Innlent

Fram­leiðnin gæti vel hafa verið meiri en 200 rúm­metrar

Árni Sæberg skrifar
Framleiðnin var mikil fyrstu klukkustundirnar.
Framleiðnin var mikil fyrstu klukkustundirnar. Vísir/Vilhelm

Í færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands á Facebook segir að verulega hafi dregið úr framleiðni gossins síðan það hófst fyrir hálfum sólarhring.

„Krafturinn fyrstu klukkutímana var margfalt meiri en í gosunum þremur undanfarin ár á Reykjanesskaga. Framleiðnin í gosinu gróflega metin á bilinu 100-200 m3/s og gæti vel hafa verið meiri.“

Gossprungan hafi stækkað hratt fyrstu þrjá tímana eftir að gosið byrjaði og áberandi mikil skjálftahrina verið á svæðinu á meðan jörðin var að rifna. Verulega hafi dregið úr hrinunni milli klukkan 01 og 02 í nótt og samhliða því hafi sprungan náð sinni hámarkslengd. Þegar mest lét hafi gosið samfellt á fjögurra kílómetra langri sprungu og sjónarspilið ægilegt.

Gosvirkni virðist nú einangruð niður í þrjá eða fjóra bletti og strókarnir allir mun minni en það sem sást í gærkvöldi.

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá upphaf gossins og þá gríðarlegu framleiðni sem var í því fyrst um sinn.


Tengdar fréttir

Alls ekkert túr­ista­gos

Eldgosið norður af Grindavík er alls ekkert túristagos að sögn samskiptastjóra almannavarna. Eins og er stefnir hraunið ekki í átt að Grindavík en mögulega gæti það runnið yfir Grindavíkurveg. 

Há­al­var­­legt en léttir á sama tíma

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×