Hákon Rafn orðaður við annað lið í Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 20:01 Hákon Rafn og Cristiano Ronaldo í leik Portúgal og Íslands. David S. Bustamante/Getty Images Það stefnir allt í að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson yfirgefi herbúðir sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg á næstunni en hann er ítrekað orðaður við félög í Belgíu sem og víðar. Það stefnir allt í að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson yfirgefi herbúðir sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg á næstunni en hann er ítrekað orðaður við félög í Belgíu sem og víðar. Á dögunum var greint frá því að stórveldið Anderlecht hefði áhuga á að fá Hákon Rafn í sínar raðir. Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel stendur um þessar mundir í marki liðsins en hann verður samningslaus næsta sumar. Nú er hins vegar nýtt félag frá Belgíu komið inn í myndina samkvæmt frétt sænska miðilsins Aftonbladet. Um er að ræða Gent en liðið er með Breiðabliki í riðli í Sambandsdeild Evrópu. Gent vann leik liðanna í Belgíu 5-0 en síðari leik liðanna hér á landi aðeins 3-2. Það virðist sem liðið sé að íhuga að breyta til í markmannsmálum sínum og er hinn 22 ára gamli Hákon Rafn meðal þeirra markvarða sem félagið horfir til. Ekki er langt síðan Hákon Rafn var á blaði hjá Bröndby í Danmörku en á endanum ákvað danska félagið að fara í aðra átt. Hákon Rafn átti frábært tímabil með Elfsborg á nýafstaðinni leiktíð en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar eftir tap í lokaumferðinni. Hákon Rafn var valinn besti markvörður deildarinnar og var meðal þriggja bestu leikmanna hennar. Þá lék hann sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landslið Íslands þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Portúgal ytra í lokaleik undankeppni EM 2024. Formaður Elfsborg, Stefan Andreasson, staðfestir að það sé mikill áhugi á markverðinum unga en enn hafi ekkert lið þó boðið formlega í hann. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira
Það stefnir allt í að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson yfirgefi herbúðir sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg á næstunni en hann er ítrekað orðaður við félög í Belgíu sem og víðar. Á dögunum var greint frá því að stórveldið Anderlecht hefði áhuga á að fá Hákon Rafn í sínar raðir. Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel stendur um þessar mundir í marki liðsins en hann verður samningslaus næsta sumar. Nú er hins vegar nýtt félag frá Belgíu komið inn í myndina samkvæmt frétt sænska miðilsins Aftonbladet. Um er að ræða Gent en liðið er með Breiðabliki í riðli í Sambandsdeild Evrópu. Gent vann leik liðanna í Belgíu 5-0 en síðari leik liðanna hér á landi aðeins 3-2. Það virðist sem liðið sé að íhuga að breyta til í markmannsmálum sínum og er hinn 22 ára gamli Hákon Rafn meðal þeirra markvarða sem félagið horfir til. Ekki er langt síðan Hákon Rafn var á blaði hjá Bröndby í Danmörku en á endanum ákvað danska félagið að fara í aðra átt. Hákon Rafn átti frábært tímabil með Elfsborg á nýafstaðinni leiktíð en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar eftir tap í lokaumferðinni. Hákon Rafn var valinn besti markvörður deildarinnar og var meðal þriggja bestu leikmanna hennar. Þá lék hann sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landslið Íslands þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Portúgal ytra í lokaleik undankeppni EM 2024. Formaður Elfsborg, Stefan Andreasson, staðfestir að það sé mikill áhugi á markverðinum unga en enn hafi ekkert lið þó boðið formlega í hann.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira