Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2023 12:00 Sema Erla mun ásamt fleirum afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista með kröfum um að Ísland dragi sig úr Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Vísir/Vilhelm Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. Tæplega 9.500 undirskriftir hafa safnast til stuðnings kröfu um að Ísland dragi sig úr Eurovision, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Vonir eru uppi um að þrýsta með þessu á stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að vísa Ísrael úr keppninni vegna árása stjórnvalda þar í landi á íbúa Gasa. Rússlandi ekki vísað út fyrr en eftir hótanir Finna Mótmælin hefjast korter í fjögur síðdegis og munu forsvarsmenn mótmælanna afhenda Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra undirskriftalistann klukkan fjögur. „Við vonumst auðvitað til að sjá sem flest við þetta tilefni. Við vitum að það er almennt mikið ósætti með aðgerðaleysi RÚV í þessu máli. Við viljum sjá frekari aðgerðir frá RÚV. Það var nú þannig að Rússlandi var ekki vísað úr keppni fyrr en Finnar hótuðu að draga sig út. Það er hver sem er sem getur tekið þetta fyrsta skref og við viljum að það verði Ísland,“ segir Sema Erla Serdar, talskona samtakanna BDS á Íslandi, alþjóðlegrar hreyfingar sem leidd er af palestínsku þjóðinni. Rússlandi var vísað úr Eurovision í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í febrúar 2022 og hefur ekki fengið að taka þátt síðan. „Við höfum lengi bent á það hversu óeðlilegt það er að Ísrael taki þátt í þessari keppni. Þau hafa stundað þarna þjóðernishreinsanir í meira en 75 ár og það hefur kannski vakið um sérstaklega mikil viðbrögð núna, einmitt vegna þess að það kom mjög skýrt fram að Rússlandi hafi verið vikið úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu,“ segir Sema. „Eðli málsins samkvæmt á það sama að gilda um Ísrael og við vitum ekki til þess að gildi keppninnar hafi breyst á milli ára. Ef Rússar brutu þessi gildi eru Ísraelar að gera það líka. Ísraelsríki er þegar byrjað að nota undankeppnina hjá sér til þess að hvítþvo ísraelska herinn og aðgerðir þeirra í Palestínu. Það er ekki við öðru að búast þegar þeir stíga á svið í Svíþjóð.“ „Alltaf verið feimni að láta Ísrael svara fyrir gjörðir sínar“ Sama eigi að gilda um Ísrael, sem sé þegar farið að nota keppnina til að mála her sinn í góðu ljósi. Hún segir óskiljanlegt að aðrar reglur gildi um Ísrael en Rússland. „Þetta er fyrst og fremst hræsni og ekkert annað. Það hefur alltaf verið feimni við að láta Ísrael svara fyrir gjörðir sínar, í öll þessi ár. Við sjáum það bæði með Eurovision og annað á alþjóðavettvangi að það er ekki mikið um slíkt, því miður.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að sniðganga Rapyd Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. 18. desember 2023 10:01 Segir 200 þúsund landnema þurfa að víkja fyrir tveggja ríkja lausn Hin svokallaða „tveggja ríkja lausn“ myndi kalla á brottflutning um 200 þúsund landnema á Vesturbakkanum, segir lögfræðingur í Ísrael sem hefur verið utanríkisráðherra Bretlands til ráðgjafar. 18. desember 2023 08:52 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Sjá meira
Tæplega 9.500 undirskriftir hafa safnast til stuðnings kröfu um að Ísland dragi sig úr Eurovision, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Vonir eru uppi um að þrýsta með þessu á stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að vísa Ísrael úr keppninni vegna árása stjórnvalda þar í landi á íbúa Gasa. Rússlandi ekki vísað út fyrr en eftir hótanir Finna Mótmælin hefjast korter í fjögur síðdegis og munu forsvarsmenn mótmælanna afhenda Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra undirskriftalistann klukkan fjögur. „Við vonumst auðvitað til að sjá sem flest við þetta tilefni. Við vitum að það er almennt mikið ósætti með aðgerðaleysi RÚV í þessu máli. Við viljum sjá frekari aðgerðir frá RÚV. Það var nú þannig að Rússlandi var ekki vísað úr keppni fyrr en Finnar hótuðu að draga sig út. Það er hver sem er sem getur tekið þetta fyrsta skref og við viljum að það verði Ísland,“ segir Sema Erla Serdar, talskona samtakanna BDS á Íslandi, alþjóðlegrar hreyfingar sem leidd er af palestínsku þjóðinni. Rússlandi var vísað úr Eurovision í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í febrúar 2022 og hefur ekki fengið að taka þátt síðan. „Við höfum lengi bent á það hversu óeðlilegt það er að Ísrael taki þátt í þessari keppni. Þau hafa stundað þarna þjóðernishreinsanir í meira en 75 ár og það hefur kannski vakið um sérstaklega mikil viðbrögð núna, einmitt vegna þess að það kom mjög skýrt fram að Rússlandi hafi verið vikið úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu,“ segir Sema. „Eðli málsins samkvæmt á það sama að gilda um Ísrael og við vitum ekki til þess að gildi keppninnar hafi breyst á milli ára. Ef Rússar brutu þessi gildi eru Ísraelar að gera það líka. Ísraelsríki er þegar byrjað að nota undankeppnina hjá sér til þess að hvítþvo ísraelska herinn og aðgerðir þeirra í Palestínu. Það er ekki við öðru að búast þegar þeir stíga á svið í Svíþjóð.“ „Alltaf verið feimni að láta Ísrael svara fyrir gjörðir sínar“ Sama eigi að gilda um Ísrael, sem sé þegar farið að nota keppnina til að mála her sinn í góðu ljósi. Hún segir óskiljanlegt að aðrar reglur gildi um Ísrael en Rússland. „Þetta er fyrst og fremst hræsni og ekkert annað. Það hefur alltaf verið feimni við að láta Ísrael svara fyrir gjörðir sínar, í öll þessi ár. Við sjáum það bæði með Eurovision og annað á alþjóðavettvangi að það er ekki mikið um slíkt, því miður.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að sniðganga Rapyd Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. 18. desember 2023 10:01 Segir 200 þúsund landnema þurfa að víkja fyrir tveggja ríkja lausn Hin svokallaða „tveggja ríkja lausn“ myndi kalla á brottflutning um 200 þúsund landnema á Vesturbakkanum, segir lögfræðingur í Ísrael sem hefur verið utanríkisráðherra Bretlands til ráðgjafar. 18. desember 2023 08:52 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Sjá meira
Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að sniðganga Rapyd Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. 18. desember 2023 10:01
Segir 200 þúsund landnema þurfa að víkja fyrir tveggja ríkja lausn Hin svokallaða „tveggja ríkja lausn“ myndi kalla á brottflutning um 200 þúsund landnema á Vesturbakkanum, segir lögfræðingur í Ísrael sem hefur verið utanríkisráðherra Bretlands til ráðgjafar. 18. desember 2023 08:52
Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37