Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 06:14 Ráðstefnan hefur staðið síðustu tvær vikurnar. EPA Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt. Í nýju drögunum kemur ekkert fram um útfösun jarðefnaeldsneyta líkt og margir höfðu kallað og vonast eftir, en þetta er í fyrsta sinn í sögu loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem samkomulag er um að draga úr notkuninni. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Ekki er ljóst hvort að nýju samkomulagsdrögin verði samþykkt, en enn er fundað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem ráðstefnan fer fram. Öll 198 ríki heims þurfa að samþykkja drögin til að samkomulag náist. Boðað var til allsherjarfundar á ráðstefnunni sem hófst klukkan 5:30 að íslenskum tíma þar sem vonast er til að hægt verði að ná einróma samþykki sendinefnda ríkja heims. Just Released: The latest Global Stocktake Presidency Text https://t.co/w7spknkgdZ pic.twitter.com/kE5YaLutjF— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Í drögunum er kallað eftir því að með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sendinefndir ríkja heims hafa fundað á ráðstefnunni í tæpar tvær vikur fundað til að ræða um hnattræna hlýnun og leiðir til að stemma stigu við þróuninni. Vestræn ríkja og láglend ríki hafa talað mest fyrir hörðum aðgerðum og hörðu orðalagi í drögum að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar. Upphaflega stóð til að ráðstefnunni myndi ljúka í gær en deilan um orðalag varðandi jarðefnaeldsneyti hefur reynst erfið sem varð til þess að ráðstefnan hefur dregist. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Í nýju drögunum kemur ekkert fram um útfösun jarðefnaeldsneyta líkt og margir höfðu kallað og vonast eftir, en þetta er í fyrsta sinn í sögu loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem samkomulag er um að draga úr notkuninni. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Ekki er ljóst hvort að nýju samkomulagsdrögin verði samþykkt, en enn er fundað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem ráðstefnan fer fram. Öll 198 ríki heims þurfa að samþykkja drögin til að samkomulag náist. Boðað var til allsherjarfundar á ráðstefnunni sem hófst klukkan 5:30 að íslenskum tíma þar sem vonast er til að hægt verði að ná einróma samþykki sendinefnda ríkja heims. Just Released: The latest Global Stocktake Presidency Text https://t.co/w7spknkgdZ pic.twitter.com/kE5YaLutjF— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Í drögunum er kallað eftir því að með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sendinefndir ríkja heims hafa fundað á ráðstefnunni í tæpar tvær vikur fundað til að ræða um hnattræna hlýnun og leiðir til að stemma stigu við þróuninni. Vestræn ríkja og láglend ríki hafa talað mest fyrir hörðum aðgerðum og hörðu orðalagi í drögum að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar. Upphaflega stóð til að ráðstefnunni myndi ljúka í gær en deilan um orðalag varðandi jarðefnaeldsneyti hefur reynst erfið sem varð til þess að ráðstefnan hefur dregist.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20