Margrét sýknuð í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 15. desember 2023 14:27 Margrét Friðriksdóttir er ritstjóri vefsíðunnar frettin.is. Vísir Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Með því sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við en Margrét fór hörðum orðum um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Aðdraganda málsins má rekja til þess að Margrét var stödd ásamt vini sínum á Benzin Café við Grensásveg í ágúst 2018. Fyrir héraðsdómi sagði Margrét að skyndilega hafi tveir menn komið þangað inn og horft undarlega á hana en í ljós hafi komið að faðir Semu Erlu ætti staðinn. „Ég ætla að drepa þig helvítis tíkin þín“ Sema Erla sagðist fyrir dómi hafa ákveðið að fara á Benzin Café til að hitta vinafólk ásamt kærasta sínum. Þegar þau hafi komið á staðinn hafi Margrét staðið fyrir utan og ausið yfir hana svívirðingum, með orðum eins og að hún væri „feit, ljót, norn og ógeðsleg.“ Hún hefði notað íslensku og ensku til skiptist og hótað henni lífláti á báðum tungumálum: „I will kill you fucking bitch.“ Því næst hafi hún kýlt hana í öxlina en vinur Margrétar hafi loks náð að draga hana burt. Rætt var við nokkur vitni, bæði starfsmenn og gesti á kaffihúsinu. Einn gesta sagðist ekki hafa heyrt nákvæm orðaskil en að úr hafi orðið rifrildi fyrir utan staðinn. Hann sagði að Margrét hafi verið ósátt við að vera vísað út af tilefnislausu. Annað vitni, sem hafði engin tengsl við Semu Erlu eða Margréti, sagði Margréti hafa verið „froðufellandi“ af bræði og marghótað að drepa Semu Erlu. Hún hefði notað orðalag eins og að „stúta“ og „kála“ henni. Í héraði var Margrét dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Arnari Þór Jónssyni verjanda sínum rúma milljón í málskostnað. Fór mikinn á samfélagsmiðlum og verjandinn hætti Margrét brást hin versta við dómnum í héraði og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ sagði Margrét í uppfærðri færslu á Facebook daginn eftir. Það varð bæði til þess að Barbara kærði Margréti fyrir meiðyrði og Arnar Þór hætti sem verjandi hennar. Dómsmál Tjáningarfrelsi Reykjavík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Sjá meira
Með því sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við en Margrét fór hörðum orðum um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Aðdraganda málsins má rekja til þess að Margrét var stödd ásamt vini sínum á Benzin Café við Grensásveg í ágúst 2018. Fyrir héraðsdómi sagði Margrét að skyndilega hafi tveir menn komið þangað inn og horft undarlega á hana en í ljós hafi komið að faðir Semu Erlu ætti staðinn. „Ég ætla að drepa þig helvítis tíkin þín“ Sema Erla sagðist fyrir dómi hafa ákveðið að fara á Benzin Café til að hitta vinafólk ásamt kærasta sínum. Þegar þau hafi komið á staðinn hafi Margrét staðið fyrir utan og ausið yfir hana svívirðingum, með orðum eins og að hún væri „feit, ljót, norn og ógeðsleg.“ Hún hefði notað íslensku og ensku til skiptist og hótað henni lífláti á báðum tungumálum: „I will kill you fucking bitch.“ Því næst hafi hún kýlt hana í öxlina en vinur Margrétar hafi loks náð að draga hana burt. Rætt var við nokkur vitni, bæði starfsmenn og gesti á kaffihúsinu. Einn gesta sagðist ekki hafa heyrt nákvæm orðaskil en að úr hafi orðið rifrildi fyrir utan staðinn. Hann sagði að Margrét hafi verið ósátt við að vera vísað út af tilefnislausu. Annað vitni, sem hafði engin tengsl við Semu Erlu eða Margréti, sagði Margréti hafa verið „froðufellandi“ af bræði og marghótað að drepa Semu Erlu. Hún hefði notað orðalag eins og að „stúta“ og „kála“ henni. Í héraði var Margrét dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Arnari Þór Jónssyni verjanda sínum rúma milljón í málskostnað. Fór mikinn á samfélagsmiðlum og verjandinn hætti Margrét brást hin versta við dómnum í héraði og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ sagði Margrét í uppfærðri færslu á Facebook daginn eftir. Það varð bæði til þess að Barbara kærði Margréti fyrir meiðyrði og Arnar Þór hætti sem verjandi hennar.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Reykjavík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Sjá meira