Körfubolti

Julio De Assis til Grinda­víkur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Julio De Assis er genginn til liðs við Grindavík. Hann hefur áður leikið með Breiðablik og Vestra í efstu deild á Íslandi.
Julio De Assis er genginn til liðs við Grindavík. Hann hefur áður leikið með Breiðablik og Vestra í efstu deild á Íslandi. Vísir/Bára

Körfuknattleiksdeild Grindaíkur hefur samið við angólska körfuboltamanninn Julio De Assis, fyrrverandi leikmann Vestra og Breiðabliks.

De Assis kemur til Grindavíkur frá sádiarabíska liðinu Abha Club þar sem hann hefur leikið undanfarið. Hann lék með Breiðablik í efstu deild hér heima á Íslandi á síðasta tímabili þar sem hann skilaði 15,6 stigum, 738 fráköstum og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í tuttugu leikjum fyrir félagið.

Hann lék einnig fyrri hluta tímabilsins 2021-2022 með Vestra í efstu deild á Íslandi áður en hann gekk í raðir Ourense í spænsku C-deildinni á miðju tímabili.

Áður hefur hann einnig leikið með liðum á borð við C.B. Moron og Hestia Menorca í spænsku C-deildinni, sem og Amics Castello í spænsku B-deildinni.

De Assis, sem er fæddur í Madríd á Spáni, er bæði með spænskt og angólskt ríkisfang og á að baki leiki fyrir angólska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×