Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður rætt við Sigurð Inga Jóhannsson um verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra. 

Þriðju lotu aðgerða lauk klukkan tíu í morgun og sú fjórða er boðuð á miðvikudaginn kemur. Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðunum er sögð við það að bresta.

Þá verður rætt við lögreglustjórann á Suðurnesjum sem segist binda vonir við að hægt verði að aflétta rýmingu í Grindavík á miðvikudaginn, þegar Veðurstofan sendir frá sér nýtt hættumat fyrir svæðið.

Einnig fjöllum við um boðuð mótmæli fyrir utan Ríkisútvarpið síðar í dag vegna þátttöku Ísraels í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni verði Ísrael ekki meinuð þátttaka.

Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um handboltalandslið karla en landsliðshópurinn var kynntur nú fyrir hádegið. Einnig verður farið yfir dráttinn í Meistaradeildinni í fótbolta sem einnig fór fram í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×