Innlent

Sýnist gosið vera komið á loka­stig

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði.
Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Arnar

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. 

„Það dregur alltaf jafnt og þétt úr gosinu. Þó það dragi úr hraðanum þá er þetta alltaf að minnka, þetta virðist ekki hafa náð jafnvægi. Það getur vel verið að það nái því núna og haldi áfram en það verður þá ekki meira en akkúrat þetta. Þá er þetta bara lítið og hófstillt gos sem er gaman að horfa á,“ segir Þorvaldur í samtali við fréttastofu. 

Hann segir að það þurfi einhvern atburð, eins og stóran jarðskjálfta, til að breyta hlutunum. Við það gæti flæði í gegnum ganginn aukist og nýjar sprungur þá jafnvel opnast. 

„Þá þurfum við að fá aukið innflæði af kviku inn í ganginn og þá þarf að byggjast þrýstingur líka svo hann fari að ýta kviku í aðrar áttir. Eins og staðan er núna er auðveldasta leiðin upp,“ segir Þorvaldur. 


Tengdar fréttir

Bíða betra veðurs til að geta kortlagt hraunið

Eldgosið á Reykjanesskaga hefur minnkað mjög frá því sem það var í upphafi á mánudagskvöld. Jarðeðlisfræðingur segir það farið að líkjast þeim eldgosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga á síðustu árum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×