Síbrotamaður í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hnéspark Árni Sæberg skrifar 20. desember 2023 12:14 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn. Vísir/Vilhelm Karlmanni, sem hefur langan sakaferil að baki, hefur verið dæmdur fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Hann var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veitt manni hnéspark í höfuðið í verslunarmiðstöð í Reykjavík. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sá sem fyrir hnésparkinu varð hafi hlotið heilahrising, tognun og ofreynslu á hálshrygg. Sá gerði einkaréttarkröfu í málinu og krafðist skaða- og miskabóta upp á 800 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og viðurkennt bótaskyldu en mótmælt fjárhææð bótakröfu. Hann hafi krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að fjárhæð bótakröfu yrði lækkuð. Hegningarauki við annan hegningarauka Málið hafi því verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn margsinnis áður gerst brotlegur við refsilög. Það skipti aðallega máli við ákvörðun refsingar hans sé að honum hafi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2023, sem sé undir áfrýjun fyrir Landsrétti, gert að sæta níu mánaða fangelsi vegna þjófnaðar, eignaspjalla, nytjastuldar, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs, auk varslna á fíkniefnum. Sá dómur hafi verið hegningarauki við dóm sama héraðsdómstóls frá 2022 þar sem manninum var gert að sæta sjö mánaða fangelsi vegna gripdeildar, nytjastuldar, vopnalagabrots, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. Annar hegningarauki við hegningarauka, sem var uppdómur Með dómi fyrrgreinds héraðsdómstóls frá 2020 hafi manninum verið gert að sæta fjögurra mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, hættubrots, auk umferðarlagabrota. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm sama dómstóls frá 2019 þar sem mannninum var gert að sæta tólf mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, líkamsárásar, nytjastuldar, þjófnaðar, varslna á fíkniefnum, lyfja-, fíkniefna- og sviptingaraksturs, auk vopnalagabrots. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 2019 þar sem manninum hafi verið gert að sæta tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánaða skilorðsbundið, vegna nytjastuldar. Með refsingunni hafi verið dæmdur upp eldri átta mánaða skilorðsdómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2019, sem hafi meðal annars verið vegna húsbrots, þjófnaðar, gripdeildar, ráns, nytjastuldar, lyfja-, ölvunar-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. „Að öðru leyti eru ekki efni til að rekja sakaferil ákærða.“ Með vísan til brotaferils mannsins og þess að háttsemi hans hafi verið sérlega hættuleg, til refsiþyngingar, og skýlausrar játningar hans, honum til málsbóta, var refsing hans hæfilega metin fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 300 þúsund krónu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sá sem fyrir hnésparkinu varð hafi hlotið heilahrising, tognun og ofreynslu á hálshrygg. Sá gerði einkaréttarkröfu í málinu og krafðist skaða- og miskabóta upp á 800 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og viðurkennt bótaskyldu en mótmælt fjárhææð bótakröfu. Hann hafi krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að fjárhæð bótakröfu yrði lækkuð. Hegningarauki við annan hegningarauka Málið hafi því verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn margsinnis áður gerst brotlegur við refsilög. Það skipti aðallega máli við ákvörðun refsingar hans sé að honum hafi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2023, sem sé undir áfrýjun fyrir Landsrétti, gert að sæta níu mánaða fangelsi vegna þjófnaðar, eignaspjalla, nytjastuldar, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs, auk varslna á fíkniefnum. Sá dómur hafi verið hegningarauki við dóm sama héraðsdómstóls frá 2022 þar sem manninum var gert að sæta sjö mánaða fangelsi vegna gripdeildar, nytjastuldar, vopnalagabrots, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. Annar hegningarauki við hegningarauka, sem var uppdómur Með dómi fyrrgreinds héraðsdómstóls frá 2020 hafi manninum verið gert að sæta fjögurra mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, hættubrots, auk umferðarlagabrota. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm sama dómstóls frá 2019 þar sem mannninum var gert að sæta tólf mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, líkamsárásar, nytjastuldar, þjófnaðar, varslna á fíkniefnum, lyfja-, fíkniefna- og sviptingaraksturs, auk vopnalagabrots. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 2019 þar sem manninum hafi verið gert að sæta tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánaða skilorðsbundið, vegna nytjastuldar. Með refsingunni hafi verið dæmdur upp eldri átta mánaða skilorðsdómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2019, sem hafi meðal annars verið vegna húsbrots, þjófnaðar, gripdeildar, ráns, nytjastuldar, lyfja-, ölvunar-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. „Að öðru leyti eru ekki efni til að rekja sakaferil ákærða.“ Með vísan til brotaferils mannsins og þess að háttsemi hans hafi verið sérlega hættuleg, til refsiþyngingar, og skýlausrar játningar hans, honum til málsbóta, var refsing hans hæfilega metin fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 300 þúsund krónu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent