Dæmdur fyrir að hafa áreitt fjórtán ára stúlku í búningsklefa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2023 18:45 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í búningsklefa sundlaugar. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að ganga inn á fjórtán ára stúlku í kvennaklefa sundlaugar. Þar hafi hann gert ummæli við líkama hennar, boðið henni að sjá sinn og byrjað að girða niður um sig. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness átti atvikið sér stað 3. mars 2022. Faðir og móðir brotaþola hafi verið á vettvangi og faðir hennar, sem er starfsmaður sundlaugarinnar, sagðist hafa boðið brotaþola að fara á æfingu í líkamsræktaraðstöðu sundlaugarinnar. Hún hafi svo komið til föður síns í miklu uppnámi og sagt að maður hafi áreitt hana í kvennaklefanum. Lét eins og hann hefði ruglast á klefum Faðir brotaþola kvaðst þá hafa séð mann sem samræmdist lýsingu brotaþola á biðstöð strætisvagna nálægt sundlauginni og gengið til hans. Hann skammaði manninn og sagði honum að svona ætti hann ekki að gera. Hinn ákærði hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Hinn ákærði gekk inn í kvennaklefann og lést eins og hann væri að ruglast og spurði hvar karlaklefinn væri. Brotaþoli hafi bent honum á það en hann hafi þá gengið lengra inn í kvennaklefann og sagt á ensku að hún væri með flottan líkama, að hann væri líka með flottan líkama og spurt hana hvort hún vildi sjá. Hann hafi þá byrjað að gyrða niður um sig buxurnar og brotaþoli hafi séð getnaðarlim hans. Hann hafi spurt brotaþoli hvaðan hún væri og hvort hún notaði hina og þessa samfélagsmiðla. Ákærði hafi jafnframt beðið brotaþola um að knúsa sig en þegar hún neitaði bað hann hana um að taka í höndina á sér sem hún hafi gert til að losna við hann. Gekk ítrekað inn í kvennaklefann Hinn ákærði viðurkenndi að hafa farið ítrekað inn í kvennaklefa laugarinnar en að það hafi verið fyrir mistök í hvert skipti. Hann sagðist hafa verið að leita að einkasvæði þar sem hann gæti farið ur fötunum og í sturtu þar sem trú hans leyfi það ekki að fara úr fötunum og þvo sér innan um annað fólk. Hann sagðist einnig ekki hafa séð skiltið við innganginn á klefanum sem gaf það til kynna að þetta væri kvennaklefi og að hann skildi ekki íslensku. Ákærði hafi gengið nokkrum sinnum inn í klefann en heyrt sturtuhljóð og því farið aftur út. Á upptökum úr öryggismyndavél í sundlauginni sást ákærði ganga mörgun sinnum inn í kvennaklefann og í síðasta skiptið hafi hann verið þar í tvær til þrjár mínutur. Hinum ákærða var gefið að sök blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum og gert að sæta tveggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvist og greiða brotaþola hálfa milljón króna í miskabætur auk vaxta ásamt því að greiða allan sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness átti atvikið sér stað 3. mars 2022. Faðir og móðir brotaþola hafi verið á vettvangi og faðir hennar, sem er starfsmaður sundlaugarinnar, sagðist hafa boðið brotaþola að fara á æfingu í líkamsræktaraðstöðu sundlaugarinnar. Hún hafi svo komið til föður síns í miklu uppnámi og sagt að maður hafi áreitt hana í kvennaklefanum. Lét eins og hann hefði ruglast á klefum Faðir brotaþola kvaðst þá hafa séð mann sem samræmdist lýsingu brotaþola á biðstöð strætisvagna nálægt sundlauginni og gengið til hans. Hann skammaði manninn og sagði honum að svona ætti hann ekki að gera. Hinn ákærði hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Hinn ákærði gekk inn í kvennaklefann og lést eins og hann væri að ruglast og spurði hvar karlaklefinn væri. Brotaþoli hafi bent honum á það en hann hafi þá gengið lengra inn í kvennaklefann og sagt á ensku að hún væri með flottan líkama, að hann væri líka með flottan líkama og spurt hana hvort hún vildi sjá. Hann hafi þá byrjað að gyrða niður um sig buxurnar og brotaþoli hafi séð getnaðarlim hans. Hann hafi spurt brotaþoli hvaðan hún væri og hvort hún notaði hina og þessa samfélagsmiðla. Ákærði hafi jafnframt beðið brotaþola um að knúsa sig en þegar hún neitaði bað hann hana um að taka í höndina á sér sem hún hafi gert til að losna við hann. Gekk ítrekað inn í kvennaklefann Hinn ákærði viðurkenndi að hafa farið ítrekað inn í kvennaklefa laugarinnar en að það hafi verið fyrir mistök í hvert skipti. Hann sagðist hafa verið að leita að einkasvæði þar sem hann gæti farið ur fötunum og í sturtu þar sem trú hans leyfi það ekki að fara úr fötunum og þvo sér innan um annað fólk. Hann sagðist einnig ekki hafa séð skiltið við innganginn á klefanum sem gaf það til kynna að þetta væri kvennaklefi og að hann skildi ekki íslensku. Ákærði hafi gengið nokkrum sinnum inn í klefann en heyrt sturtuhljóð og því farið aftur út. Á upptökum úr öryggismyndavél í sundlauginni sást ákærði ganga mörgun sinnum inn í kvennaklefann og í síðasta skiptið hafi hann verið þar í tvær til þrjár mínutur. Hinum ákærða var gefið að sök blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum og gert að sæta tveggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvist og greiða brotaþola hálfa milljón króna í miskabætur auk vaxta ásamt því að greiða allan sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira