Fólk geti komið sér í þannig ógöngur að ekki sé hægt að bjarga því Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2023 12:57 „Það eru ákveðin svæði nálægt svona gossprungum þar sem við sendum ekkert fólk inn á, af öryggisástæðum,“ segir Víðir sem tekur þó fram að ef fólk lendi í ógögnum skuli það hringja í neyðarlínuna. Vísir/Vilhelm/Ívar Fannar Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, biðlar til fólks að fylgja fyrirmælum stjórnvalda varðandi eldgosið. Fólk sem fari að gosinu í óleyfi geti komið sér í þá stöðu að ekki verði hægt að bjarga því. „Það er bara þannig að á meðan við erum að átta okkur á umfangi svona atburða þá vitum við ekki nákvæmlega hvernig hætturnar liggja. Þannig þetta er bara hefðbundið að gera þetta,“ segir Víðir um svæði í kringum gossprunguna sem er lokað almenningu. Hann bendir á að gosið sé stórt og hraunið sé þunnfljótandi og renni því hraðar enn í fyrri gosum. Jafnframt geti mikið gas verið á vettvangi, sem geti til að mynda rutt súrefni frá í ákveðnum aðstæðum án þess að fólk verði vart við. „Þetta er hættulegt svæði. Á meðan við erum að skoða þetta biðjum við fólk að vinna þetta með okkur og vera ekki að fara að þessu. Þetta sést ágætlega úr fjarlægð,“ segir Víðir sem bætir við að unnið verði að því að setja upp góðan útsýnisstað. Í fyrri gosum hafa ítrekað komið upp dæmi þar sem fólk fer þvert á fyrirmæli stórnvalda. Aðspurður út í hvað fólk eigi að gera lendi það í ógöngum segir Víðir: „Við biðjum alla sem lenda í útgögnum að hringja í 112 og láta vita af sér og við getum þá metið hvað við getum gert. En það eru ákveðin svæði nálægt svona gossprungum þar sem við sendum ekkert fólk inn á, af öryggisástæðum. Einhverjir geta komið sér í þau vandræði að við eigum enga möguleika á að hjálpa þeim.“ Víðir segir að það verði metið í dag hvort Grindvíkingum verði hleypt aftur í bæinn. Hann segir að beðið sé eftir niðurstöðum af fundi vísindamanna til að taka slíka ákvörðun. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Það er bara þannig að á meðan við erum að átta okkur á umfangi svona atburða þá vitum við ekki nákvæmlega hvernig hætturnar liggja. Þannig þetta er bara hefðbundið að gera þetta,“ segir Víðir um svæði í kringum gossprunguna sem er lokað almenningu. Hann bendir á að gosið sé stórt og hraunið sé þunnfljótandi og renni því hraðar enn í fyrri gosum. Jafnframt geti mikið gas verið á vettvangi, sem geti til að mynda rutt súrefni frá í ákveðnum aðstæðum án þess að fólk verði vart við. „Þetta er hættulegt svæði. Á meðan við erum að skoða þetta biðjum við fólk að vinna þetta með okkur og vera ekki að fara að þessu. Þetta sést ágætlega úr fjarlægð,“ segir Víðir sem bætir við að unnið verði að því að setja upp góðan útsýnisstað. Í fyrri gosum hafa ítrekað komið upp dæmi þar sem fólk fer þvert á fyrirmæli stórnvalda. Aðspurður út í hvað fólk eigi að gera lendi það í ógöngum segir Víðir: „Við biðjum alla sem lenda í útgögnum að hringja í 112 og láta vita af sér og við getum þá metið hvað við getum gert. En það eru ákveðin svæði nálægt svona gossprungum þar sem við sendum ekkert fólk inn á, af öryggisástæðum. Einhverjir geta komið sér í þau vandræði að við eigum enga möguleika á að hjálpa þeim.“ Víðir segir að það verði metið í dag hvort Grindvíkingum verði hleypt aftur í bæinn. Hann segir að beðið sé eftir niðurstöðum af fundi vísindamanna til að taka slíka ákvörðun.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira