Fyrirliðinn bannar T-orðið í klefanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2023 11:00 John McGinn fagnar markinu sem tryggði Aston Villa sigur gegn Arsenal í gær. Catherine Ivill/Getty Images Unai Emery, þjálfari Aston Villa, og John McGinn, fyrirliði liðsins, segja það vera of snemmt að tala um titilbaráttu þrátt fyrir að liðið sé nú tveimur stigum frá toppnum eftir 1-0 sigur gegn Arsenal í gær. Með sigrinum sá Aston Villa til þess að Arsenal mistókst að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar frá Liverpool og Villa situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum minna en Liverpool í toppsætinu og einu stigi minna en Arsenal í öðru sæti. Aston Villa hefur komið flestum á óvart á tímabilinu með frammistöðu sinni og liðið hefur unni 11 af 16 leikjum sínum og aðeins tapað þremur. Í síðustu fjórum deildarleikjum sínum hefur liðið unnið lið á borð við Arsenal, Tottenham og Englandsmeistara Manchester City. This is football. 👌Emery Ball in full flow! 😍 pic.twitter.com/Cy18WxMQFg— Aston Villa (@AVFCOfficial) December 10, 2023 Liðið hefur þar með unnið liðin sem enduðu í fyrst og öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili og þetta er besta byrjun félagsins í deildinni frá því tímabilið 1980-1981, þegar Aston Villa vann síðast enska titilinn. Þjálfari liðsins, sem og fyrirliðinn, vilja þó ekki fara fram úr sér. „Ég mun tala um þetta þegar við erum búnir með 30 eða 32 leiki ef við erum enn í sömu stöðu,“ sagði Unai Emery, þjálfari liðsins. „Í upphafi móts erum við ekki í titilbaráttu. Það eru bara 16 leikir búnir. Við erum í Meistaradeildarsæti og þurfum að reyna að halda því.“ John McGinn, fyrirliði liðsins, skoraði eina mark leiksins í sigri Aston Villa gegn Arsenal í gær og hann tekur í sama streng. „Ég ætla að banna T-orðið,“ sagði McGinn og á þá við að banna það að tala um titilbaráttu. „Við erum bara búnir með 16 umferðir og það er nóg eftir. Við berum virðingu fyrir liðunum í kringum okkur sem hafa verið í þessari stöðu í mörg ár. Við erum bara byrjendur og við verðum bara að bíða og sjá hvort við getum haldið þessu áfram.“ John McGinn has revealed the one word BANNED in the Aston Villa changing room this season 👀 pic.twitter.com/JTLmijg1gP— SPORTbible (@sportbible) December 10, 2023 Enski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Sjá meira
Með sigrinum sá Aston Villa til þess að Arsenal mistókst að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar frá Liverpool og Villa situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum minna en Liverpool í toppsætinu og einu stigi minna en Arsenal í öðru sæti. Aston Villa hefur komið flestum á óvart á tímabilinu með frammistöðu sinni og liðið hefur unni 11 af 16 leikjum sínum og aðeins tapað þremur. Í síðustu fjórum deildarleikjum sínum hefur liðið unnið lið á borð við Arsenal, Tottenham og Englandsmeistara Manchester City. This is football. 👌Emery Ball in full flow! 😍 pic.twitter.com/Cy18WxMQFg— Aston Villa (@AVFCOfficial) December 10, 2023 Liðið hefur þar með unnið liðin sem enduðu í fyrst og öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili og þetta er besta byrjun félagsins í deildinni frá því tímabilið 1980-1981, þegar Aston Villa vann síðast enska titilinn. Þjálfari liðsins, sem og fyrirliðinn, vilja þó ekki fara fram úr sér. „Ég mun tala um þetta þegar við erum búnir með 30 eða 32 leiki ef við erum enn í sömu stöðu,“ sagði Unai Emery, þjálfari liðsins. „Í upphafi móts erum við ekki í titilbaráttu. Það eru bara 16 leikir búnir. Við erum í Meistaradeildarsæti og þurfum að reyna að halda því.“ John McGinn, fyrirliði liðsins, skoraði eina mark leiksins í sigri Aston Villa gegn Arsenal í gær og hann tekur í sama streng. „Ég ætla að banna T-orðið,“ sagði McGinn og á þá við að banna það að tala um titilbaráttu. „Við erum bara búnir með 16 umferðir og það er nóg eftir. Við berum virðingu fyrir liðunum í kringum okkur sem hafa verið í þessari stöðu í mörg ár. Við erum bara byrjendur og við verðum bara að bíða og sjá hvort við getum haldið þessu áfram.“ John McGinn has revealed the one word BANNED in the Aston Villa changing room this season 👀 pic.twitter.com/JTLmijg1gP— SPORTbible (@sportbible) December 10, 2023
Enski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Sjá meira