Lífið

Jón Gunnar og Ingi­björg Ásta slá sér upp

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jón Gunnar og Ingibjörg Ásta hafa sést víða saman undanfarna mánuði. 
Jón Gunnar og Ingibjörg Ásta hafa sést víða saman undanfarna mánuði. 

Jón Gunn­ar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, og Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Líflandi, eru að slá sér upp. 

Parið virðist njóta lífsins saman bæði hér heima og erlendis. Þannig hefur sést til þeirra úti að borða í miðbæ Reykjavíkur og sömuleiðis á ferðalögum erlendis. Rómantíkin virðist svo sannarlega í loftinu. 

Jón Gunnar starfaði í bankageiranum erlendis frá 1992 til 2008. Fyrst í New York, svo í Hong Kong og loks í London. Hann tók þátt í endurskipulagningu MP banka fyrir rúmum áratug. 

Hann er með LL.M. gráðu í lög- og hagfræði frá Università di Bologna og Universität Hamburg, þar sem hann skrifaði meistararitgerð um fjárhagsskipan banka, og B.S. gráðu frá Cornell University, School of Hotel Administration, í Íþöku, New York fylki.

Ingibjörg hefur margra ára reynslu af sölu- og markaðsmálum. Þar á meðal hjá SagaMedica, Into the Glacier og sem markaðsstjóri Pennans og Eymundsson. 

Hún lauk MBA námi úr Háskólanum í Reykjavík árið 2010 en hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr sama skóla árið 2002.


Tengdar fréttir

Banka­sýslan ekki dregið neinn lær­dóm og hyggist ekki axla á­byrgð

Ríkisendurskoðun getur ekki dregið aðra ályktun en að Bankasýsla ríkisins hafi fyrir sitt leyti engan lærdóm dregið af skýrslu embættisins um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Jafnframt standi ekki til af hálfu Bankasýslunnar að axla neina þá ábyrgð sem henni beri sem framkvæmdaraðila útboðsins og fjallað er um í skýrslunni.

Ís­lands­banka­salan eitt far­sælasta út­boðið í Evrópu

Stjórnar­menn Banka­sýslu ríkisins segja það hafa verið mikil von­brigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Ís­lands­banka. Þeir standa við orð sín um að hluta­fjár­út­boðið hafi verið það far­sælasta í Ís­lands­sögunni og segja það eitt af far­sælli út­boðum Evrópu.

Banka­sýsla ríkisins lýsir yfir miklum von­brigðum

Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.