Tók 1,4 milljónir út af stolnum greiðslukortum Árni Sæberg skrifar 16. desember 2023 10:57 Héraðsdómur Reykjavíkur leitt til mikils og óútskýrðs dráttar á máli mannsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir að taka 1,4 milljónir króna út af stolnum greiðslukortum árið 2017. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 11. desember síðastliðinn, segir að maðurinn hafi tekið reiðufé út úr hraðbönkum í alls 13 skipti á nokkurra mánaða tímabili árið 2017, ýmist einn eða í félagi við aðra. Lægsta upphæðin sem hann hafi náð út af stöku korti væri fimmtíu þúsund krónur en sú hæsta 300 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa en hann naut ekki aðstoðar verjanda í málinu. Með vísan til játningar mannsins var málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað. Við ákvörðun refsingar var litið til þess, til þyngingar, að maðurinn væri sakfæddur fyrir fjölmörg auðgunarbrot eða tilraun til auðgunarbrota, sem velflest voru framin í félagi við aðra. Hins vegar segir að til mildunar hafi horft til mildunar refsingar að maðurinn hafi ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. Þá sé langt liðið frá brotum hans og málið hafi verið í rannsókn lögreglu í óhóflega langan tíma en ekki verði annað séð en að rannsókn málsins hafi lokið á árinu 2018. Þá hafi verið gefin út ákæra á hendur samverkamönnum mannsins í nóvember árið 2020 og máli lokið gagnvart þeim með dómi héraðsdóms Reykjavíkur í desember árið 2021. Engin skýring sé á drætti þessum og manninum verðu ekki um hann kennt. Með vísan til þess var maðurinn dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Þá var einkaréttarkrafa upp á 85 þúsund krónur samþykkt en engan sakarkostnað leiddi af málinu. Efnahagsbrot Reykjavík Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 11. desember síðastliðinn, segir að maðurinn hafi tekið reiðufé út úr hraðbönkum í alls 13 skipti á nokkurra mánaða tímabili árið 2017, ýmist einn eða í félagi við aðra. Lægsta upphæðin sem hann hafi náð út af stöku korti væri fimmtíu þúsund krónur en sú hæsta 300 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa en hann naut ekki aðstoðar verjanda í málinu. Með vísan til játningar mannsins var málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað. Við ákvörðun refsingar var litið til þess, til þyngingar, að maðurinn væri sakfæddur fyrir fjölmörg auðgunarbrot eða tilraun til auðgunarbrota, sem velflest voru framin í félagi við aðra. Hins vegar segir að til mildunar hafi horft til mildunar refsingar að maðurinn hafi ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. Þá sé langt liðið frá brotum hans og málið hafi verið í rannsókn lögreglu í óhóflega langan tíma en ekki verði annað séð en að rannsókn málsins hafi lokið á árinu 2018. Þá hafi verið gefin út ákæra á hendur samverkamönnum mannsins í nóvember árið 2020 og máli lokið gagnvart þeim með dómi héraðsdóms Reykjavíkur í desember árið 2021. Engin skýring sé á drætti þessum og manninum verðu ekki um hann kennt. Með vísan til þess var maðurinn dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Þá var einkaréttarkrafa upp á 85 þúsund krónur samþykkt en engan sakarkostnað leiddi af málinu.
Efnahagsbrot Reykjavík Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira