Kostar 3.000 krónur að vera of seinn að sækja krakkann Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2023 14:53 Eins gott að vera ekki of seinn að sækja krakkann á leiksskóla í Árborg. Það kostar hvert korterið þrjú þúsund krónur og safnast þegar saman kemur. vísir/hanna Sveitarfélagið Árborg hefur sent út tilkynningu til foreldra leikskólabarna vegna rúmlega helmingshækkunar á leikskólagjaldi er lúta að frávikum umsamins dvalartíma. Kostar hvert korter nú 1.911 krónur en hækkar upp í 3.000 krónur eftir áramót. Það var Mannlíf sem vakti fyrst athygli á þessu en breytingin á gjaldskránni tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Slíkt gjald þekkist ekki í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar bárust miðlinum frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum sem töldu ónákvæmar tímaskráningar við lýði í leikskólanum: „Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.“ Reglurnar eru svo þær að ef foreldri er korterinu of seint að sækja barnið þá bætast aðrar þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Hvert korter kostar þrjú þúsund krónur. Og ef foreldri mætir of snemma með barnið í vistun, þá gildir það sama: Þrjú þúsund krónur bætast við refsinguna. Eins og rakið hefur verið í fréttum er Árborg í kröggum og má telja líklegt að þessar aðgerðir séu hluti af því að vilja rétta sveitarfélagið við. Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina, þá kostar það líka. Í tilkynningunni um breytta gjaldkrárhækkun segir: „Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti. Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma. Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“. Fundargerð frá bæjarstjórnarfundi má svo sjá hér. Árborg Rekstur hins opinbera Leikskólar Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Sjá meira
Það var Mannlíf sem vakti fyrst athygli á þessu en breytingin á gjaldskránni tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Slíkt gjald þekkist ekki í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar bárust miðlinum frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum sem töldu ónákvæmar tímaskráningar við lýði í leikskólanum: „Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.“ Reglurnar eru svo þær að ef foreldri er korterinu of seint að sækja barnið þá bætast aðrar þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Hvert korter kostar þrjú þúsund krónur. Og ef foreldri mætir of snemma með barnið í vistun, þá gildir það sama: Þrjú þúsund krónur bætast við refsinguna. Eins og rakið hefur verið í fréttum er Árborg í kröggum og má telja líklegt að þessar aðgerðir séu hluti af því að vilja rétta sveitarfélagið við. Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina, þá kostar það líka. Í tilkynningunni um breytta gjaldkrárhækkun segir: „Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti. Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma. Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“. Fundargerð frá bæjarstjórnarfundi má svo sjá hér.
Árborg Rekstur hins opinbera Leikskólar Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Sjá meira