Parið virðist njóta lífsins saman bæði hér heima og erlendis. Þannig hefur sést til þeirra úti að borða í miðbæ Reykjavíkur og sömuleiðis á ferðalögum erlendis. Rómantíkin virðist svo sannarlega í loftinu.
Jón Gunnar starfaði í bankageiranum erlendis frá 1992 til 2008. Fyrst í New York, svo í Hong Kong og loks í London. Hann tók þátt í endurskipulagningu MP banka fyrir rúmum áratug.
Hann er með LL.M. gráðu í lög- og hagfræði frá Università di Bologna og Universität Hamburg, þar sem hann skrifaði meistararitgerð um fjárhagsskipan banka, og B.S. gráðu frá Cornell University, School of Hotel Administration, í Íþöku, New York fylki.
Ingibjörg hefur margra ára reynslu af sölu- og markaðsmálum. Þar á meðal hjá SagaMedica, Into the Glacier og sem markaðsstjóri Pennans og Eymundsson.
Hún lauk MBA námi úr Háskólanum í Reykjavík árið 2010 en hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr sama skóla árið 2002.