurbyggð, hafi höfðað mál á hendur ríkinu til viðurkenningar skaðabótaskylda þess vegna fjárhagstjóns þeirra af ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu allra nautgripa stefnenda á búi þeirra 9. september 2021 og 28. janúar 2022 og af framkvæmd vörslusviptingarinnar og vegna missis þess hagnaðar sem þeir hefðu notið ef ekki hefði komið til þeirrar vörslusviptingar. Þá hafi þeir einnig krafist miskabóta úr hendi ríkissins vegna aðgerða Matvælastofnunar. Ekki í fyrsta sinn sem bræðurnir eru sviptir búfénaði Matvælastofnun hefur áður haft afskipti af bræðrunum í Brimnesi vegna aðbúnað dýra á bænum. Árið 2017 lagði MAST til að mynda hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Bræðurnir sögðu þá að þeir væru ósáttir við aðferðir MAST og að stofnunin hafi gengið of langt. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Arnar Gústafsson á sínum tíma. Lengi verið undir smásjá Í tilkynningu á vef MAST segir að málið nú hafi átt sér langan aðdraganda og stofnunin hefði árum saman sett út á meðferð gripanna, aðbúnað þeirra, byggingar og búnað og ekki síst skort á eigin eftirliti bændanna og stöðugt krafist úrbóta. Búið að Brimnesi.Vísir/Sveinn Stofnunin hefði loks komist að þeirri niðurstöðu að verulega skorti á getu, hæfni og ábyrgð bændanna til að tryggja velferð dýranna. Bændurnir hafi kært hina fyrirhuguðu vörslusviptingu til matvælaráðuneytis sem hafi staðfest hana nokkrum dögum áður áður en hún var framkvæmd. Tókst ekki að sanna tjón sitt Þá segir að öllum kröfum bændanna hafi verið hafnað og í dóminum segi að þeim hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir fullyrðingum sínum um ólögmæta og saknæma háttsemi starfsmanna Matvælastofnunar sem hafi valdið þeim tjóni og bakað þar með íslenska ríkinu skaðabótaskyldu. Hafi bændurnir orðið fyrir slíku tjóni verði að telja orsök þess vera þá að þeir sinntu ekki lögmætum úrbótakröfum sem leiddi til þess að þeir voru sviptir vörslum dýranna. Á slíku tjóni geti ekki aðrir en þeir sjálfir borið ábyrgð. Ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu á 137 nautgripum og framkvæmd hennar hafi verið í fullu samræmi við lög um velferð dýra, stjórnsýslulög og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar.
Dalvíkurbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dómsmál Tengdar fréttir Lambalát greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð Matvælastofnun segir að ekki hafi enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. 10. apríl 2015 16:19 Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Lambalát greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð Matvælastofnun segir að ekki hafi enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. 10. apríl 2015 16:19
Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30