„Það er ekki allt fyrir alla og það er allt í lagi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. desember 2023 16:01 Listakonan Kristín Mjöll stendur fyrir sýningunni Skrúður í versluninni Andrá. Aðsend „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn,“ segir listakonan Kristín Mjöll sem stendur fyrir sýningunni Skrúður í tískuversluninni Andrá. Skrúður er önnur einkasýning Kristínar en Villiblóm, fyrri sýning hennar, var haldin haustið 2021. Á sýningunni Villiblóm tók Kristín fyrir villtar íslenskar jurtir og blóm sem gjarnan voru notuð sem nytjajurtir. Inntak sýningarinnar Skrúður eru blóm sem mörg hver voru upphaflega flutt inn sem skrúðblóm en dreifðu sér og vaxa nú villt í íslenskri náttúru. „Hvert og eitt blóm er litagreint og eru litir blómsins notaðir á abstrakt máta við að afbyggja viðfangsefnið og skapa nýja nálgun fyrir áhorfandann í málverki.“ Fjalldalafífill eftir Kristínu Mjöll.Aðsend Blómin hafa löngum heillað Kristínu Mjöll. „Ég byrjaði að safna blómum í fyrra sumar, bæði þau sem ég hafði ekki séð áður og þau sem ég þekkti fyrir. Ég sat uppi með slatta af þurrkuðum blómum eftir sumarið sem ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við. Þegar ég fór að googla og grennslast fyrir um blómin kom ýmislegur fróðleikur í ljós, hvaða nytjar plönturnar höfðu, margar hverjar voru notaðar til hinna ýmsu lækninga áður fyrr og jafnvel enn í dag. Mér fannst áhugavert að skoða skoða sögu blómanna. Skrúður er framhald af Villiblómum frá því í fyrra en hér tek ég frekar fyrir skrúðplöntur sem gjarnan hafa slæðst úr görðum og vaxið villt eða vaxa bæði villt og eru ræktaðar til skrúðs.“ Þessi mynd er meðal verka Kristínar Mjallar á sýningunni. Aðsend Kristín sækir innblásturinn víða og má þar nefna í íslenska sögu, gjörningalist, vísindi, þjóðsögur og leik. Hún segir alltaf ákveðið ferli að afhjúpa listsköpunina. „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn. Ég reyni að hafa það hugfast að þetta er uppskera rannsóknarvinnu sem ég elska og er gaman að deila með öðrum sem hafa líka gaman af. Það er ekki allt fyrir alla og það er líka bara allt í lagi.“ View this post on Instagram A post shared by Kristín Johnsen (@kmbjohnsen) Menning Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Skrúður er önnur einkasýning Kristínar en Villiblóm, fyrri sýning hennar, var haldin haustið 2021. Á sýningunni Villiblóm tók Kristín fyrir villtar íslenskar jurtir og blóm sem gjarnan voru notuð sem nytjajurtir. Inntak sýningarinnar Skrúður eru blóm sem mörg hver voru upphaflega flutt inn sem skrúðblóm en dreifðu sér og vaxa nú villt í íslenskri náttúru. „Hvert og eitt blóm er litagreint og eru litir blómsins notaðir á abstrakt máta við að afbyggja viðfangsefnið og skapa nýja nálgun fyrir áhorfandann í málverki.“ Fjalldalafífill eftir Kristínu Mjöll.Aðsend Blómin hafa löngum heillað Kristínu Mjöll. „Ég byrjaði að safna blómum í fyrra sumar, bæði þau sem ég hafði ekki séð áður og þau sem ég þekkti fyrir. Ég sat uppi með slatta af þurrkuðum blómum eftir sumarið sem ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við. Þegar ég fór að googla og grennslast fyrir um blómin kom ýmislegur fróðleikur í ljós, hvaða nytjar plönturnar höfðu, margar hverjar voru notaðar til hinna ýmsu lækninga áður fyrr og jafnvel enn í dag. Mér fannst áhugavert að skoða skoða sögu blómanna. Skrúður er framhald af Villiblómum frá því í fyrra en hér tek ég frekar fyrir skrúðplöntur sem gjarnan hafa slæðst úr görðum og vaxið villt eða vaxa bæði villt og eru ræktaðar til skrúðs.“ Þessi mynd er meðal verka Kristínar Mjallar á sýningunni. Aðsend Kristín sækir innblásturinn víða og má þar nefna í íslenska sögu, gjörningalist, vísindi, þjóðsögur og leik. Hún segir alltaf ákveðið ferli að afhjúpa listsköpunina. „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn. Ég reyni að hafa það hugfast að þetta er uppskera rannsóknarvinnu sem ég elska og er gaman að deila með öðrum sem hafa líka gaman af. Það er ekki allt fyrir alla og það er líka bara allt í lagi.“ View this post on Instagram A post shared by Kristín Johnsen (@kmbjohnsen)
Menning Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið