Glimmermálið komið á borð héraðssaksóknara Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. desember 2023 08:52 Katrín sagði Bjarna hafa verið hinn rólegasti á meðan hún hellti glimmeri yfir hann í þrígang. Vísir Atvik þar sem rauðu glimmeri var hellt yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra í síðustu viku, er komið á borð héraðssaksóknara. Brot af þessu tagi varðar allt að sex ára fangelsisvist. Morgunblaðið greinir frá því að ríkisslögreglustjóri hafi sent rannsókn og meðferð á atviki þar sem mótmælandi, hliðhollur Palestínu, kastaði glimmeri yfir Bjarna á hátíðarfundi í Veröld, húsi Vigdísar, til héraðssaksóknara. Til stóð að fundurinn yrði haldinn í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar en honum var aflýst í kjölfar atviksins. Vitnað er í Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sem segir málið varða 106. og 122. grein hegningarlaga. Þau lög snúa að brotum gegn valdstjórninni eða að brotum á almannafriði og allsherjarreglu sem geta varðað tveggja til sex ára fangelsisvist. Sagði um jólakveðju að ræða Mótmælandinn sem um ræðir heitir Katrín Harðardóttir. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagði hún að um jólakveðju hefði verið að ræða. Hún hafi helt úr þremur glimmerstaukum yfir Bjarna sem verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana að hætta þegar komið var að þeim þriðja. „Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ sagði Katrín. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Karl Steinar sagði í kjölfar atviksins að það væri eitthvað sem ekki væri hægt að sætta sig við, og að það hefði áhrif á hvernig öryggisgæslu ráðherra er háttað. Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Utanríkismál Háskólar Palestína Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Þurfti að ræða mótmælin við dóttur sína Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt. 9. desember 2023 14:11 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá því að ríkisslögreglustjóri hafi sent rannsókn og meðferð á atviki þar sem mótmælandi, hliðhollur Palestínu, kastaði glimmeri yfir Bjarna á hátíðarfundi í Veröld, húsi Vigdísar, til héraðssaksóknara. Til stóð að fundurinn yrði haldinn í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar en honum var aflýst í kjölfar atviksins. Vitnað er í Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sem segir málið varða 106. og 122. grein hegningarlaga. Þau lög snúa að brotum gegn valdstjórninni eða að brotum á almannafriði og allsherjarreglu sem geta varðað tveggja til sex ára fangelsisvist. Sagði um jólakveðju að ræða Mótmælandinn sem um ræðir heitir Katrín Harðardóttir. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagði hún að um jólakveðju hefði verið að ræða. Hún hafi helt úr þremur glimmerstaukum yfir Bjarna sem verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana að hætta þegar komið var að þeim þriðja. „Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ sagði Katrín. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Karl Steinar sagði í kjölfar atviksins að það væri eitthvað sem ekki væri hægt að sætta sig við, og að það hefði áhrif á hvernig öryggisgæslu ráðherra er háttað.
Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Utanríkismál Háskólar Palestína Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Þurfti að ræða mótmælin við dóttur sína Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt. 9. desember 2023 14:11 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Þurfti að ræða mótmælin við dóttur sína Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt. 9. desember 2023 14:11