Fyrirliðinn bannar T-orðið í klefanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2023 11:00 John McGinn fagnar markinu sem tryggði Aston Villa sigur gegn Arsenal í gær. Catherine Ivill/Getty Images Unai Emery, þjálfari Aston Villa, og John McGinn, fyrirliði liðsins, segja það vera of snemmt að tala um titilbaráttu þrátt fyrir að liðið sé nú tveimur stigum frá toppnum eftir 1-0 sigur gegn Arsenal í gær. Með sigrinum sá Aston Villa til þess að Arsenal mistókst að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar frá Liverpool og Villa situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum minna en Liverpool í toppsætinu og einu stigi minna en Arsenal í öðru sæti. Aston Villa hefur komið flestum á óvart á tímabilinu með frammistöðu sinni og liðið hefur unni 11 af 16 leikjum sínum og aðeins tapað þremur. Í síðustu fjórum deildarleikjum sínum hefur liðið unnið lið á borð við Arsenal, Tottenham og Englandsmeistara Manchester City. This is football. 👌Emery Ball in full flow! 😍 pic.twitter.com/Cy18WxMQFg— Aston Villa (@AVFCOfficial) December 10, 2023 Liðið hefur þar með unnið liðin sem enduðu í fyrst og öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili og þetta er besta byrjun félagsins í deildinni frá því tímabilið 1980-1981, þegar Aston Villa vann síðast enska titilinn. Þjálfari liðsins, sem og fyrirliðinn, vilja þó ekki fara fram úr sér. „Ég mun tala um þetta þegar við erum búnir með 30 eða 32 leiki ef við erum enn í sömu stöðu,“ sagði Unai Emery, þjálfari liðsins. „Í upphafi móts erum við ekki í titilbaráttu. Það eru bara 16 leikir búnir. Við erum í Meistaradeildarsæti og þurfum að reyna að halda því.“ John McGinn, fyrirliði liðsins, skoraði eina mark leiksins í sigri Aston Villa gegn Arsenal í gær og hann tekur í sama streng. „Ég ætla að banna T-orðið,“ sagði McGinn og á þá við að banna það að tala um titilbaráttu. „Við erum bara búnir með 16 umferðir og það er nóg eftir. Við berum virðingu fyrir liðunum í kringum okkur sem hafa verið í þessari stöðu í mörg ár. Við erum bara byrjendur og við verðum bara að bíða og sjá hvort við getum haldið þessu áfram.“ John McGinn has revealed the one word BANNED in the Aston Villa changing room this season 👀 pic.twitter.com/JTLmijg1gP— SPORTbible (@sportbible) December 10, 2023 Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira
Með sigrinum sá Aston Villa til þess að Arsenal mistókst að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar frá Liverpool og Villa situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum minna en Liverpool í toppsætinu og einu stigi minna en Arsenal í öðru sæti. Aston Villa hefur komið flestum á óvart á tímabilinu með frammistöðu sinni og liðið hefur unni 11 af 16 leikjum sínum og aðeins tapað þremur. Í síðustu fjórum deildarleikjum sínum hefur liðið unnið lið á borð við Arsenal, Tottenham og Englandsmeistara Manchester City. This is football. 👌Emery Ball in full flow! 😍 pic.twitter.com/Cy18WxMQFg— Aston Villa (@AVFCOfficial) December 10, 2023 Liðið hefur þar með unnið liðin sem enduðu í fyrst og öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili og þetta er besta byrjun félagsins í deildinni frá því tímabilið 1980-1981, þegar Aston Villa vann síðast enska titilinn. Þjálfari liðsins, sem og fyrirliðinn, vilja þó ekki fara fram úr sér. „Ég mun tala um þetta þegar við erum búnir með 30 eða 32 leiki ef við erum enn í sömu stöðu,“ sagði Unai Emery, þjálfari liðsins. „Í upphafi móts erum við ekki í titilbaráttu. Það eru bara 16 leikir búnir. Við erum í Meistaradeildarsæti og þurfum að reyna að halda því.“ John McGinn, fyrirliði liðsins, skoraði eina mark leiksins í sigri Aston Villa gegn Arsenal í gær og hann tekur í sama streng. „Ég ætla að banna T-orðið,“ sagði McGinn og á þá við að banna það að tala um titilbaráttu. „Við erum bara búnir með 16 umferðir og það er nóg eftir. Við berum virðingu fyrir liðunum í kringum okkur sem hafa verið í þessari stöðu í mörg ár. Við erum bara byrjendur og við verðum bara að bíða og sjá hvort við getum haldið þessu áfram.“ John McGinn has revealed the one word BANNED in the Aston Villa changing room this season 👀 pic.twitter.com/JTLmijg1gP— SPORTbible (@sportbible) December 10, 2023
Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira