Fótbolti

For­ráða­menn Luton biðja um fjölmiðlafrið

Siggeir Ævarsson skrifar
Lockyer í leik gegn Everton fyrr í haust
Lockyer í leik gegn Everton fyrr í haust Vísir/Getty

Mikið hefur verið rætt um atvikið sem kom upp í leik Luton Town og Bournemouth í gær þar sem fyrirliði Luton, Tom Lockyer, hneig niður eftir hjartastopp. Forráðamenn Luton hafa nú gefið út yfirlýsingu um málið. 

Þar segir að Lockyer sé enn á sjúkrahúsi og beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum áður en næstu skref í ferlinu verði ákveðin. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að liðið óski eftir að fjölmiðlar veiti honum, fjölskyldy hans og liðinu svigrúm.

Þar segir meðal annars:

„Við getum ekki gefið stanslausar uppfærslur um heilsu hans og óskum eftir því að allir fjölmiðlar bíði eftir að félagið gefi út opinberar yfirlýsingar um málið þegar þar að kemur.

Við óskum Tom og maka hans Taylor alls hins besta sem og fjölskyldu þeirra og biðjum vinsamlegast um að friðhelgi þeirra sé virt á þessum erfiðu tímum.“

Yfirlýsinguna í heild má lesa hér að neðan:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×