Freyr um uppgang Lyngby: Svolítið eins og í lygasögu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2023 09:01 Freyr hefur gert góða hluti í Kaupmannahöfn. @LyngbyBoldklub Freyr Alexandersson, þjálfari Íslendingaliðs Lyngby sem spilar í efstu deild dönsku knattspyrnunnar, ræddi við Vísi nýverið en þó spilað sé sitthvoru megin við jólin fá liðin þar í landi ágætis frí yfir hátíðirnar. Lyngby er í allt annarri stöðu í dag en fyrir ári síðan. „Það eru allt öðruvísi tilfinningar í gangi núna en fyrir ári síðan. Þetta er náttúrulega búið að vera frábært ár og við í fínni stöðu í deildinni. Fórum í 8-liða úrslit í bikar, félagið búið að selja leikmenn fyrir fullt af peningum, leikmenn að vaxa og annað. Það eru góð teikn á lofti og við almennt búnir að ná í góð úrslit svo ég fer rólegri inn í þetta frí en fyrir ári síðan.“ Fyrir ári síðan sat Lyngby á botni deildarinnar og fall niður í B-deild blasti við. Staðan í dag er önnur þó ef til vill hafi árið endað á heldur súran hátt. „Ef ég hefði sagt fyrir ári síðan að við myndum halda okkur uppi, værum í 7. sæti í deildinni, búnir að selja fyrir metfé á árinu en samt sem áður orðnir betri en við vorum fyrir ári síðan. Það er svolítið eins og í lygasögu. Ég hafði alltaf trú á þessu en það er kannski búið að ganga aðeins betur, held að það sé hægt að orða þetta þannig.“ „Ég klappa fyrst og fremst öðrum á bakið,“ sagði Freyr aðspurður hvort hann klappaði sjálfum sér á bakið eða öðrum yfir árangri félagsins. Hann viðurkenndi þó að hann gæti verið duglegri að „hrósa“ sjálfum sér. „Ég er meðvitaður um að ég get litið oftar í spegilinn, ekki til að hrósa sjálfum mér, en viðurkenna fyrir mér að ég er búinn að gera fína hluti. Held að við þjálfarar séu almennt ekki duglegir við það. Ætla að reyna það núna þegar það kemur hlé. Horfa til baka yfir árið því ég veit að fullt af fínum hlutum hafa gerst. Það er hollt að kíkja aðeins í dagbækurnar og skoað af hverju þessir hlutir eru búnir að gerast; hvað er búið að gerast sem maður er ánægður með.“ Vi glæder os allerede til at fylde det her fantastiske sted med jer igen #SammenForLyngby pic.twitter.com/ABKwmmZ8PE— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 18, 2023 Jólafríið í Danmörku „Í fyrsta skipti sem ég upplifði þetta fannst mér þetta svolítið óþægilegt en nú er ég orðinn vanur og mér finnst þetta frábært. Þetta er eina fríið mitt, sumarið mitt er ekki neitt.“ „Fyrir mig er þetta vika yfir sumarið en nú ætla ég mér allavega að taka tvær vikur í frí. Helst aðeins meira en við sjáum til hvernig það fer.“ Fjölskyldu- og Íslendingafélagið Lyngby „Finnst það hafa vaxið síðan ég kom, sést bara á öllum áhorfendatölum, ársmiðahöfum og styrktaraðilum. Orðið stærra og stærra en samt náum við að halda í samstöðuna.“ Þá gat Freyr ekki stillt sig um að hrósa íslensku leikmönnum liðsins er hann var spurður út í þá miklu Íslendingatengingu sem hann hefur myndað hjá félaginu. „Ótrúlega auðmjúkir, með vinnuhanskana á, leiða með góðu fordæmi, með ótrúlega gott hugarfar og standa sig ótrúlega vel. Það hafa eldri strákarnir líka gert, bæði Alfreð (Finnbogason) og Gylfi (Þór Sigurðsson). Koma inn, upplifa samstöðu, auðmýkt og dugnað. Það sem þeir standa fyrir sjálfir, það er gott umhverfi að vera í,“ sagði Freyr um Íslendingana í félaginu. FRÉTT UM GUTTA Freyr var spurður út í áhuga Íslendinga á Lyngby en ásamt því að fjöldi Íslendinga sem býr í Kaupmannahöfn hafi gert sér ferð þá hefur fjöldi fólks nýtt ferðina frá Íslandi til Köben og kíkt á leik hjá Íslendingaliði Lyngby. „Mjög skemmtilegt, hef ótrúlega gaman að því. Ég er að heyra í og hitta tugi Íslendinga, íslenskir fjölmiðlar fylgjast vel með og þetta er Íslendingafélag. Það verður aldrei tekið af okkur, erum búnir að búa það til og það er eitthvað til að vera stoltur af.“ „Það sem ég er líka stoltur af er að þeir sem eiga klúbbinn og stjórna eru líka ótrúlega ánægðir með þetta. Við sáum þetta ekki fyrir, það er alveg klárt.“ Kolbeinn Birgir Finnsson kann vel við sig í treyju Lyngby og hefur unnið sér inn sæti í íslenska A-landsliðinu.@LyngbyBoldklub Árið 2024 „Ég reyni alltaf að ýta félaginu áfram í hverjum ársfjórðungi. Ég mun reyna að ýta klúbbnum eins langt áfram og ég get. Vonandi gengur það, þurfum á því að halda. Það má ekki vera stöðnun.“ „Það drífur mig líka áfram, að það sé alltaf smá vöxtur – bæði hjá liðinu og félaginu. Liðið verður betra, umgjörðin verður betri, við þurfum að bæta í og vera vel undirbúnir ef við seljum leikmenn, hvernig við bregðumst við því. Það er ekkert stopp, bara áfram.“ Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
„Það eru allt öðruvísi tilfinningar í gangi núna en fyrir ári síðan. Þetta er náttúrulega búið að vera frábært ár og við í fínni stöðu í deildinni. Fórum í 8-liða úrslit í bikar, félagið búið að selja leikmenn fyrir fullt af peningum, leikmenn að vaxa og annað. Það eru góð teikn á lofti og við almennt búnir að ná í góð úrslit svo ég fer rólegri inn í þetta frí en fyrir ári síðan.“ Fyrir ári síðan sat Lyngby á botni deildarinnar og fall niður í B-deild blasti við. Staðan í dag er önnur þó ef til vill hafi árið endað á heldur súran hátt. „Ef ég hefði sagt fyrir ári síðan að við myndum halda okkur uppi, værum í 7. sæti í deildinni, búnir að selja fyrir metfé á árinu en samt sem áður orðnir betri en við vorum fyrir ári síðan. Það er svolítið eins og í lygasögu. Ég hafði alltaf trú á þessu en það er kannski búið að ganga aðeins betur, held að það sé hægt að orða þetta þannig.“ „Ég klappa fyrst og fremst öðrum á bakið,“ sagði Freyr aðspurður hvort hann klappaði sjálfum sér á bakið eða öðrum yfir árangri félagsins. Hann viðurkenndi þó að hann gæti verið duglegri að „hrósa“ sjálfum sér. „Ég er meðvitaður um að ég get litið oftar í spegilinn, ekki til að hrósa sjálfum mér, en viðurkenna fyrir mér að ég er búinn að gera fína hluti. Held að við þjálfarar séu almennt ekki duglegir við það. Ætla að reyna það núna þegar það kemur hlé. Horfa til baka yfir árið því ég veit að fullt af fínum hlutum hafa gerst. Það er hollt að kíkja aðeins í dagbækurnar og skoað af hverju þessir hlutir eru búnir að gerast; hvað er búið að gerast sem maður er ánægður með.“ Vi glæder os allerede til at fylde det her fantastiske sted med jer igen #SammenForLyngby pic.twitter.com/ABKwmmZ8PE— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 18, 2023 Jólafríið í Danmörku „Í fyrsta skipti sem ég upplifði þetta fannst mér þetta svolítið óþægilegt en nú er ég orðinn vanur og mér finnst þetta frábært. Þetta er eina fríið mitt, sumarið mitt er ekki neitt.“ „Fyrir mig er þetta vika yfir sumarið en nú ætla ég mér allavega að taka tvær vikur í frí. Helst aðeins meira en við sjáum til hvernig það fer.“ Fjölskyldu- og Íslendingafélagið Lyngby „Finnst það hafa vaxið síðan ég kom, sést bara á öllum áhorfendatölum, ársmiðahöfum og styrktaraðilum. Orðið stærra og stærra en samt náum við að halda í samstöðuna.“ Þá gat Freyr ekki stillt sig um að hrósa íslensku leikmönnum liðsins er hann var spurður út í þá miklu Íslendingatengingu sem hann hefur myndað hjá félaginu. „Ótrúlega auðmjúkir, með vinnuhanskana á, leiða með góðu fordæmi, með ótrúlega gott hugarfar og standa sig ótrúlega vel. Það hafa eldri strákarnir líka gert, bæði Alfreð (Finnbogason) og Gylfi (Þór Sigurðsson). Koma inn, upplifa samstöðu, auðmýkt og dugnað. Það sem þeir standa fyrir sjálfir, það er gott umhverfi að vera í,“ sagði Freyr um Íslendingana í félaginu. FRÉTT UM GUTTA Freyr var spurður út í áhuga Íslendinga á Lyngby en ásamt því að fjöldi Íslendinga sem býr í Kaupmannahöfn hafi gert sér ferð þá hefur fjöldi fólks nýtt ferðina frá Íslandi til Köben og kíkt á leik hjá Íslendingaliði Lyngby. „Mjög skemmtilegt, hef ótrúlega gaman að því. Ég er að heyra í og hitta tugi Íslendinga, íslenskir fjölmiðlar fylgjast vel með og þetta er Íslendingafélag. Það verður aldrei tekið af okkur, erum búnir að búa það til og það er eitthvað til að vera stoltur af.“ „Það sem ég er líka stoltur af er að þeir sem eiga klúbbinn og stjórna eru líka ótrúlega ánægðir með þetta. Við sáum þetta ekki fyrir, það er alveg klárt.“ Kolbeinn Birgir Finnsson kann vel við sig í treyju Lyngby og hefur unnið sér inn sæti í íslenska A-landsliðinu.@LyngbyBoldklub Árið 2024 „Ég reyni alltaf að ýta félaginu áfram í hverjum ársfjórðungi. Ég mun reyna að ýta klúbbnum eins langt áfram og ég get. Vonandi gengur það, þurfum á því að halda. Það má ekki vera stöðnun.“ „Það drífur mig líka áfram, að það sé alltaf smá vöxtur – bæði hjá liðinu og félaginu. Liðið verður betra, umgjörðin verður betri, við þurfum að bæta í og vera vel undirbúnir ef við seljum leikmenn, hvernig við bregðumst við því. Það er ekkert stopp, bara áfram.“
Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira