Letrið of smátt og lýsingarorðin of jákvætt hlaðin Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 11:04 Í svörum GS Verslana var meðal annars tekið fram að félagið hafi mögulega ekki kynnt sér nægilega vel hvernig megi og megi ekki auglýsa nikótínvörur. GS Búllan Mat Neytendastofu er að GS Verslanir ehf, rekstraraðila GS Búlluna, hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Hefur félaginu verið bannað að birta auglýsingarnar. Þetta er niðurstaða Neytendastofu, en ákvörðun vegna auglýsinga GS Veralana hefur nú verið birt þar sem fjallað er um auglýsingar á samfélagsmiðlum félagsins, utan á versluninni og á vefsíðunni gsbullan.is. „Er það niðurstaðar stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Undir myndböndum, með hvetjandi lýsingum um vinsældir vörunnar eða verðlækkunum, voru hlekkir sem leiddu beint á umræddar vörur sem Neytendastofa taldi fela í sér ólögmæta auglýsingu á þeim. Benti stofnunin á að verslunum væri óheimilt að auglýsa sjálfar vörurnar á samfélagsmiðlum, óháð því hvort þær væru í forgrunni eða bakgrunni auglýsingarinnar,“ segir á vef Neytendastofu. Úr ákvörðun Neytendastofu: Í lýsingum félagsins var stuðst við lýsingarorð á borð við „ferskt“, „bragðgóðar“, „kröftugar“, „bragðast vel“, „ein af okkar vinsælustu vörum“, „sparaðu þér núna“ o.s.frv. Þá voru jafnframt að finna lýsingar á ensku við ákveðnar vörur, t.a.m. „perfect balance“, „limited edition“, „explosion of flavour“, „luscious“ o.s.frv. Í svörum GS Verslana var meðal annars tekið fram að félagið hafi mögulega ekki kynnt sér nægilega vel hvernig megi og megi ekki auglýsa nikótínvörur og að félagið gæti þar af leiðandi skarast á við þær reglur. Bent var á að félagið hafi í gegnum árin séð að sambærilegar verslanir auglýst á samfélagsmiðlum, eins og t.d. Facebook, Instagram og TikTok, nikótínvörur bæði með myndum og myndskeiðum, og þar af leiðandi mögulega ekki kynnt sér þær reglugerðir nægilega vel. Smátt letur og jákvætt hlaðin lýsingarorð Á vef Neytendastofu segir það sé mat stofnunarinnar að dósir framan á verslun félagsins brjóti gegn auglýsingabanni nikótínvara. „Þrátt fyrir að dósirnar séu merktar sem „nikótín lausar“ sé letrið svo smátt að það sjáist varla fyrr en komið er upp að versluninni. Hins vegar sjáist greinilega nafn framleiðanda vörunnar sem býður breytt úrval af púðum með nikótíni í sambærilegum umbúðum. 'Að lokum er það niðurstaða stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn bannákvæðinu með því að birta jákvætt hlaðin lýsingarorð um einkenni og bragð ákveðinna nikótínvara, rafretta og áfyllinga fyrir þær á vefsíðu sinni. Bannaði Neytendastofa GS Verslunum að viðhafa framangreinda viðskiptahætti og veitti félaginu fjögurra vikna frest til að fjarlægja markaðsefnið sem fjallað er um,“ segir á vef Neytendastofu. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Þetta er niðurstaða Neytendastofu, en ákvörðun vegna auglýsinga GS Veralana hefur nú verið birt þar sem fjallað er um auglýsingar á samfélagsmiðlum félagsins, utan á versluninni og á vefsíðunni gsbullan.is. „Er það niðurstaðar stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Undir myndböndum, með hvetjandi lýsingum um vinsældir vörunnar eða verðlækkunum, voru hlekkir sem leiddu beint á umræddar vörur sem Neytendastofa taldi fela í sér ólögmæta auglýsingu á þeim. Benti stofnunin á að verslunum væri óheimilt að auglýsa sjálfar vörurnar á samfélagsmiðlum, óháð því hvort þær væru í forgrunni eða bakgrunni auglýsingarinnar,“ segir á vef Neytendastofu. Úr ákvörðun Neytendastofu: Í lýsingum félagsins var stuðst við lýsingarorð á borð við „ferskt“, „bragðgóðar“, „kröftugar“, „bragðast vel“, „ein af okkar vinsælustu vörum“, „sparaðu þér núna“ o.s.frv. Þá voru jafnframt að finna lýsingar á ensku við ákveðnar vörur, t.a.m. „perfect balance“, „limited edition“, „explosion of flavour“, „luscious“ o.s.frv. Í svörum GS Verslana var meðal annars tekið fram að félagið hafi mögulega ekki kynnt sér nægilega vel hvernig megi og megi ekki auglýsa nikótínvörur og að félagið gæti þar af leiðandi skarast á við þær reglur. Bent var á að félagið hafi í gegnum árin séð að sambærilegar verslanir auglýst á samfélagsmiðlum, eins og t.d. Facebook, Instagram og TikTok, nikótínvörur bæði með myndum og myndskeiðum, og þar af leiðandi mögulega ekki kynnt sér þær reglugerðir nægilega vel. Smátt letur og jákvætt hlaðin lýsingarorð Á vef Neytendastofu segir það sé mat stofnunarinnar að dósir framan á verslun félagsins brjóti gegn auglýsingabanni nikótínvara. „Þrátt fyrir að dósirnar séu merktar sem „nikótín lausar“ sé letrið svo smátt að það sjáist varla fyrr en komið er upp að versluninni. Hins vegar sjáist greinilega nafn framleiðanda vörunnar sem býður breytt úrval af púðum með nikótíni í sambærilegum umbúðum. 'Að lokum er það niðurstaða stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn bannákvæðinu með því að birta jákvætt hlaðin lýsingarorð um einkenni og bragð ákveðinna nikótínvara, rafretta og áfyllinga fyrir þær á vefsíðu sinni. Bannaði Neytendastofa GS Verslunum að viðhafa framangreinda viðskiptahætti og veitti félaginu fjögurra vikna frest til að fjarlægja markaðsefnið sem fjallað er um,“ segir á vef Neytendastofu.
Úr ákvörðun Neytendastofu: Í lýsingum félagsins var stuðst við lýsingarorð á borð við „ferskt“, „bragðgóðar“, „kröftugar“, „bragðast vel“, „ein af okkar vinsælustu vörum“, „sparaðu þér núna“ o.s.frv. Þá voru jafnframt að finna lýsingar á ensku við ákveðnar vörur, t.a.m. „perfect balance“, „limited edition“, „explosion of flavour“, „luscious“ o.s.frv.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“