Úrkomulaust verður lengst af aðallega norðaustantil. Seinnipartinn fjarlægist lægðin og dregur þá úr vindi og éljum. Á morgun nálgast ný lægð úr suðvestri og henni fylgir rigning eða slydda með köflum, snjókoma í fjöllum og hærri hitastig.
Sú lægð færist norður á land með deginum og snýst í vestanátt með éljum og kólnun á ný. Á mánudag er svo vestlæg átt með éljum og lækkandi hitastigi.
Á suðvesturhorni landsins verða vindar á bilinu 13 til 20 metrar á sekúndu næsta sólarhringin og él sunnan- og vestantil. Hiti víða frá frostmarki í fimm stig en vægt frost norðaustanlands.