Fótbolti

Jón Dagur og Stefán Ingi á skotskónum í Belgíu

Siggeir Ævarsson skrifar
Jón Dagur fagnar með félögum sínum í leik fyrr á tímabilinu
Jón Dagur fagnar með félögum sínum í leik fyrr á tímabilinu Vísir/Getty

Boðið var upp á þrjú íslensk mörk í belgíska boltanum í dag. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði mark OH Leuven snemma leiks en liðið þurfti að lokum að sætta sig við töpuð stig.

OH Levuen tók á móti Cercle Brugge en liðið er í bullandi fallbaráttu í belgísku úrvalsdeildinni. Mark frá Jóni Degi í upphafi leiks virtist ætla að tryggja liðinu jafntefli og dýrmætt stig í fallbaráttunni. En í uppbótartíma skoraði Kévin Denkey sigurmark gestanna, lokatölur 1-2.

Í belgísku 1. deildinni reimaði Stefán Ingi Sigurðarson á sig markaskóna á ný og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Patro Eisden á Club NXT. Þetta voru fyrstu mörk Stefáns síðan um miðjan september en hann er komin með fjögur mörk alls á tímabilinu.

Patro Eisden eru nýliðar í deildinni eftir að hafa unnið 2. deildina í fyrra og virðast ætlaað gera alvöru atlögu að því að fara upp í efstu deild en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Zulte Waregem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×