Hetjan í Ofurskálinni var undir gíðarlegri pressu frá Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 12:01 Michael Jordan er mikið fyrir að veðja á hluti og hann var með pening undir í Super Bowl leiknum í febrúar 2015. Getty/Jacob Kupferman Það er ekki hægt að segja að nýjasta sagan að körfuboltagoðsögninni Michael Jordan hafi komið mikið á óvart en hún hefur engu að síður vakið athygli. Julian Edelman var ein af stjörnum New England Patriots þegar lið Tom Brady var upp á sitt besta í NFL-deildinni. Hann fékk hins vegar stjörnur í augun þegar hann hitti Jordan í aðdraganda Super Bowl leiksins árið 2015. Edelman sagði söguna af því þegar hann hitti Jordan fyrir þennan stærsta leik ársins í Bandaríkjunum í hlaðvarpsþættinum "Games With Names". Rakst á Jordan Super Bowl 2015 leikurinn fór fram í Glendale í Arizona sem er úthverfi Phoenix borgar. Edelman sagðist hafa farið út að borða í aðdraganda leiksins og rekist þá þá Derek Jeter, fyrrum súperstjörnu í hafnaboltanum, og Michael Jordan, besta körfuboltamann sögunnar. Hann sagði að Jeter hafi verið hinn viðkunnanlegasta og þeir rætt saman í svona fimm mínútur. Jordan sagði hins vegar ekki neitt og hélt sig til baka. Julian Edelman var frábær í leiknum.Getty Þegar Edelman var að fara þá kom Jordan hins vegar skyndilega til hans. „Samtalið var að enda eftir þessar fimm mínútur og ég var á förum. Jordan kemur þá upp að mér og segir: Heyrðu strákur. Ég er búinn að setja mikinn pening á þennan leik þannig að eins gott að þið klúðrið þessu ekki, hafði Edelman eftir Jordan. „Þetta var það eina sem hann sagði við mig,“ sagði Edelmen og engin smá pressa á honum í leiknum. Dramatískur sigur Edelman og félagar í New England Patriots unnu leikinn 28-24 Seattle Seahawks en voru um tíma tíu stigum undir, 14-24. Edelman tryggði liðinu aftur á móti sigurinn með snertimarki í lokin og stóðst því alveg pressuna frá Jordan. Jordan var örugglega ánægður með hann enda græddi hann eflaust mikinn pening á sigri Patriots. Hér fyrir neðan má sjá Edelman segja þessa sögu. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Það má nálgast myndbandið með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq) NBA NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Julian Edelman var ein af stjörnum New England Patriots þegar lið Tom Brady var upp á sitt besta í NFL-deildinni. Hann fékk hins vegar stjörnur í augun þegar hann hitti Jordan í aðdraganda Super Bowl leiksins árið 2015. Edelman sagði söguna af því þegar hann hitti Jordan fyrir þennan stærsta leik ársins í Bandaríkjunum í hlaðvarpsþættinum "Games With Names". Rakst á Jordan Super Bowl 2015 leikurinn fór fram í Glendale í Arizona sem er úthverfi Phoenix borgar. Edelman sagðist hafa farið út að borða í aðdraganda leiksins og rekist þá þá Derek Jeter, fyrrum súperstjörnu í hafnaboltanum, og Michael Jordan, besta körfuboltamann sögunnar. Hann sagði að Jeter hafi verið hinn viðkunnanlegasta og þeir rætt saman í svona fimm mínútur. Jordan sagði hins vegar ekki neitt og hélt sig til baka. Julian Edelman var frábær í leiknum.Getty Þegar Edelman var að fara þá kom Jordan hins vegar skyndilega til hans. „Samtalið var að enda eftir þessar fimm mínútur og ég var á förum. Jordan kemur þá upp að mér og segir: Heyrðu strákur. Ég er búinn að setja mikinn pening á þennan leik þannig að eins gott að þið klúðrið þessu ekki, hafði Edelman eftir Jordan. „Þetta var það eina sem hann sagði við mig,“ sagði Edelmen og engin smá pressa á honum í leiknum. Dramatískur sigur Edelman og félagar í New England Patriots unnu leikinn 28-24 Seattle Seahawks en voru um tíma tíu stigum undir, 14-24. Edelman tryggði liðinu aftur á móti sigurinn með snertimarki í lokin og stóðst því alveg pressuna frá Jordan. Jordan var örugglega ánægður með hann enda græddi hann eflaust mikinn pening á sigri Patriots. Hér fyrir neðan má sjá Edelman segja þessa sögu. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Það má nálgast myndbandið með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq)
NBA NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum