Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2025 09:25 Kristófer Acox hélt um úlnliðinn og var sóttur af sjúkraþjálfara en gat snúið aftur á völlinn hálfri mínútu síðar. Skjáskot/Sýn Sport Það vakti athygli í seinni framlengingu leiks Þórs Þ. og Vals í Bónus-deild karla þegar Kristófer Acox virtist meiðast og slapp þá við að taka tvö víti sem hann hafði fengið. Hann kom svo aftur inn á völlinn eftir að hafa misst af aðeins 39 sekúndum. Fáránlegt eða klókindi? Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds veltu atvikinu fyrir sér og sagði Hlynur Bæringsson að auðvitað yrðu einhverjir pirraðir yfir þessu. Hann sagði að Kristófer virtist gera sér upp meiðsli til þess að betri vítaskytta tæki vítin sem hann fékk en að hann væri hrifinn af þessu. Menn gerðu einfaldlega allt til að vinna leiki og Valur vann einmitt að lokum, 119-117. Hér að neðan má sjá umræðuna. Klippa: Kristófer slapp við að taka vítin Hlynur nýtti tækifærið og skaut aðeins á Valsmenn vegna fyrri yfirlýsingar þeirra í máli Pablo Bertone, þar sem þeir sökuðu Stjörnuna um óheiðarleika. Hann sagði Kristófer hafa verið klókan. Mjög vel gert að fatta þetta á svona skömmum tíma „Það lítur þannig út að hann sé ekki mikið meiddur. Ef hann náði að fatta þetta... hann veit alveg að hann hefur verið að skjóta illa og að það er væntanlega einhver betri vítaskytta. Ef hann fattaði þetta á svona skömmum tíma þá er það bara mjög vel gert. Auðvitað verður einhver pirraður yfir þessu. Kannski meiddi hann sig, allt í góðu, en þetta sýnir í enn eitt skiptið að í meistaraflokki karla í efstu deild… ef það má, þá gerir fólk það. Ég veit að fólki fannst þetta skrýtið, að þetta megi í raun og veru, en það var þetta sem gerðist þarna hjá Val,“ sagði Hlynur. Greinilega löglegt en algjörlega fáránlegt „Ég veit að þeir eru nýbúnir að skrifa einhvern pistil um anda leiksins… Ég dæmi þetta ekki,“ bætti Hlynur við og sagðist sjálfur hafa verið tilbúinn að gera það sama sem leikmaður. Hermann Hauksson var ekki jafnhrifinn og kallaði eftir reglubreytingum svo að menn gætu ekki komið svo fljótt inn á völlinn eftir að hafa farið meiddir af velli. „Þetta er greinilega löglegt en mér finnst algjörlega fáránlegt að horfa upp á þetta. Ef það er þannig að þetta séu ekki það mikil meiðsli að maðurinn geti tekið vítaskot þá hefði ég bara viljað sjá hann taka þessi vítaskot. En að fara út af og geta bara fengið að koma inn á strax aftur er fáránlegt. Í handboltanum þarftu held ég að sitja af þér tvær sóknir. Ef það þarf að hlúa að þér þá þarftu að vera út af í einhvern tíma,“ sagði Hermann en umræðuna má heyra í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds veltu atvikinu fyrir sér og sagði Hlynur Bæringsson að auðvitað yrðu einhverjir pirraðir yfir þessu. Hann sagði að Kristófer virtist gera sér upp meiðsli til þess að betri vítaskytta tæki vítin sem hann fékk en að hann væri hrifinn af þessu. Menn gerðu einfaldlega allt til að vinna leiki og Valur vann einmitt að lokum, 119-117. Hér að neðan má sjá umræðuna. Klippa: Kristófer slapp við að taka vítin Hlynur nýtti tækifærið og skaut aðeins á Valsmenn vegna fyrri yfirlýsingar þeirra í máli Pablo Bertone, þar sem þeir sökuðu Stjörnuna um óheiðarleika. Hann sagði Kristófer hafa verið klókan. Mjög vel gert að fatta þetta á svona skömmum tíma „Það lítur þannig út að hann sé ekki mikið meiddur. Ef hann náði að fatta þetta... hann veit alveg að hann hefur verið að skjóta illa og að það er væntanlega einhver betri vítaskytta. Ef hann fattaði þetta á svona skömmum tíma þá er það bara mjög vel gert. Auðvitað verður einhver pirraður yfir þessu. Kannski meiddi hann sig, allt í góðu, en þetta sýnir í enn eitt skiptið að í meistaraflokki karla í efstu deild… ef það má, þá gerir fólk það. Ég veit að fólki fannst þetta skrýtið, að þetta megi í raun og veru, en það var þetta sem gerðist þarna hjá Val,“ sagði Hlynur. Greinilega löglegt en algjörlega fáránlegt „Ég veit að þeir eru nýbúnir að skrifa einhvern pistil um anda leiksins… Ég dæmi þetta ekki,“ bætti Hlynur við og sagðist sjálfur hafa verið tilbúinn að gera það sama sem leikmaður. Hermann Hauksson var ekki jafnhrifinn og kallaði eftir reglubreytingum svo að menn gætu ekki komið svo fljótt inn á völlinn eftir að hafa farið meiddir af velli. „Þetta er greinilega löglegt en mér finnst algjörlega fáránlegt að horfa upp á þetta. Ef það er þannig að þetta séu ekki það mikil meiðsli að maðurinn geti tekið vítaskot þá hefði ég bara viljað sjá hann taka þessi vítaskot. En að fara út af og geta bara fengið að koma inn á strax aftur er fáránlegt. Í handboltanum þarftu held ég að sitja af þér tvær sóknir. Ef það þarf að hlúa að þér þá þarftu að vera út af í einhvern tíma,“ sagði Hermann en umræðuna má heyra í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira