„Árás of djúpt í árinni tekið, en glimmersturtan út fyrir allan þjófabálk“ Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2023 14:38 Hundruð söfnuðust saman í dag til að krefjas vopnahlés og að Palestína verði frjáls. Vísir/Hjalti Mikill fjöldi safnaðist saman í dag í samstöðugöngu með Palestínu sem skipulögð var af Félaginu Ísland Palestína. Gangan er gengin á alþjóðlegum degi mannréttinda. Hópurinn safnaðist saman klukkan 13 við utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg þar sem Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir flutti erindi. Að því loknu gekk hópurinn niður Laugaveginn og að Austurvelli þar sem er skipulögð dagskrá. Salvör Gullbrá sagði í erindi sínu mannréttindasáttmála og samfélagssáttmála „verða að marklausu hjali“ í höndum stjórnmálafólks á Íslandi sem „væli yfir mótmælaaðgerðum“ og á þá við gagnrýni á aðgerðir mótmælenda á föstudag þegar glimmeri var hent á utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. „Palestína er það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég vakna og það síðasta sem ég hugsa um áður en ég sofna. Á hverjum morgni vakna ég og vona að þetta sé búið, að ráðamenn heimsins ætli loksins að stoppa þetta. Ég hef orðið fyrir vonbrigðum í 64 daga í röð. Í 64 daga hefur Ísraelsríki fengið að komast upp með að drepa fyrir augunum á okkur saklausa borgara af meiri grimmd og mannvonsku en hægt er að ímynda sér,“ sagði Salvör og að atburðir síðustu tveggja mánaða hafi opnað augu fólks. Fólk sé reitt og hafi þess vegna gripið til aðgerða. Ráðamenn virðist á sama tíma ekki jafn reiðir. „Heldur alvarlegra finnst utanríkisráðherra að fá glimmer á jakkafötin en að hann hafi með orðum sínum og gjörðum sem utanríkisráðherra samþykkt og stutt þjóðarmorð á Palestínu. Sagðirðu árás? Sagði Bjarni þegar hann var spurður um skoðun sína á sprengjuárás Ísraels á flóttamannabúðir. Árás er of djúpt í árinni tekið, en glimmersturtan var hins vegar út fyrir allan þjófabálk, en Bjarni sagði í Facebook-færslu um atvikið í gær að hann teldi að “samfélaginu farnist best ef við öll sýnum leikreglum þess virðingu”. Ég er sammála því, en við Bjarni erum ekki sammála um hverjar leikreglur samfélagsins er,“ sagði Salvör. Brot á leikreglum kallist stríðsglæpir Salvör sagði leikreglur samfélagsins ekki leyfa það að „saklaust fólk sé drepið, sært, svelt, og heimili þess eyðilögð. „Leikreglur samfélagsins eiga ekki að virka þannig að eitt ríki, Bandaríkin, geti þvert á alla siðferðiskennd heimsbyggðarinnar hafnað því með neitunarvaldi sínu í Öryggisráði SÞ að fjöldamorðin á Gaza séu stöðvuð. Leikreglur samfélagsins leyfa ekki að stjórnmálafólk geri lítið úr þjóðarmorði á Palestínumönnum með því að kalla stríðsglæpi Ísraelsríkis sjálfsvörn. Leikreglur samfélagsins leyfa ekki dráp á 63 blaðamönnum, 133 starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, 283 heilbrigðisstarfsmönnum, óteljandi árásir á spítala, flóttamannabúðir og skóla. Reyndar er allt þetta svo mikil brot á leikreglum samfélagsins að það kallast stríðsglæpir,“ sagði Salvör. Fundur stendur nú á Austurvelli en þar er fundarstjóri Ilmur Kristjánsdóttir. Þar flytja erindi Sayed Atahan og Bergþóra Snæbjörnsdóttir. Davíð Þór Katrínarson leikari flytur ljóð eftir Refaat Alareer. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Óbreyttir borgarar 61 prósent af dauðsföllum í loftárásum á Gasa Hlutfall óbreyttra borgara er 61 prósent af heildardauðsföllum í loftárásum á Gasa. Þetta kemur fram í rannsókn ísraelska dagblaðsins Haaretz. Hlutfallið er samkvæmt miðlinum hærra en í öllum stærri átökum 20. aldar. 9. desember 2023 18:48 Alvarleg þróun ef stjórnmálamenn þurfi að óttast öryggi sitt Forstöðumaður og formaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands harma „þá dapurlegu uppákomu“ sem átti sér stað á hátíðarfundi sem stofnunin ætlaði að halda í gær af tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. 9. desember 2023 14:32 Þurfti að ræða mótmælin við dóttur sína Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt. 9. desember 2023 14:11 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Hópurinn safnaðist saman klukkan 13 við utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg þar sem Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir flutti erindi. Að því loknu gekk hópurinn niður Laugaveginn og að Austurvelli þar sem er skipulögð dagskrá. Salvör Gullbrá sagði í erindi sínu mannréttindasáttmála og samfélagssáttmála „verða að marklausu hjali“ í höndum stjórnmálafólks á Íslandi sem „væli yfir mótmælaaðgerðum“ og á þá við gagnrýni á aðgerðir mótmælenda á föstudag þegar glimmeri var hent á utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. „Palestína er það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég vakna og það síðasta sem ég hugsa um áður en ég sofna. Á hverjum morgni vakna ég og vona að þetta sé búið, að ráðamenn heimsins ætli loksins að stoppa þetta. Ég hef orðið fyrir vonbrigðum í 64 daga í röð. Í 64 daga hefur Ísraelsríki fengið að komast upp með að drepa fyrir augunum á okkur saklausa borgara af meiri grimmd og mannvonsku en hægt er að ímynda sér,“ sagði Salvör og að atburðir síðustu tveggja mánaða hafi opnað augu fólks. Fólk sé reitt og hafi þess vegna gripið til aðgerða. Ráðamenn virðist á sama tíma ekki jafn reiðir. „Heldur alvarlegra finnst utanríkisráðherra að fá glimmer á jakkafötin en að hann hafi með orðum sínum og gjörðum sem utanríkisráðherra samþykkt og stutt þjóðarmorð á Palestínu. Sagðirðu árás? Sagði Bjarni þegar hann var spurður um skoðun sína á sprengjuárás Ísraels á flóttamannabúðir. Árás er of djúpt í árinni tekið, en glimmersturtan var hins vegar út fyrir allan þjófabálk, en Bjarni sagði í Facebook-færslu um atvikið í gær að hann teldi að “samfélaginu farnist best ef við öll sýnum leikreglum þess virðingu”. Ég er sammála því, en við Bjarni erum ekki sammála um hverjar leikreglur samfélagsins er,“ sagði Salvör. Brot á leikreglum kallist stríðsglæpir Salvör sagði leikreglur samfélagsins ekki leyfa það að „saklaust fólk sé drepið, sært, svelt, og heimili þess eyðilögð. „Leikreglur samfélagsins eiga ekki að virka þannig að eitt ríki, Bandaríkin, geti þvert á alla siðferðiskennd heimsbyggðarinnar hafnað því með neitunarvaldi sínu í Öryggisráði SÞ að fjöldamorðin á Gaza séu stöðvuð. Leikreglur samfélagsins leyfa ekki að stjórnmálafólk geri lítið úr þjóðarmorði á Palestínumönnum með því að kalla stríðsglæpi Ísraelsríkis sjálfsvörn. Leikreglur samfélagsins leyfa ekki dráp á 63 blaðamönnum, 133 starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, 283 heilbrigðisstarfsmönnum, óteljandi árásir á spítala, flóttamannabúðir og skóla. Reyndar er allt þetta svo mikil brot á leikreglum samfélagsins að það kallast stríðsglæpir,“ sagði Salvör. Fundur stendur nú á Austurvelli en þar er fundarstjóri Ilmur Kristjánsdóttir. Þar flytja erindi Sayed Atahan og Bergþóra Snæbjörnsdóttir. Davíð Þór Katrínarson leikari flytur ljóð eftir Refaat Alareer.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Óbreyttir borgarar 61 prósent af dauðsföllum í loftárásum á Gasa Hlutfall óbreyttra borgara er 61 prósent af heildardauðsföllum í loftárásum á Gasa. Þetta kemur fram í rannsókn ísraelska dagblaðsins Haaretz. Hlutfallið er samkvæmt miðlinum hærra en í öllum stærri átökum 20. aldar. 9. desember 2023 18:48 Alvarleg þróun ef stjórnmálamenn þurfi að óttast öryggi sitt Forstöðumaður og formaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands harma „þá dapurlegu uppákomu“ sem átti sér stað á hátíðarfundi sem stofnunin ætlaði að halda í gær af tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. 9. desember 2023 14:32 Þurfti að ræða mótmælin við dóttur sína Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt. 9. desember 2023 14:11 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03
Óbreyttir borgarar 61 prósent af dauðsföllum í loftárásum á Gasa Hlutfall óbreyttra borgara er 61 prósent af heildardauðsföllum í loftárásum á Gasa. Þetta kemur fram í rannsókn ísraelska dagblaðsins Haaretz. Hlutfallið er samkvæmt miðlinum hærra en í öllum stærri átökum 20. aldar. 9. desember 2023 18:48
Alvarleg þróun ef stjórnmálamenn þurfi að óttast öryggi sitt Forstöðumaður og formaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands harma „þá dapurlegu uppákomu“ sem átti sér stað á hátíðarfundi sem stofnunin ætlaði að halda í gær af tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. 9. desember 2023 14:32
Þurfti að ræða mótmælin við dóttur sína Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt. 9. desember 2023 14:11