Í áfalli og ósofin: Fóru með verðmæti til Grindavíkur í gær Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. desember 2023 11:36 Inga Marín er búsett í Grindavík ásamt eiginmanni sínum og börnum. Samsett mynd Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. Inga Marín, íbúi í Grindavík, segir það hafa verið mikið áfall þegar eldgosið hófst í gærkvöldi. „Maður er náttúrulega bara í sjokki en á sama tíma er þetta smá léttir að það skuli vera byrjað að gjósa,“ segir Inga og bætir við að gosinu fylgi miklar tilfinningar. Fæstir hafi ætlað að halda jól í Grindavík Fjölskyldan er á leið til Kanaríeyja á morgun til að halda jól og voru því ekki með væntingar um að halda jól heima í Grindavík líkt og sumir. „Ég held að fæstir hafi verið það, allavega ekki barnafólk. Mér skilst á flestum að þeir hafi ætlað að halda jólin þar sem þeir eru,“ segir Inga. Inga og fjölskylda hennar fréttu af eldgosinu á Facebook í gærkvöldi og segir hún fréttaflutning ekki hafa verið góðan sökum þess hve seint upplýsingar bárust. „RÚV var meira að segja með Silfur Egils í gangi, slökkti ekki á því. Það eru mjög margir ósáttir við það.“ Inga segir upplýsingar ekki hafa borist nægilega hratt miðað við allt sem á undan hafi gengið. Fóru með verðmæti aftur heim í gær Þá hafi fjölskyldan farið til baka með verðmæti, meðal annars sérútbúinn jeppa, til Grindavíkur síðdegis í gær vegna yfirlýsinga lögreglustjórans á Suðurnesjum upp úr hádegi í gær um að líklegt væri að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. „Það eru mjög mikil verðmæti í þessu, bara bíllinn er um tíu milljónir,“ segir Inga. Fjölskyldan hafi talið skynsamlegra að geyma vinnutengd verkfæri og jeppann inni, í Grindavík, í stað þess að geyma þetta í bílnum úti í Reykjavík yfir jólin. „Við erum í áfalli og við erum ekkert búin að sofa í nótt,“ segir hún. Þrátt fyrir allt eru Inga og fjölskylda bjartsýn og hlakka til að flytja aftur heim til Grindavíkur. „Grindvíkingar eru svo samheldið fólk og þetta þjappar okkur enn meira saman,“ segir Inga og bætir við: „Þessi bær var sterkur og samheldinn en hann er miklu sterkari núna.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið hefur ekki áhrif á flug Icelandair Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú. 19. desember 2023 10:13 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Inga Marín, íbúi í Grindavík, segir það hafa verið mikið áfall þegar eldgosið hófst í gærkvöldi. „Maður er náttúrulega bara í sjokki en á sama tíma er þetta smá léttir að það skuli vera byrjað að gjósa,“ segir Inga og bætir við að gosinu fylgi miklar tilfinningar. Fæstir hafi ætlað að halda jól í Grindavík Fjölskyldan er á leið til Kanaríeyja á morgun til að halda jól og voru því ekki með væntingar um að halda jól heima í Grindavík líkt og sumir. „Ég held að fæstir hafi verið það, allavega ekki barnafólk. Mér skilst á flestum að þeir hafi ætlað að halda jólin þar sem þeir eru,“ segir Inga. Inga og fjölskylda hennar fréttu af eldgosinu á Facebook í gærkvöldi og segir hún fréttaflutning ekki hafa verið góðan sökum þess hve seint upplýsingar bárust. „RÚV var meira að segja með Silfur Egils í gangi, slökkti ekki á því. Það eru mjög margir ósáttir við það.“ Inga segir upplýsingar ekki hafa borist nægilega hratt miðað við allt sem á undan hafi gengið. Fóru með verðmæti aftur heim í gær Þá hafi fjölskyldan farið til baka með verðmæti, meðal annars sérútbúinn jeppa, til Grindavíkur síðdegis í gær vegna yfirlýsinga lögreglustjórans á Suðurnesjum upp úr hádegi í gær um að líklegt væri að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. „Það eru mjög mikil verðmæti í þessu, bara bíllinn er um tíu milljónir,“ segir Inga. Fjölskyldan hafi talið skynsamlegra að geyma vinnutengd verkfæri og jeppann inni, í Grindavík, í stað þess að geyma þetta í bílnum úti í Reykjavík yfir jólin. „Við erum í áfalli og við erum ekkert búin að sofa í nótt,“ segir hún. Þrátt fyrir allt eru Inga og fjölskylda bjartsýn og hlakka til að flytja aftur heim til Grindavíkur. „Grindvíkingar eru svo samheldið fólk og þetta þjappar okkur enn meira saman,“ segir Inga og bætir við: „Þessi bær var sterkur og samheldinn en hann er miklu sterkari núna.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið hefur ekki áhrif á flug Icelandair Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú. 19. desember 2023 10:13 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Eldgosið hefur ekki áhrif á flug Icelandair Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú. 19. desember 2023 10:13
Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27