Freyr um uppgang Lyngby: Svolítið eins og í lygasögu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2023 09:01 Freyr hefur gert góða hluti í Kaupmannahöfn. @LyngbyBoldklub Freyr Alexandersson, þjálfari Íslendingaliðs Lyngby sem spilar í efstu deild dönsku knattspyrnunnar, ræddi við Vísi nýverið en þó spilað sé sitthvoru megin við jólin fá liðin þar í landi ágætis frí yfir hátíðirnar. Lyngby er í allt annarri stöðu í dag en fyrir ári síðan. „Það eru allt öðruvísi tilfinningar í gangi núna en fyrir ári síðan. Þetta er náttúrulega búið að vera frábært ár og við í fínni stöðu í deildinni. Fórum í 8-liða úrslit í bikar, félagið búið að selja leikmenn fyrir fullt af peningum, leikmenn að vaxa og annað. Það eru góð teikn á lofti og við almennt búnir að ná í góð úrslit svo ég fer rólegri inn í þetta frí en fyrir ári síðan.“ Fyrir ári síðan sat Lyngby á botni deildarinnar og fall niður í B-deild blasti við. Staðan í dag er önnur þó ef til vill hafi árið endað á heldur súran hátt. „Ef ég hefði sagt fyrir ári síðan að við myndum halda okkur uppi, værum í 7. sæti í deildinni, búnir að selja fyrir metfé á árinu en samt sem áður orðnir betri en við vorum fyrir ári síðan. Það er svolítið eins og í lygasögu. Ég hafði alltaf trú á þessu en það er kannski búið að ganga aðeins betur, held að það sé hægt að orða þetta þannig.“ „Ég klappa fyrst og fremst öðrum á bakið,“ sagði Freyr aðspurður hvort hann klappaði sjálfum sér á bakið eða öðrum yfir árangri félagsins. Hann viðurkenndi þó að hann gæti verið duglegri að „hrósa“ sjálfum sér. „Ég er meðvitaður um að ég get litið oftar í spegilinn, ekki til að hrósa sjálfum mér, en viðurkenna fyrir mér að ég er búinn að gera fína hluti. Held að við þjálfarar séu almennt ekki duglegir við það. Ætla að reyna það núna þegar það kemur hlé. Horfa til baka yfir árið því ég veit að fullt af fínum hlutum hafa gerst. Það er hollt að kíkja aðeins í dagbækurnar og skoað af hverju þessir hlutir eru búnir að gerast; hvað er búið að gerast sem maður er ánægður með.“ Vi glæder os allerede til at fylde det her fantastiske sted med jer igen #SammenForLyngby pic.twitter.com/ABKwmmZ8PE— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 18, 2023 Jólafríið í Danmörku „Í fyrsta skipti sem ég upplifði þetta fannst mér þetta svolítið óþægilegt en nú er ég orðinn vanur og mér finnst þetta frábært. Þetta er eina fríið mitt, sumarið mitt er ekki neitt.“ „Fyrir mig er þetta vika yfir sumarið en nú ætla ég mér allavega að taka tvær vikur í frí. Helst aðeins meira en við sjáum til hvernig það fer.“ Fjölskyldu- og Íslendingafélagið Lyngby „Finnst það hafa vaxið síðan ég kom, sést bara á öllum áhorfendatölum, ársmiðahöfum og styrktaraðilum. Orðið stærra og stærra en samt náum við að halda í samstöðuna.“ Þá gat Freyr ekki stillt sig um að hrósa íslensku leikmönnum liðsins er hann var spurður út í þá miklu Íslendingatengingu sem hann hefur myndað hjá félaginu. „Ótrúlega auðmjúkir, með vinnuhanskana á, leiða með góðu fordæmi, með ótrúlega gott hugarfar og standa sig ótrúlega vel. Það hafa eldri strákarnir líka gert, bæði Alfreð (Finnbogason) og Gylfi (Þór Sigurðsson). Koma inn, upplifa samstöðu, auðmýkt og dugnað. Það sem þeir standa fyrir sjálfir, það er gott umhverfi að vera í,“ sagði Freyr um Íslendingana í félaginu. FRÉTT UM GUTTA Freyr var spurður út í áhuga Íslendinga á Lyngby en ásamt því að fjöldi Íslendinga sem býr í Kaupmannahöfn hafi gert sér ferð þá hefur fjöldi fólks nýtt ferðina frá Íslandi til Köben og kíkt á leik hjá Íslendingaliði Lyngby. „Mjög skemmtilegt, hef ótrúlega gaman að því. Ég er að heyra í og hitta tugi Íslendinga, íslenskir fjölmiðlar fylgjast vel með og þetta er Íslendingafélag. Það verður aldrei tekið af okkur, erum búnir að búa það til og það er eitthvað til að vera stoltur af.“ „Það sem ég er líka stoltur af er að þeir sem eiga klúbbinn og stjórna eru líka ótrúlega ánægðir með þetta. Við sáum þetta ekki fyrir, það er alveg klárt.“ Kolbeinn Birgir Finnsson kann vel við sig í treyju Lyngby og hefur unnið sér inn sæti í íslenska A-landsliðinu.@LyngbyBoldklub Árið 2024 „Ég reyni alltaf að ýta félaginu áfram í hverjum ársfjórðungi. Ég mun reyna að ýta klúbbnum eins langt áfram og ég get. Vonandi gengur það, þurfum á því að halda. Það má ekki vera stöðnun.“ „Það drífur mig líka áfram, að það sé alltaf smá vöxtur – bæði hjá liðinu og félaginu. Liðið verður betra, umgjörðin verður betri, við þurfum að bæta í og vera vel undirbúnir ef við seljum leikmenn, hvernig við bregðumst við því. Það er ekkert stopp, bara áfram.“ Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
„Það eru allt öðruvísi tilfinningar í gangi núna en fyrir ári síðan. Þetta er náttúrulega búið að vera frábært ár og við í fínni stöðu í deildinni. Fórum í 8-liða úrslit í bikar, félagið búið að selja leikmenn fyrir fullt af peningum, leikmenn að vaxa og annað. Það eru góð teikn á lofti og við almennt búnir að ná í góð úrslit svo ég fer rólegri inn í þetta frí en fyrir ári síðan.“ Fyrir ári síðan sat Lyngby á botni deildarinnar og fall niður í B-deild blasti við. Staðan í dag er önnur þó ef til vill hafi árið endað á heldur súran hátt. „Ef ég hefði sagt fyrir ári síðan að við myndum halda okkur uppi, værum í 7. sæti í deildinni, búnir að selja fyrir metfé á árinu en samt sem áður orðnir betri en við vorum fyrir ári síðan. Það er svolítið eins og í lygasögu. Ég hafði alltaf trú á þessu en það er kannski búið að ganga aðeins betur, held að það sé hægt að orða þetta þannig.“ „Ég klappa fyrst og fremst öðrum á bakið,“ sagði Freyr aðspurður hvort hann klappaði sjálfum sér á bakið eða öðrum yfir árangri félagsins. Hann viðurkenndi þó að hann gæti verið duglegri að „hrósa“ sjálfum sér. „Ég er meðvitaður um að ég get litið oftar í spegilinn, ekki til að hrósa sjálfum mér, en viðurkenna fyrir mér að ég er búinn að gera fína hluti. Held að við þjálfarar séu almennt ekki duglegir við það. Ætla að reyna það núna þegar það kemur hlé. Horfa til baka yfir árið því ég veit að fullt af fínum hlutum hafa gerst. Það er hollt að kíkja aðeins í dagbækurnar og skoað af hverju þessir hlutir eru búnir að gerast; hvað er búið að gerast sem maður er ánægður með.“ Vi glæder os allerede til at fylde det her fantastiske sted med jer igen #SammenForLyngby pic.twitter.com/ABKwmmZ8PE— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 18, 2023 Jólafríið í Danmörku „Í fyrsta skipti sem ég upplifði þetta fannst mér þetta svolítið óþægilegt en nú er ég orðinn vanur og mér finnst þetta frábært. Þetta er eina fríið mitt, sumarið mitt er ekki neitt.“ „Fyrir mig er þetta vika yfir sumarið en nú ætla ég mér allavega að taka tvær vikur í frí. Helst aðeins meira en við sjáum til hvernig það fer.“ Fjölskyldu- og Íslendingafélagið Lyngby „Finnst það hafa vaxið síðan ég kom, sést bara á öllum áhorfendatölum, ársmiðahöfum og styrktaraðilum. Orðið stærra og stærra en samt náum við að halda í samstöðuna.“ Þá gat Freyr ekki stillt sig um að hrósa íslensku leikmönnum liðsins er hann var spurður út í þá miklu Íslendingatengingu sem hann hefur myndað hjá félaginu. „Ótrúlega auðmjúkir, með vinnuhanskana á, leiða með góðu fordæmi, með ótrúlega gott hugarfar og standa sig ótrúlega vel. Það hafa eldri strákarnir líka gert, bæði Alfreð (Finnbogason) og Gylfi (Þór Sigurðsson). Koma inn, upplifa samstöðu, auðmýkt og dugnað. Það sem þeir standa fyrir sjálfir, það er gott umhverfi að vera í,“ sagði Freyr um Íslendingana í félaginu. FRÉTT UM GUTTA Freyr var spurður út í áhuga Íslendinga á Lyngby en ásamt því að fjöldi Íslendinga sem býr í Kaupmannahöfn hafi gert sér ferð þá hefur fjöldi fólks nýtt ferðina frá Íslandi til Köben og kíkt á leik hjá Íslendingaliði Lyngby. „Mjög skemmtilegt, hef ótrúlega gaman að því. Ég er að heyra í og hitta tugi Íslendinga, íslenskir fjölmiðlar fylgjast vel með og þetta er Íslendingafélag. Það verður aldrei tekið af okkur, erum búnir að búa það til og það er eitthvað til að vera stoltur af.“ „Það sem ég er líka stoltur af er að þeir sem eiga klúbbinn og stjórna eru líka ótrúlega ánægðir með þetta. Við sáum þetta ekki fyrir, það er alveg klárt.“ Kolbeinn Birgir Finnsson kann vel við sig í treyju Lyngby og hefur unnið sér inn sæti í íslenska A-landsliðinu.@LyngbyBoldklub Árið 2024 „Ég reyni alltaf að ýta félaginu áfram í hverjum ársfjórðungi. Ég mun reyna að ýta klúbbnum eins langt áfram og ég get. Vonandi gengur það, þurfum á því að halda. Það má ekki vera stöðnun.“ „Það drífur mig líka áfram, að það sé alltaf smá vöxtur – bæði hjá liðinu og félaginu. Liðið verður betra, umgjörðin verður betri, við þurfum að bæta í og vera vel undirbúnir ef við seljum leikmenn, hvernig við bregðumst við því. Það er ekkert stopp, bara áfram.“
Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira