Stjörnur Rómaborgar komu liðinu yfir á 5. mínútu leiksins. Romelu Lukaku skoraði þá eftir undirbúning Paulo Dybala. Það var eina mark fyrri hálfleiks en undir lok hans nældi Nicola Zalewski sér í gult spjald. Það átti eftir að hafa áhrif á leikinn.
Þegar rúm klukkustund var liðin fékk Zalewski nefnilega sitt annað gula spjald og þa rmeð rautt. Heimamenn manni færri og það nýttu gestirnir sér strax tveimur mínútum síðar. Lucas Martinez Quarta jafnaði þá metin eftir sendingu Christian Kouame. Staðan orðin 1-1 og Rómverjar manni færri.
Á 87. mínútu urðu Rómverjar tveimur mönnum færri eftir að Lukaku fékk beint rautt spjald. Á áttundu mínúta uppbótartíma fékk svo Nikola Milenković, leikmaður Fiorentina, rautt spjald þrátt fyrir að vera ekki inn á vellinum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en alls litu sjö gul spjöld dagsins ljós og þrjú röð.
— Lega Serie A (@SerieA_EN) December 10, 2023
Roma hold on to an important draw and make it into the Top 4 #RomaFiorentina pic.twitter.com/a2ck43rXOG
Roma er í 4. sæti með 25 stig, fjórum minna en AC Milan sem er sæti ofar. Fiorentina er í 7. sæti með 24 stig, jafn mörg og ríkjandi meistarar Napoli sem eru sæti ofar.