„Ég er í smá afneitun um að gera þetta af því að ég er svo heimakær“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 10:01 Íslenska frjálsíþróttaafreksparið Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Guðni Valur Guðnason. Vísir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er að flytja út til Svíþjóðar þar sem hún mun hefja æfingar með sænsku frjálsíþróttaliði. Guðbjörg Jóna segir frá flutningum sínum í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands en Guðbjörg Jóna er fremsta spretthlaupskona landsins. Guðbjörg æfði með sænska liðinu MAI (Malmö Allmänna Idrottsförening) í nokkrar vikur í október og leyst það vel á aðstæður að hún ákvað að fara þangað eftir áramót. „Ég ákvað að prófa nýtt umhverfi æfingalega séð og leist bara svona líka vel á mig í Malmö þannig ég er að fara að flytja þangað um áramótin. Ég kem líka eitthvað heim til að keppa og mögulega æfa líka. Þetta er aðallega hugsað til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Guðbjörg Jóna í viðtali við heimasíðu FRÍ. Guðbjörg ætlar ekki að slaka mikið á milli æfinga því hún mun einnig reyna að hefja þar Mastersnám í háskólanum í Lundi. „Ég ætla líka, á meðan ég er að æfa, að sækja um mastersnám í háskólanum í Malmö eða háskólanum í Lundi, er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég ætla allavega að æfa og keppa fram í ágúst því að þá byrjar námið. Þannig ég ætla bara að sjá hvort ég komist ekki alveg örugglega inn,“ sagði Guðbjörg. Að hennar mati var kominn tími á að gera eitthvað öðruvísi. „Mig er búið að langa að prufa eitthvað nýtt í einhvern tíma og ég held að það sé bara hollt og gott fyrir alla að prufa nýtt umhverfi svona ef maður getur. Ég hafði tækifæri til þess þannig ég ákvað bara að skella mér,“ sagði Guðbjörg. „Ég er í smá afneitun um að gera þetta því ég er svo heimakær, en þetta er eitthvað sem ég þarf að gera til þess að fara út fyrir þægindarammann. Ég held að maður verði bara betri íþróttamaður að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg er að fara í í æfingabúðir með liðinu frá 1. til 16. janúar þannig að hún og Guðni Valur, kærastinn hennar, fara út þann 27. desember. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var talað um að Guðni Valur væri líka að flytja út en það er ekki rétt. Hann mun æfa hér áfram heima með stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í París. Það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Sjá meira
Guðbjörg Jóna segir frá flutningum sínum í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands en Guðbjörg Jóna er fremsta spretthlaupskona landsins. Guðbjörg æfði með sænska liðinu MAI (Malmö Allmänna Idrottsförening) í nokkrar vikur í október og leyst það vel á aðstæður að hún ákvað að fara þangað eftir áramót. „Ég ákvað að prófa nýtt umhverfi æfingalega séð og leist bara svona líka vel á mig í Malmö þannig ég er að fara að flytja þangað um áramótin. Ég kem líka eitthvað heim til að keppa og mögulega æfa líka. Þetta er aðallega hugsað til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Guðbjörg Jóna í viðtali við heimasíðu FRÍ. Guðbjörg ætlar ekki að slaka mikið á milli æfinga því hún mun einnig reyna að hefja þar Mastersnám í háskólanum í Lundi. „Ég ætla líka, á meðan ég er að æfa, að sækja um mastersnám í háskólanum í Malmö eða háskólanum í Lundi, er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég ætla allavega að æfa og keppa fram í ágúst því að þá byrjar námið. Þannig ég ætla bara að sjá hvort ég komist ekki alveg örugglega inn,“ sagði Guðbjörg. Að hennar mati var kominn tími á að gera eitthvað öðruvísi. „Mig er búið að langa að prufa eitthvað nýtt í einhvern tíma og ég held að það sé bara hollt og gott fyrir alla að prufa nýtt umhverfi svona ef maður getur. Ég hafði tækifæri til þess þannig ég ákvað bara að skella mér,“ sagði Guðbjörg. „Ég er í smá afneitun um að gera þetta því ég er svo heimakær, en þetta er eitthvað sem ég þarf að gera til þess að fara út fyrir þægindarammann. Ég held að maður verði bara betri íþróttamaður að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg er að fara í í æfingabúðir með liðinu frá 1. til 16. janúar þannig að hún og Guðni Valur, kærastinn hennar, fara út þann 27. desember. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var talað um að Guðni Valur væri líka að flytja út en það er ekki rétt. Hann mun æfa hér áfram heima með stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í París. Það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Sjá meira