Risaleikur Anthony Davis skilaði Lakers fyrsta bikarmeistaratitlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2023 09:30 Leikmenn Los Angeles Lakers fögnuðu fyrsta deildarbikarmeistaratitli í sögu NBA-deildarinnar í nótt. Ethan Miller/Getty Images Anthony Davis átti sannkallaðan stórleik er Los Angeles Lakers varð fyrsta liðið til að vinna deildarbikarmeistaratitilinn í sögu NBA-deildarinnar. Lakers og Indiana Pacers áttust við í úrslitum deildarbikarsins í Las Vegas í nótt og voru það leikmenn Los Angeles Lakers sem fögnuðu að lokum 14 stiga sigri 123-109. Lakers hafði yfirhöndina frá upphafi leiks og leiddu með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Munurinn hélst sá sami út hálfleikinn og Lakers fór með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 65-60. Liðið jók svo forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik og vann að lokum sögulegan 14 stiga sigur, 123-109. Anthony Davis átti eins og áður segir risaleik fyrir Lakers og skoraði 41 stig fyrir liðið. Hann tók einnig 20 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði fjögur skot. Þeir Tyrese Haliburton og Bennedict Mathurin voru atkvæðamestir í liði Pacers með 20 stig hvor. Season-high in scoring. Season-high in rebounding. ANTHONY. DAVIS. pic.twitter.com/2riI8JmFsy— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 10, 2023 LeBron valinn verðmætastur Þá sýndi hinn margreyndi LeBron James að hann er enn í fullu fjöri. Þessi 38 ára gamli leikmaður skilaði 24 stigum, 11 fráköstum og fjórum stoðsendingum í leik næturinnar og var að lokum útnefndur mikilvægasti leikmaður mótsins, eða MVP (e. Most Valuable Player). Hann skilaði að meðaltali 26,2 stigum í leikjunum sjö í keppninni, átta fráköstum og 7,6 stoðsendingum. „Það er alltaf hægt að bæta einhver met, en það að vera fyrstur til að gera eitthvað er eitthvað sem verður aldrei bætt,“ sagði LeBron James eftir leikinn í nótt. „Við erum fyrstu bikarmeistararnir og það verður aldrei toppað. Það er frábært að geta gert þetta með svona sögufrægu liði og enn betra að gera þetta með svona frábærum, fyndnum, ákveðnum og metnaðarfullum samherjum.“ MOST VALUABLE PLAYER 🏆LeBron James is named the first-ever NBA In-Season Tournament MVP! pic.twitter.com/cHcCxaRPLw— NBA on TNT (@NBAonTNT) December 10, 2023 NBA Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Lakers og Indiana Pacers áttust við í úrslitum deildarbikarsins í Las Vegas í nótt og voru það leikmenn Los Angeles Lakers sem fögnuðu að lokum 14 stiga sigri 123-109. Lakers hafði yfirhöndina frá upphafi leiks og leiddu með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Munurinn hélst sá sami út hálfleikinn og Lakers fór með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 65-60. Liðið jók svo forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik og vann að lokum sögulegan 14 stiga sigur, 123-109. Anthony Davis átti eins og áður segir risaleik fyrir Lakers og skoraði 41 stig fyrir liðið. Hann tók einnig 20 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði fjögur skot. Þeir Tyrese Haliburton og Bennedict Mathurin voru atkvæðamestir í liði Pacers með 20 stig hvor. Season-high in scoring. Season-high in rebounding. ANTHONY. DAVIS. pic.twitter.com/2riI8JmFsy— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 10, 2023 LeBron valinn verðmætastur Þá sýndi hinn margreyndi LeBron James að hann er enn í fullu fjöri. Þessi 38 ára gamli leikmaður skilaði 24 stigum, 11 fráköstum og fjórum stoðsendingum í leik næturinnar og var að lokum útnefndur mikilvægasti leikmaður mótsins, eða MVP (e. Most Valuable Player). Hann skilaði að meðaltali 26,2 stigum í leikjunum sjö í keppninni, átta fráköstum og 7,6 stoðsendingum. „Það er alltaf hægt að bæta einhver met, en það að vera fyrstur til að gera eitthvað er eitthvað sem verður aldrei bætt,“ sagði LeBron James eftir leikinn í nótt. „Við erum fyrstu bikarmeistararnir og það verður aldrei toppað. Það er frábært að geta gert þetta með svona sögufrægu liði og enn betra að gera þetta með svona frábærum, fyndnum, ákveðnum og metnaðarfullum samherjum.“ MOST VALUABLE PLAYER 🏆LeBron James is named the first-ever NBA In-Season Tournament MVP! pic.twitter.com/cHcCxaRPLw— NBA on TNT (@NBAonTNT) December 10, 2023
NBA Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira