Átta prósent líkur United í kvöld en Orri mun líklegri Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2023 14:00 Orri Steinn Óskarsson í baráttunni við United-menn á Parken, þar sem FCK vann frækinn 4-3 sigur. Getty/Jan Christensen Manchester United-menn halda í veika von um að komast upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Þeir þurfa meðal annars hjálp frá Orra Steini Óskarssyni og félögum í FC Kaupmannahöfn. Keppni lýkur í fjórum riðlum af átta í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Manchester United er í slæmum málum á botni A-riðils, stigi á eftir FCK og Galatasaray sem mætast í Kaupmannahöfn. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote eru aðeins 8% líkur á að United komist upp úr riðlinum. Bayern München hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum en United þarf að vinna Bayern á Old Trafford í kvöld til að spila fleiri Evrópuleiki á þessari leiktíð. Ef að United vinnur í kvöld, en FCK og Galatasaray gera jafntefli, þá nær United 2. sæti og fylgir Bayern upp úr riðlinum. Líkurnar á að komast áfram, skv. Gracenote: 58% FC Kaupmannahöfn 34% Galatasaray 8% Manchester United Sigur í kvöld myndi jafnframt tryggja United að minnsta kosti 3. sæti, en liðið í 3. sæti fer í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Reyndar gæti jafntefli við Bayern einnig dugað United til að enda í 3. sæti riðilsins, en aðeins ef að FCK tapar fyrir Galatasaray. Stig gæti aldrei dugað United til að komast upp fyrir Galatasaray, vegna innbyrðis úrslita. Who will from Group A & C pic.twitter.com/PIHItWNIOk— 433 (@433) December 12, 2023 Krakkarnir í Köben koma FCK í gírinn Jafntefli myndi duga FCK í kvöld til að enda fyrir ofan Galatasaray, hvort sem það dygði svo til 3. eða 2. sætis en það ylti á því hvort að United ynni Bayern. Með sigri er FCK öruggt um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og skiljanlegt að Kaupmannahafnarbúar bíði spenntir eftir kvöldinu. Krakkarnir í strengjasveitinni Zapolski Strygerne gerðu að minnsta kosti sitt til að koma Orra og félögum í rétta gírinn með því að spila meistaradeildarlagið, eins og sjá má. Kom i den helt rette stemning med denne opførelse af Champions League-hymnen spillet af de dygtige børn og unge fra strygeorkesteret Zapolski Strygerne, der hører under Københavns Kommunes musikskole. De har selv øvet sig på hymnen og sendt videoen til os! #fcklive #ucl pic.twitter.com/tsawTIHOc1— F.C. København (@FCKobenhavn) December 12, 2023 Braga reynir að stela sætinu af Napoli Í B-riðli eru úrslitin alveg ráðin og ljóst að Arsenal og PSV fara áfram. Liðin tvö mætast í Hollandi en sigur dygði PSV ekki til að ná efsta sætinu af Arsenal. Real Madrid hefur sömuleiðis tryggt sér öruggan sigur í C-riðli og Napoli er í mjög góðum málum fyrir kvöldið. Braga þarf tveggja marka sigur gegn Napoli, á Ítalíu, til að taka næstefsta sætið af Ítalíumeisturunum. Í D-riðli eru svo Real Sociedad og Inter komin áfram. Þau mætast á Ítalíu í kvöld þar sem Inter þarf sigur til þess að ná efsta sæti riðilsins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Keppni lýkur í fjórum riðlum af átta í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Manchester United er í slæmum málum á botni A-riðils, stigi á eftir FCK og Galatasaray sem mætast í Kaupmannahöfn. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote eru aðeins 8% líkur á að United komist upp úr riðlinum. Bayern München hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum en United þarf að vinna Bayern á Old Trafford í kvöld til að spila fleiri Evrópuleiki á þessari leiktíð. Ef að United vinnur í kvöld, en FCK og Galatasaray gera jafntefli, þá nær United 2. sæti og fylgir Bayern upp úr riðlinum. Líkurnar á að komast áfram, skv. Gracenote: 58% FC Kaupmannahöfn 34% Galatasaray 8% Manchester United Sigur í kvöld myndi jafnframt tryggja United að minnsta kosti 3. sæti, en liðið í 3. sæti fer í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Reyndar gæti jafntefli við Bayern einnig dugað United til að enda í 3. sæti riðilsins, en aðeins ef að FCK tapar fyrir Galatasaray. Stig gæti aldrei dugað United til að komast upp fyrir Galatasaray, vegna innbyrðis úrslita. Who will from Group A & C pic.twitter.com/PIHItWNIOk— 433 (@433) December 12, 2023 Krakkarnir í Köben koma FCK í gírinn Jafntefli myndi duga FCK í kvöld til að enda fyrir ofan Galatasaray, hvort sem það dygði svo til 3. eða 2. sætis en það ylti á því hvort að United ynni Bayern. Með sigri er FCK öruggt um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og skiljanlegt að Kaupmannahafnarbúar bíði spenntir eftir kvöldinu. Krakkarnir í strengjasveitinni Zapolski Strygerne gerðu að minnsta kosti sitt til að koma Orra og félögum í rétta gírinn með því að spila meistaradeildarlagið, eins og sjá má. Kom i den helt rette stemning med denne opførelse af Champions League-hymnen spillet af de dygtige børn og unge fra strygeorkesteret Zapolski Strygerne, der hører under Københavns Kommunes musikskole. De har selv øvet sig på hymnen og sendt videoen til os! #fcklive #ucl pic.twitter.com/tsawTIHOc1— F.C. København (@FCKobenhavn) December 12, 2023 Braga reynir að stela sætinu af Napoli Í B-riðli eru úrslitin alveg ráðin og ljóst að Arsenal og PSV fara áfram. Liðin tvö mætast í Hollandi en sigur dygði PSV ekki til að ná efsta sætinu af Arsenal. Real Madrid hefur sömuleiðis tryggt sér öruggan sigur í C-riðli og Napoli er í mjög góðum málum fyrir kvöldið. Braga þarf tveggja marka sigur gegn Napoli, á Ítalíu, til að taka næstefsta sætið af Ítalíumeisturunum. Í D-riðli eru svo Real Sociedad og Inter komin áfram. Þau mætast á Ítalíu í kvöld þar sem Inter þarf sigur til þess að ná efsta sæti riðilsins.
Líkurnar á að komast áfram, skv. Gracenote: 58% FC Kaupmannahöfn 34% Galatasaray 8% Manchester United
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira