Bjartsýnn að ná EM þrátt fyrir meiðsli sem há daglegu lífi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2023 09:00 Elvar Örn Jónsson leikur væntanlega ekki meira með Melsungen á árinu. getty/Andreas Gora Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst bjartsýnn á að vera klár í slaginn fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Hann glímir við erfið meiðsli sem há honum í daglegu lífi. Elvar tognaði á kvið þegar Melsungen vann Eisenach 24. nóvember og hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins; stóru tapi fyrir Flensburg, 34-24, og jafntefli við Evrópumeistara Magdeburg, 29-29. „Ég er ekki enn byrjaður að hlaupa og er enn með verk þegar ég er að því. En frá viku til viku er ég alltaf að lagast smátt og smátt. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta verði orðið gott fyrir mót,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila meira með Melsungen á árinu. „Líklega ekki. Það er of stutt. Þetta tekur kannski 2-3 vikur í viðbót til að lagast. Það er ekki búist við því að ég nái einhverjum leikjum í desember,“ sagði Elvar. Hvílir og æfir það sem hann getur Erfitt er að meðhöndla meiðsli á kvið og það hefur reynt á þolinmæði Elvars. „Það er voða lítið sem maður getur gert til að flýta batanum. Maður hvílir bara og æfi allt þar sem ég finn ekki verk; hjóla og lyfta eitthvað. En það er lítið annað sem ég get gert,“ sagði Elvar. „Ég finn fyrir þessu í daglegu lífi og það er líka erfitt að hvíla kviðinn. Maður þarf mikið að passa sig og hugsa um þetta dags daglega. En mér finnst þetta vera á góðri leið og vonandi get byrjað að hlaupa og spila handbolta sem fyrst.“ Elvar er vongóður um að geta leikið með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi sem hefst 10. janúar. „Já, já. Ég hef alveg talað við lækna og sjúkraþjálfara og þeir búast við að ég muni ná EM. Það er full bjartsýnt að ná þessum síðustu leikjum fyrir jól en maður veit aldrei,“ sagði Elvar. Áfall að detta út Hann segir að það hafi verið sér mikið áfall að meiðast enda hefur hann spilað stórvel með Melsungen á tímabilinu og sennilega aldrei leikið betur á ferlinum. „Þetta var alveg áfall fyrir mér. Maður vildi mikið vera með í þessum síðustu tveimur leikjum, gegn Flensburg og Magdeburg, en svona er þetta,“ sagði Elvar að endingu. Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Elvar tognaði á kvið þegar Melsungen vann Eisenach 24. nóvember og hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins; stóru tapi fyrir Flensburg, 34-24, og jafntefli við Evrópumeistara Magdeburg, 29-29. „Ég er ekki enn byrjaður að hlaupa og er enn með verk þegar ég er að því. En frá viku til viku er ég alltaf að lagast smátt og smátt. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta verði orðið gott fyrir mót,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila meira með Melsungen á árinu. „Líklega ekki. Það er of stutt. Þetta tekur kannski 2-3 vikur í viðbót til að lagast. Það er ekki búist við því að ég nái einhverjum leikjum í desember,“ sagði Elvar. Hvílir og æfir það sem hann getur Erfitt er að meðhöndla meiðsli á kvið og það hefur reynt á þolinmæði Elvars. „Það er voða lítið sem maður getur gert til að flýta batanum. Maður hvílir bara og æfi allt þar sem ég finn ekki verk; hjóla og lyfta eitthvað. En það er lítið annað sem ég get gert,“ sagði Elvar. „Ég finn fyrir þessu í daglegu lífi og það er líka erfitt að hvíla kviðinn. Maður þarf mikið að passa sig og hugsa um þetta dags daglega. En mér finnst þetta vera á góðri leið og vonandi get byrjað að hlaupa og spila handbolta sem fyrst.“ Elvar er vongóður um að geta leikið með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi sem hefst 10. janúar. „Já, já. Ég hef alveg talað við lækna og sjúkraþjálfara og þeir búast við að ég muni ná EM. Það er full bjartsýnt að ná þessum síðustu leikjum fyrir jól en maður veit aldrei,“ sagði Elvar. Áfall að detta út Hann segir að það hafi verið sér mikið áfall að meiðast enda hefur hann spilað stórvel með Melsungen á tímabilinu og sennilega aldrei leikið betur á ferlinum. „Þetta var alveg áfall fyrir mér. Maður vildi mikið vera með í þessum síðustu tveimur leikjum, gegn Flensburg og Magdeburg, en svona er þetta,“ sagði Elvar að endingu.
Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira